Samráðsfundur

Málsnúmer 1904094

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 603. fundur - 07.05.2019

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 30.04.2019 þar sem óskað er eftir fundi með forsvarsmanni/mönnum sveitarfélagsins með tilvísn til lögbundins samráðs embættisins við sveitarfélög í umdæminu, sbr. 7.gr. l. nr. 50/2014: "Sýslumaður skal hafa forgöngu um reglulegt samráð við sveitarfélög og önnur stjórnvöld ríkisins um fyrirkomulag og samræmingu opinberrar þjónustu í umdæminu eftir því sem við getur átt."
Ásamt öðru verður stuttlega farið yfir þróun embættisins en fyrir liggur að þróun fjárveitinga frá sameiningu hefur haft neikvæð áhrif á fjölda starfa í sveitarfélaginu og að einhverju marki á þjónustustig.
Þá er athygli vakin á því að ríkisendurskoðun hefur nýverið staðið fyrir gerð stjórnsýsluúttektar vegna sameiningar sýslumannsembættanna: https://rikisendurskodun.is/syslumenn-stjornsysluuttekt/.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis fjallar nú um skýrsluna: https://www.althingi.is/thingnefndir/dagskra-nefndarfunda/?nfaerslunr=20425

Bæjarráð samþykkir að boða sýslumann á næsta fund ráðsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 604. fundur - 14.05.2019

Á fund bæjarráðs mætti Svavar Pálsson sýslumaður á Norðurlandi eystra og fór yfir þróun sýslumannsembættisins.

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu og þróun Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, sem getur leitt til fækkunar starfa og þjónustuskerðingar. Ef ekkert verður að gert þá stefnir í lakari þjónustu og búsetuskilyrða fyrir landsbyggðarfólk.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri komi með tillögu að bréfi til Ríkisstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 606. fundur - 28.05.2019

Lögð fram áskorun Sýslumanna, dags. 07.05.2019 þar sem fram kemur að í nýjum athugasemdum Ríkisendurskoðunar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis gefi sérstakt tilefni til þess að endurskoða þurfi fjárveitingar til Sýslumannsembættisins þar sem núverandi fjármagn til embættisins dugar ekki til þess að sinna reglulegum verkefnum eða rekstrarútgjöldum. Sýslumenn skora á fjárveitingarvaldið að snúa vörn í sókn og nýta tækifærin til eflingar embættanna sem miðstöð stjórnsýslu ríkis í héraði, eins og stefnt var að með setningu laga nr. 50/2014. En ljóst er að litlar sem engar breytingar hafa verið gerðar á verkefnum sýslumannsmbættanna frá sameiningu þeirra.

Bæjarráð tekur undir áskorun sýslumanna og skorar á ríkisstjórnina að efla embættin og standa vörð um þjónustu og störf á landsbyggðinni.