Bæjarráð Fjallabyggðar

603. fundur 07. maí 2019 kl. 16:30 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Staðgreiðsla tímabils - 2019

Málsnúmer 1901047Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til apríl 2019. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 350.054.352 eða 102,33% af tímabilsáætlun.

2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1901070Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn varðar tilfærslur á milli verkefna á framkvæmdum ársins 2019. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Fjallabyggðar er kr. 0.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

3.Aðalgata Siglufirði lagnir og malbik

Málsnúmer 1904028Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 6. maí sl. þar sem fram kemur að tilboð hafi verið opnuð mánudaginn 6. maí í verkefnið "Aðalgata. Endurnýjun 2019 Grundargata - Tjarnargata".
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf kr. 24.739.560.-
kostnaðaráætlun kr.33.041.200.-

Deildarstjóri tæknideildar leggur til að tilboðinu verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf.

4.Aðstaða fótaaðgerðafræðings

Málsnúmer 1904044Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 03.05.2019 vegna erindis Eddu Láru Guðgeirsdóttur, fótaaðgerðafræðings um afnot af aðstöðu fyrir starfsemi hennar í Skálarhlíð og Hornbrekku. Varðandi þjónustu fótaaðgerðafræðings við íbúa hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hornbrekku þá eru þau mál í ágætis horfi. Í núgildandi kröfulýsingu fyrir hjúkrunarrými og dvalarrými segir að rekstraraðili skuli sjá til þess að íbúum standi til boða hársnyrti- og fótaaðgerðaþjónusta innan veggja heimilisins og íbúar greiða sjálfir fyrir þessa þjónustu.
Í vinnuskjali kemur fram að Edda Lára hafi verið upplýst um að snyrtiaðstöðu í Skálarhlíð sem eru leiguíbúðir fyrir aldraða ætti að breyta í íbúð og hún hvött til þess að leysa aðstöðumál sín. Snyrtiaðstaðan hefur fyrst og fremst nýst inniliggjandi sjúklingum á Heilbrigðisstofnun Norðurlands en takmarkað verið notuð af íbúum Skálarhlíðar.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra félagsmáladeildar að hafa samband við forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands varðandi snyrtiaðstöðu á Siglufirði.

5.Ólafsvegur 34, íbúð 201

Málsnúmer 1903065Vakta málsnúmer

Lagt fram undirritað gagntilboð í íbúð 201 að Ólafsvegi 34, Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu og felur deildastjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna málið áfram.

6.Skapandi dagar fyrir stjórnendur í sveitarfélögum

Málsnúmer 1905005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.04.2019 þar sem fram kemur að dagana 3-.4. júní nk. verða haldnir „Skapandi dagar fyrir stjórnendur í sveitarfélögum“ í Reykjavík. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

7.Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga birt í samráðsgátt

Málsnúmer 1905006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 30.04.2019 þar sem athygli er vakin á því að Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

8.Málþing sambandsins um skólasókn og skólaforðun 20. maí 2019

Málsnúmer 1904089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við Velferðarvaktina og Umboðsmann barna. Þar sem athygli er vakin á málþingi um Skólasókn og skólaforðun, Hvert er hlutverk stjórnvalda, skóla og foreldra? Málþingið verður haldið á Grand hótel Reykjavík, 20 maí nk. kl. 08:30-12:00

Deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningamála mun sækja fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.

9.Trúnaðarmál - Innheimta

Málsnúmer 1806061Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

10.Samráðsfundur

Málsnúmer 1904094Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 30.04.2019 þar sem óskað er eftir fundi með forsvarsmanni/mönnum sveitarfélagsins með tilvísn til lögbundins samráðs embættisins við sveitarfélög í umdæminu, sbr. 7.gr. l. nr. 50/2014: "Sýslumaður skal hafa forgöngu um reglulegt samráð við sveitarfélög og önnur stjórnvöld ríkisins um fyrirkomulag og samræmingu opinberrar þjónustu í umdæminu eftir því sem við getur átt."
Ásamt öðru verður stuttlega farið yfir þróun embættisins en fyrir liggur að þróun fjárveitinga frá sameiningu hefur haft neikvæð áhrif á fjölda starfa í sveitarfélaginu og að einhverju marki á þjónustustig.
Þá er athygli vakin á því að ríkisendurskoðun hefur nýverið staðið fyrir gerð stjórnsýsluúttektar vegna sameiningar sýslumannsembættanna: https://rikisendurskodun.is/syslumenn-stjornsysluuttekt/.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis fjallar nú um skýrsluna: https://www.althingi.is/thingnefndir/dagskra-nefndarfunda/?nfaerslunr=20425

Bæjarráð samþykkir að boða sýslumann á næsta fund ráðsins.

11.Til umsagnar 772. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1905004Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 30.04.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál.

12.Frá nefndasviði Alþingis - 771. mál til umsagnar

Málsnúmer 1905003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 30.04.2019 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál.

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
239. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 2. maí sl. og
14. fundar Skólanefndar TÁT frá 3. maí sl.

Fundi slitið - kl. 17:30.