Bæjarstjórn Fjallabyggðar

156. fundur 14. febrúar 2018 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Valur Þór Hilmarsson bæjarfulltrúi, S lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson bæjarfulltrúi, S lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 540. fundur - 30. janúar 2018

Málsnúmer 1801009FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 540. fundur - 30. janúar 2018 Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands mætti á fund bæjarráðs og ræddi stöðu sjúkraflutninga í Ólafsfirði.

    Í máli forstjórans kom fram að unnið er að myndun teymis vettvangsliða og vinnan sé komin vel á veg.

    Vonast er til að teymið verði starfhæft um mánaðamótin febrúar / mars.

    Bæjarráð mun óska eftir upplýsingum um stöðu mála í lok febrúar.

    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.

    Afgreiðsla 540. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 540. fundur - 30. janúar 2018 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 540. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 540. fundur - 30. janúar 2018 Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga er varðar lánsumsókn Fjallabyggðar og skammtímafjármögnun vegna fjármögnunar á lífeyrisskuldbindingum við Brú lífeyrissjóð. Stefnt er að því að allar umsóknir verði afgreiddar í lok febrúar.

    Bæjarráð samþykkir að heimila deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að ganga frá skammtímafjármögnun við Lánasjóð sveitarfélaga.

    Bókun fundar Afgreiðsla 540. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 540. fundur - 30. janúar 2018 Tekið fyrir erindi frá Birki Karli Sigurðssyni þar sem boðið er upp á tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni í Fjallabyggð. Greiða þarf námskeiðsgjald auk þess sem greiða þarf kostnað vegna ferða og uppihalds.

    Bæjarráð samþykkir að þiggja ekki boðið og þakkir Birki fyrir erindið.

    Bókun fundar Afgreiðsla 540. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 540. fundur - 30. janúar 2018 Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna draga að frumvarpi til laga um lögheimili og aðsetur. Í henni er m.a. lagst gegn því að lögheimilisskráning verði leyfð í frístundabyggðum og á skilgreindum iðnaðar-, athafna- og hafnarsvæðum og öðru svæði innan þéttbýlis sem skipulagt er fyrir atvinnustarfsemi nema búseta sé þar heimil samkvæmt lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum. Bókun fundar Afgreiðsla 540. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 540. fundur - 30. janúar 2018 Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Í erindinu er tilkynnt að þann 1. mars muni embættið breyta verklagi við afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi og verða umsóknir nú afgreiddar eigi síðar en að 45 dögum liðnum frá því að umsagnarferlið hefst, óháð því hvort að umsögnum hafi verið skilað eður ei.

    Bókun fundar Afgreiðsla 540. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 540. fundur - 30. janúar 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá EO Iceland, þar sem kynnt er snjallhleðslustöð fyrir rafbíla. Bókun fundar Afgreiðsla 540. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018

Málsnúmer 1802011FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.

    Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningamála.

    Á fundinn mættu Eggert Friðriksson, formaður Menningar- og fræðslunefndar slökkviliðsins í Ólafsfirði og Halldór Guðmundsson. Umsjón með hátíðarhöldum á 17. júní hefur verið í höndum nefndarinnar undanfarin ár.

    Farið var yfir drög að nýjum samningi.

    Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.


    Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars í janúar 2018. Innborganir nema 85.496.527 kr. sem er 114,45% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 74.703.036 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Lagt fram minnisblað varðandi fasteignagjöld 2018.

    Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:

    Að hámarksafsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verði kr. 65.000.

    Að tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verði:

    Flokkur Einstaklingar Afsláttur
    1. 0 - 2.300.000 100%
    2. 2.300.001 - 2.718.000 75%
    3. 2.718.001 - 3.136.000 50%
    4. 3.136.001 - 3.541.000 25%
    5. 3.541.001 0%

    Flokkur Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
    1. 0 - 3.333.000 100%
    2. 3.333.001 - 3.960.000 75%
    3. 3.960.001 - 4.587.000 50%
    4. 4.587.001 - 5.213.000 25%
    5. 5.213.001 0%

    Að afsláttarprósenta vegna fasteignaskattsstyrks til félagasamtaka verði óbreytt 100%.

