Atvinnumálanefnd - 9. fundur - 6. maí 2015
Málsnúmer 1505001F
Vakta málsnúmer
.1
1501053
Fyrirtækjaheimsóknir
Atvinnumálanefnd - 9. fundur - 6. maí 2015
Fundurinn hófst á heimsókn til Rauðku ehf. Nefndin þakkar forsvarsmönnum Rauðku fyrir góða kynningu á starfsemi fyrirtækisins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 9. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
.2
1505008
Kynning á Búseta
Atvinnumálanefnd - 9. fundur - 6. maí 2015
Á fundinn mætti Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi. Kynnti hann starfsemi félagsins og einnig kynnti hann samráð um mótun húsnæðisstefnu 2013 - 2014 og tillögur verkefnisstjórnar frá 6. maí 2014. Nefndin þakkar Benedikt fyrir góða kynningu og gagnlegar umræður. Nefndin leggur til við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við AFE um að gerð verði heildargreining á húsnæðisþörf í Fjallabyggð og nágrannasveitarfélögum sbr. lög nr. 44/1998 13. 14. grein um húsnæðisnefndir.
Bókun fundar
Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir, Gunnar Ingi Birgisson, Kristjana R. Sveinsdóttir og Ásgeir Logi Ásgeirsson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að formaður bæjarráðs taki upp viðræður við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um húsnæðismál á svæðinu.
.3
1410062
Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
Atvinnumálanefnd - 9. fundur - 6. maí 2015
Dómnefnd um verkefnið Ræsing í Fjallabyggð, sem er samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð, hefur metið þær 13 umsóknir sem bárust í keppnina og valið úr þeim sex til frekari þróunar. Verkefnin sem valin voru til áframhaldandi þátttöku voru:
- Áfalla og streitumiðstöð. Umsækjandi Sigrún Sigurðardóttir, lektor.
- Beint frá báti. Umsækjandi Vigfús Rúnarsson, nemi.
- Ferða og frístundaþjónusta Fjallabyggðar. Umsækjandi Jón Ólafur Björgvinsson, frístundafræðingur.
- Jarðskjálfta- og norðurljósamiðstöð á Tröllaskaga. Umsækjandi Ármann Viðar Sigurðsson, byggingartæknifræðingur.
- Kláfur á Múlakollu. Umsækjandi Halldór Jóhannsson, viðskiptafræðingur.
- Farþegaferja - Fólksflutningar á milli Ólafsfjarðar og Grímseyjar. Umsækjandi Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir, viðskiptafræðingur.
Þátttakendur fá 12 vikur til að vinna viðskiptaáætlun og fá á þeim á tíma stuðning og handleiðslu verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Atvinnumálanefnd fagnar framkomnum hugmyndum/verkefnum og óskar umsækjendum til hamingju með fjölbreyttar og spennandi hugmyndir.
Bókun fundar
Afgreiðsla 9. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
.4
1407005
Fundagerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2014
Atvinnumálanefnd - 9. fundur - 6. maí 2015
Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 173 - 179 lagðar fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 9. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.