Samningur um 17. júní 2018

Málsnúmer 1802003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 541. fundur - 06.02.2018

Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.

Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningamála.

Á fundinn mættu Eggert Friðriksson, formaður Menningar- og fræðslunefndar slökkviliðsins í Ólafsfirði og Halldór Guðmundsson. Umsjón með hátíðarhöldum á 17. júní hefur verið í höndum nefndarinnar undanfarin ár.

Farið var yfir drög að nýjum samningi.

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.


Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 156. fundur - 14.02.2018

Jón Valgeir vék undir þessum lið af fundi.

Bæjarstjórn samþykkir með áorðnum breytingum drög af samningi við MOFSÓ til þriggja ára um 17.júní með 6 atkvæðum og vísar viðbótarkostnaði að upphæð kr. 400.000 til viðauka við fjárhagsáætlun 2018.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.