    Að fjöldi gjalddaga verði átta, frá 1. mars til 1. október og nái álagning fasteignagjalda á fasteign ekki 35.000 á gjaldanda, sé öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Lagt fram til kynningar bréf frá Björgunarsveitinni Tindi, Ólafsfirði, þar sem farið er yfir afstöðu björgunarsveitarinnar vegna myndunar vettvangsliðateymis í Ólafsfirði.
    Málið verður tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs og mun formaður björgunarsveitarinnar mæta á fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Lagt fram til kynningar bréf frá Láru Stefánsdóttur, skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga, þar sem sveitarfélaginu er gert kunnugt um að skólinn er orðinn þátttakandi í Grænum skrefum í ríkisrekstri og er það hluti af umhverfismálum skólans. Vonast er eftir góðu samstarfi við sveitarfélagið, sem er eigandi húsnæðisins sem skólinn er starfræktur í.

    Bæjarráð fagnar framtakinu og tekur jákvætt í erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kemur fram að sambandið vinni að umsögn um drög að lagafrumvarpi um breytingar á ákvæðum um fiskeldi.
    Umsagnarfrestur er til 9. febrúar n.k.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Valur Hilmarsson og Gunnar I. Birgisson.

    Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem Fjallabyggð er aðild að. Unnið er að því í ráðuneytinu að afla heildstæðra upplýsinga um samstarfssamninga sveitarfélaga um land allt og leggja mat á hversu vel þeir samræmast kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum. Frestur til að skila upplýsingum er til 1. mars n.k.

    Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 50. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 6. febrúar 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð frá 50. fundi fræðslu- og frístundanefndar sem haldinn var 31. janúar 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 541. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13.febrúar

Málsnúmer 1802014FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Tekin fyrir drög að viðauka við samning Fjallabyggðar og Knattspyrnufélags Fjallabyggðar. Í viðaukanum er kveðið á um styrk sveitarfélagsins til KF í formi afnota knattspyrnufélagsins á húsnæði Tjarnarborgar vegna spilavistar. Afnotin eru til komin vegna afnota félagsmiðstöðvarinnar NEON af sal vallarhúss þar sem spilavist hafði áður verið til húsa. Ágóði af spilavistinni rennur til barna- og unglingastarfs KF. Samningstími er eitt ár, frá 1. janúar - 31. desember 2018.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Tekin fyrir drög að rekstrarsamningi við Skíðafélag Ólafsfjarðar. Samningurinn er gerður til tveggja ára og rennur út 31.12.2019.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Tekið fyrir erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um innleiðingu grunnskóla á kröfum Persónuverndar vegna vinnslu persónuupplýsinga í vefkerfinu Mentor. Innleiðingin verður unnin í samstarfi grunnskóla landsins og þarf hver og einn grunnskóli að greiða um 100 þúsund krónur auk virðisaukaskatts.

    Bæjarráð samþykkir að Grunnskóli Fjallabyggðar taki þátt í samstarfinu og vísar upphæðinni til viðauka við fjárhagsáætlun 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Lögð fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Fjallabyggðar fyrir árið 2017.

    Bæjarráð óskar eftir því að slökkviliðsstjóri mæti á fund bæjarráðs og fari nánar yfir starf slökkviliðsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Undir þessum lið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

    Á 40. fundi markaðs- og menningarnefndar lagði forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar að ljósmyndir í eigu Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar yrðu færðar Ljósmyndasafni Siglufjarðar til varðveislu. Nefndin samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti og vísaði henni til bæjarráðs.

    Bæjarráð óskar eftir að fá forstöðumann bókasafnsins og fulltrúa Síldarminjasafnsins
    á næsta fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék undir þessum lið.

    Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Lögð fram til kynningar stefnumótun fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar sem unnin var af deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og forstöðumanni Bókasafns Fjallabyggðar. Stefnumótunin er unnin út frá drögum að nýrri reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna. Stefnumótunin tekur til þriggja ára, 2018-2021 og nær til safnkosts, húsnæðis, mannauðs og búnaðar.

    Bæjarráð þakkar fyrir vel unna vinnu.

    Málið verður aftur tekið fyrir á fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar vegna kaupa á ýmsum búnaði. Óskað er eftir styrk að upphæð 200.000 kr.

