Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

118. fundur 11. apríl 2019 kl. 15:30 - 16:45 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson varaformaður, D lista
  • Díana Lind Arnarsdóttir aðalmaður, D lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir formaður I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir aðalmaður, H lista
  • Friðfinnur Hauksson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála, mætti á fundinn undir þessum lið fundargerðarinnar og sagði frá stöðu verkefnisins.

2.Húsnæðisáætlun Fjallabyggðar

Málsnúmer 1807011Vakta málsnúmer

Samningur við ráðgjafasvið KPMG vegna vinnu við húsnæðisáætlun lagður fram til kynningar á fundinum. Ingvar Á. Guðmundsson, aðalmaður D-lista, bókar að hann lætur í ljós óánægju sína með samning um keypta ráðgjöf við gerð húsnæðisáætlunar og spyr hvort að félagsmáladeild og tæknideild ásamt fjármálasviði hefðu ekki getað unni þessa vinnu.

3.Reglur um félagslegt leiguhúsnæði Fjallabyggðar 2019

Málsnúmer 1904031Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um félagslegt leiguhúsnæði Fjallabyggðar. Drögin samþykkt með fjórum atkvæðum. Ingvar Á. Guðmundsson, aðalmaður D-lista, sat hjá.

4.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 1802077Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Sambýlið Lindargötu 2, ársreikningur 2018

Málsnúmer 1903073Vakta málsnúmer

Ársreikningur íbúðasjóðs Lindargötu 2 lagður fram til kynningar á fundinum.

6.Kröfubréf NPA miðstöðvarinnar til sveitarfélaga

Málsnúmer 1904023Vakta málsnúmer

NPA miðstöðin sendi nú fyrir skemmstu bréf til félagsmálastjóra hjá flestum sveitarfélögum landsins þar sem þess er krafist að sveitarfélög tileinki sér og aðlagi framkvæmd sína á NPA að ákvæðum laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og ákvæðum reglugerðar nr. 1250/2018 um notendastýrða persónulega aðstoð. Með bréfinu fylgdi minnisblað NPA miðstöðvarinnar um útreikning NPA jafnaðarstundar út frá kjarasamningi NPA aðstoðarfólks.

Fundi slitið - kl. 16:45.