Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 1. fundur - 6. febrúar 2018
Málsnúmer 1802012F
Vakta málsnúmer
-
Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 1. fundur - 6. febrúar 2018
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála bauð fundarmenn velkomna til fyrsta fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags.
Farið var yfir kynningu á Heilsueflandi samfélagi frá Landlæknisembættinu.
Formleg umsókn til Landlæknisembættisins um aðild Fjallabyggðar að verkefninu Heilsueflandi samfélag var fyllt út og verður send embættinu á næstu dögum. Tengiliður samfélagsins við Embætti landlæknis er Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístundar- og menningarmála.
Umsókn fyrir verkefnið inn í Lýðheilsusjóð fyrir árið 2018 var send í lok október 2017.
Framundan er vinna stýrihóps við þarfagreiningu í samfélaginu.
Að tilefni að umsókn sveitarfélagsins að Heilsueflandi samfélagi verða á næstu dögum auglýstir frídagar í líkamsræktum sveitarfélagsins og leiðsögn í notkun líkamsræktartækja. Íbúar eru hvattir til að nýta sér opnunina.
Bókun fundar
Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 1. fundar Stýrihóps um Heilsueflandi samfélags staðfest á 156. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.