    Ekki náðist að senda inn umsókn fyrir gerð fjárhagsáætlunar árið 2018 vegna óvissu um húsnæðismál félagsins. Úr því hefur verið bætt í samstarfi við Fjallabyggð. Bæjarráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð 200.000 kr og vísar upphæðinni til viðauka.
    Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Lögð fram til kynningar tilkynning frá Þjóðskrá Íslands vegna breytinga á skráningu námsmanna á Norðurlöndunum á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar. Umræddir námsmenn þurfa nú að sækja um það rafrænt á vef Þjóðskrár að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar. Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna Eyþings þar sem tilkynnt er um fundi sveitarstjórnarmanna með þingmönnum Norðausturkjördæmis í kjördæmaviku. Fundur þingmanna með sveitarstjórnarmönnum á Eyjafjarðarsvæðinu verður haldinn miðvikudaginn 14. febrúar kl. 13 á Hótel KEA á Akureyri. Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Tekið fyrir erindi frá Hirti Hjartarsyni félagsmálastjóra Fjallabyggðar þar sem hann óskar eftir fjárheimild til að mæta kostnaði við að halda vorfund Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi 3.-4. maí næstkomandi. Samtökin héldu síðast fund sinn í Fjallabyggð árið 2001. Áætlaður kostnaður er 250.000 kr.

    Bæjarráð samþykkir að veita félagsmálastjóra fjárheimild að upphæð 250.000 kr. og vísar kostnaðinum til viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

    Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um skipan starfshóps sem á að greina möguleika og gera tillögur um uppfærslur á raforkuflutningskerfi í dreifbýli með áherslu á þrífösun rafmagns. Er óskað eftir upplýsingum frá sveitarstjórnum í landinu um hvar sé mest og brýnust þörf fyrir tengingu við þriggja fasa rafmagn í viðkomandi sveitarfélagi og til hvaða starfsemi.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 9. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 302. fundar stjórnar Eyþings sem haldinn var 26. janúar 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 542. fundur - 13. febrúar 2018 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 40. fundar markaðs- og menningarnefndar, 7. fundar skólanefndar Tónskólans á Tröllaskaga og 1. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags í Fjallabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 542. fundar bæjarráðs staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 31. janúar 2018

Málsnúmer 1801010FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 31. janúar 2018 Jónína Magnúsdóttir skólastjóri sat undir þessum lið. Skólastjóri fór yfir niðurstöður eineltiskönnunar Olweusáætlunarinnar sem lögð var fyrir nemendur í 5.-10.bekk í lok nóvember 2017. Niðurstöður gefa til kynna að einelti í Grunnskóla Fjallabyggðar er undir landsmeðaltali. Það mælist 4,9% í Grunnskóla Fjallabyggðar en 6,3% á landsvísu. Samkvæmt könnuninni er líðan nemenda betri en í könnun 2016, þeir eru vinafleiri og minna einelti mælist. Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.2 1801084 Skólahreysti 2018
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 31. janúar 2018 Grunnskóli Fjallabyggðar hefur tekið þátt í Skólahreysti frá því hann var stofnaður. Norðurlandsundankeppnin fer fram á Akureyri í mars. Innanskólakeppni í Skólahreysti í Grunnskóla Fjallabyggðar fer fram n. k. föstudag 2. febrúar.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að gefa viðurkenningu í formi gjafabréfs fyrir 3ja mánaða líkamsræktarkorti fyrir fyrsta sætið í hraðabrautinni, hreystigreip og armbeygjum og einnig dýfum og upphífingum. Um er að ræða fjórar viðurkenningar alls. Kortin verða gefin út á nafn þess sem viðurkenninguna hlýtur.
    Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að þessi viðurkenning verði árleg. Viðurkenningar þessar rúmast á fjárhagsáætlun 2018, í liðnum Styrkir og framlög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 31. janúar 2018 Haukur Sigurðsson forstöðumaður mætti á fundinn og fór yfir vinnu sem farið hefur fram í líkamsræktarstöðvunum í báðum byggðarkjörnum. Tekið hefur verið til, tækjum skipt út eða þeim fækkað.

    Kraftlyftingarfélag Ólafsfjarðar mun fá æfingaraðstöðu í líkamsræktarstöðinni í Ólafsfirði og á næstunni munu þeir hefja starfsemi sína í líkamsræktarstöðinni.

