Bæjarráð Fjallabyggðar

392. fundur 11. maí 2015 kl. 12:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson varaáheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Ýmis mál sem tengjast KF

Málsnúmer 1503067Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigurðsson.
Farið var yfir drög að þjónustu og rekstrarsamningi við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir samantekt á beinum og óbeinum styrkjum miðað við fjárhagsáætlun 2015, áður en samningur verður afgreiddur.

2.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1505023Vakta málsnúmer

Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

3.Kauptilboð - Bylgjubyggð 55 Ólafsfirði

Málsnúmer 1504066Vakta málsnúmer

Á 390. fundi bæjarráðs, 28. apríl 2014, var lagt fram kauptilboð í Bylgjubyggð 55, Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkti að gera tilboðsgjafa gagntilboð.

Jafnframt samþykkti bæjarráð að veita deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála umboð til að ganga frá sölunni á þeim forsendum sem fram komu á fundinum.
Nú lagt fram samþykkt kauptilboð m. fv. um samþykki bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tilboðið.

4.Síldarævintýri 2015

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Á 15. fundi markaðs- og menningarnefndar var samningur við Félag um Síldarævintýri á Siglufirði lagður fram til kynningar.
Markaðs- og menningarnefnd gerði ekki athugasemdir við samninginn og leggur til við bæjarráð að hann verði samþykktur.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

5.Málefni Fjallabyggðar og Norðurorku

Málsnúmer 1505020Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dagsett 6. maí 2015, vegna fundar sem hann ásamt deildarstjóra tæknideildar átti með forsvarsmönnum Norðurorku er varðaði:
Skeggjabrekku og Golfklúbb Ólafsfjarðar,
heitt vatn í sundlaugar og
umsókn Norlandia á Ólafsfirði um að fá að bora fyrir heitu vatni.

Bæjarráð óskar eftir því að stjórn Golfklúbbs Ólafsfjarðar veiti umsögn um samkomulag við Norðurorku.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda erindi til stjórna Norðurorku og Rarik vegna lækkunar á verði heits vatns í sundlaugar bæjarfélagsins.

6.Trúnaðarmál - Atvinnumál

Málsnúmer 1504064Vakta málsnúmer

Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

7.Aðalfundur Málræktarsjóðs 12.júní 2015

Málsnúmer 1505015Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Málræktarsjóðs 12. júní n.k. í Reykjavík.

Fjallabyggð hyggst ekki nýta sér þann rétt að tilnefna aðalfulltrúa.

8.Lóð undir sjálfsafgreiðslustöð á Siglufirði

Málsnúmer 1310025Vakta málsnúmer

Í erindi Skeljungs, frá 28. apríl 2015, kemur fram að félaginu hugnist ekki sú staðsetning sem stungið var upp á og óskað eftir fundi með fulltrúum Fjallabyggðar vegna málsins.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða fulltrúa Skeljungs á fund.

9.Samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi

Málsnúmer 1502013Vakta málsnúmer

Í tengslum við drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi fer verkefnisstjórn þess á leit við þær sveitarstjórnir sem hlut eiga að máli að þær taki svæðisáætlunardrögin til umfjöllunar og samþykki að fela verkefnisstjórn að auglýsa áætlunina fyrir hönd sveitarstjórna.
Jafnframt verði verkefnisstjórninni falið að taka við athugasemdum sem berast á umsagnartíma, vinni úr þeim og rökstyðji afgreiðslu þeirra og sendi síðan endanlega tillögu að svæðisáætlun með áorðnum breytingum, til sveitarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir ofangreindan hátt á afgreiðslu málsins.

10.361. mál til umsagnar

Málsnúmer 1505025Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 361. mál.

Bæjarráð leggur áherslu á að skipan skipulags- og mannvirkjamála á Reykjavíkurflugvelli verði í höndum innanríkisráðherra eins og fram kemur í frumvarpinu.
Með þeim hætti verði hagsmunir landsbyggðarinnar best tryggðir.

11.696. mál til umsagnar

Málsnúmer 1504074Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis, frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala), 696. mál.

12.703. mál til umsagnar

Málsnúmer 1505011Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, 703. mál.

13.355. mál til umsagnar

Málsnúmer 1505029Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frá Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, tillögur til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma, 355. mál.

14.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. - 2015

Málsnúmer 1504070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf. 12. maí n.k. í Reykjavík ásamt ársreikningi félagsins og núgildandi samþykktum.

15.Ársfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar 2015

Málsnúmer 1504054Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur, frá 6. maí 2015, þar sem framkvæmdastjóri SÍMEY leggur fram hugmynd að fyrirkomulagi stjórnarkjörs á ársfundi n.k. miðvikudag 13. maí nk.
Borist hafa tilnefningar frá Fjallabyggð annars vegar og Eyjafjarðarsveit hins vegar, eða tvær tilnefningar í hvort sæti.

Bæjarráð samþykkir framkomna hugmynd.

16.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra - 2015

Málsnúmer 1501021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 29. apríl 2015.

17.Fundargerðir stjórnar Hornbrekku - 2015

Málsnúmer 1502133Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hornbrekku, 4. og 5. fundar 2015.

18.Atvinnumálanefnd - 9. fundur - 6. maí 2015

Málsnúmer 1505001FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

19.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 183. fundur - 6. maí 2015

Málsnúmer 1505002FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

20.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 7. maí

Málsnúmer 1505004FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.