    Ákveðið hefur verið að bjóða upp á þrjá fría daga í líkamsræktarstöðvunum og bjóða upp á leiðsögn afmarkaðan tíma á þessum dögum. Frí opnun og leiðsögn verður auglýst á næstunni.

    Reglur um afslátt til aðildafélaga á líkamsræktarkortum hafa verið birtar á heimasíðu Fjallabyggðar og þar er einnig umsóknareyðublað fyrir aðildarfélög. Þá hefur Viðauki við gjaldskrá íþróttamiðstöðva verið endurútgefinn á heimasíðu Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 31. janúar 2018 Undir þessum lið sat Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar.

    Fræðslu- og frístundanefnd lagði til í október að farið yrði í vinnu við eflingu starfsanda og ráðgjöf til stjórnenda.
    Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála upplýsti nefndina um þá vinnu sem er að fara af stað á næstu vikum.

    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.5 1703092 Trúnaðarmál
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 31. janúar 2018 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 1. fundur - 6. febrúar 2018

Málsnúmer 1802012FVakta málsnúmer

  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 1. fundur - 6. febrúar 2018 Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála bauð fundarmenn velkomna til fyrsta fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags.

    Farið var yfir kynningu á Heilsueflandi samfélagi frá Landlæknisembættinu.

    Formleg umsókn til Landlæknisembættisins um aðild Fjallabyggðar að verkefninu Heilsueflandi samfélag var fyllt út og verður send embættinu á næstu dögum. Tengiliður samfélagsins við Embætti landlæknis er Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístundar- og menningarmála.

    Umsókn fyrir verkefnið inn í Lýðheilsusjóð fyrir árið 2018 var send í lok október 2017.

    Framundan er vinna stýrihóps við þarfagreiningu í samfélaginu.

    Að tilefni að umsókn sveitarfélagsins að Heilsueflandi samfélagi verða á næstu dögum auglýstir frídagar í líkamsræktum sveitarfélagsins og leiðsögn í notkun líkamsræktartækja. Íbúar eru hvattir til að nýta sér opnunina.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 1. fundar Stýrihóps um Heilsueflandi samfélags staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Skólanefnd TÁT - 7. fundur - 6. febrúar 2018

Málsnúmer 1802010FVakta málsnúmer

  • 6.1 1801088 Ársuppgjör TÁT 2017
    Skólanefnd TÁT - 7. fundur - 6. febrúar 2018 Bókfærð fjárhagsstaða TÁT 31.desember 2017 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.2 1801089 Bifreiðamál TÁT, afnot og rekstur
    Skólanefnd TÁT - 7. fundur - 6. febrúar 2018 Bifreiðamál TÁT er til skoðunar. Núverandi bifreið er kostnaðarsöm í rekstri, óhagkvæm og viðhaldsfrek. Verið er að skoða rekstrarleigu á tveimur bílum. Áætlað að leiga og rekstur slíkra bíla sé mun hagstæðari en núverandi rekstur bifreiðar og kostnaður við akstur á starfsmannabílum. Hlyni Sigursveinssyni sviðsstjóra og Magnúsi Ólafssyni skólastjóra falið að vinna málið áfram og skila tillögu til nefndarinnar sem vísar tillögunni áfram til Byggðarráðs Dalvíkur og Bæjarráðs Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.3 1801097 Frístund í Fjallabyggð. Samstarf við GF og íþróttafélög.
    Skólanefnd TÁT - 7. fundur - 6. febrúar 2018 Skólastjóri sagði frá samstarfi við Grunnskóla Fjallabyggðar og íþróttafélögin í Fjallabyggð um samþættingu skóla- og frístundastarfs, svo kallaða Frístund. TÁT býður upp á fría hóptíma 4x í viku í Frístund og nemendur TÁT geta sótt kennslu á þeim tíma sem Frístund er. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.4 1801090 Starfsmannamál TÁT
    Skólanefnd TÁT - 7. fundur - 6. febrúar 2018 Skólastjóri fór yfir stöður og starfsmannamál TÁT. Við skólann starfa 15 kennarar í 11,3 stöðugildum. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.5 1801098 Samræmdar verklagsreglur TÁT
    Skólanefnd TÁT - 7. fundur - 6. febrúar 2018 Samræmdar verklagsreglur sem samþykktar voru á kennarafundi TÁT mánudaginn 5.febrúar 2018 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.6 1801091 Starfsemi TÁT á vorönn 2018
    Skólanefnd TÁT - 7. fundur - 6. febrúar 2018 205 nemendur hófu nám við TÁT á haustönn en 195 eru skráðir nemendur við skólann á vorönn 2018, þar af eru 30 nemendur skráðir í nám á fleiri en eitt hljóðfæri. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 6.7 1801095 Nótan 2018, uppskeruhátið í Hofi.
    Skólanefnd TÁT - 7. fundur - 6. febrúar 2018 Kennarar TÁT velja atriði sem send eru í Nótuna. Í dag 6. febrúar fer fram undankeppni TÁT þar sem valin verða tónlistaratriði sem fara á svæðistónleika í Hofi n.k. föstudag. Lokahátíð Nótunnar verður haldin í Hörpu 4. mars 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar skólanefndar TÁT staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 40

Málsnúmer 1802013FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 7. febrúar 2018 Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

    Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar kynnti stefnumótun fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar. Forstöðumaður og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála unnu stefnumótunina.

    Stefnumótunin er unnin út frá drögum að nýrri reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna í þeim tilgangi að tryggja örugga meðferð og frágang skjala í varðveislu héraðsskjalasafns.

    Stefnumótunin tekur til þriggja ára, 2018-2021 og nær til safnkosts, húsnæðis, mannauðs og búnaðar.

    Markaðs- og menningarnefnd fagnar því að stefnumótun skuli vera lokið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 7. febrúar 2018 Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

    Nokkuð af ljósmyndum eru í eigu Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar. Sökum aðstöðuleysis á safninu leggur forstöðumaður til að þær verði afhentar Ljósmyndasafni Siglufjarðar til varðveislu. Nefndin samþykkir tillögu forstöðumanns fyrir sitt leyti og beinir henni til bæjarráðs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 7. febrúar 2018 Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

    Forstöðumaður fór yfir tölur yfir fjölda ferðamanna sem komu á upplýsingamiðstöðvar sveitarfélagsins árið 2017. Samtals komu 3805 ferðamenn af a.m.k. 42 þjóðernum í upplýsingamiðstöðina á Siglufirði og 435 ferðamenn af a.m.k. 28 þjóðernum í uppýsingamiðstöðina í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 7. febrúar 2018 Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar, Hrönn Hafþórsdóttir, sat undir þessum lið.

    Forstöðumaður fór yfir gestakomur á Bókasafn Fjallabyggðar árið 2017. Gestir á bókasafnið í Ólafsfirði voru 3530 og á safnið á Siglufirði komu 7693 eða 11223 gestir alls.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 7. febrúar 2018 Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu undirbúnings fyrir Norrænu strandmenningarhátíðina sem haldin verður á Siglufirði 4.-8.júlí nk.
    Stýrihópur hátíðarinnar fundar á 1-2.vikna fresti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 40. fundur - 7. febrúar 2018 Fundargerð síðasta fundar afmælisnefndar fyrir 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024, breyting

Málsnúmer 1801053Vakta málsnúmer

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur unnið skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, umfangi og áherslum umhverfismats áætlunarinnar og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Svæðisskipulagsnefnd leggur lýsinguna fram til samþykktar sveitarstjórna allra sveitarfélaga á skipulagssvæðinu. Lýsingin verður síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta.

Málið hefur verið tekið fyrir í skipulags og umhverfisnefnd, nefndin gerði engar athugasemdir.

Bæjarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna með 7 atkvæðum.

9.Samningur um 17. júní 2018

Málsnúmer 1802003Vakta málsnúmer

Jón Valgeir vék undir þessum lið af fundi.

Bæjarstjórn samþykkir með áorðnum breytingum drög af samningi við MOFSÓ til þriggja ára um 17.júní með 6 atkvæðum og vísar viðbótarkostnaði að upphæð kr. 400.000 til viðauka við fjárhagsáætlun 2018.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Fundi slitið - kl. 18:00.