Bæjarráð Fjallabyggðar

333. fundur 25. febrúar 2014 kl. 16:00 - 19:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Tjarnarborg - frágangur í bókhaldi bæjarfélagsins

Málsnúmer 1402030Vakta málsnúmer

Endurskoðendur leggja fram minnisblað er varðar Tjarnarborg sf.

Fram koma tvær tillögur um slit á félaginu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farin verði hefðbundin leið skv. lögum nr. 50/2007 um sameignarfélög.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa málið fyrir fund bæjarstjórnar í apríl.

2.Fulltrúafjöldi í bæjarstjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1402063Vakta málsnúmer

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera breytingar á samþykktum bæjarfélagsins er varðar fjölda fulltrúa í bæjarstjórn Fjallabyggðar.

Málið verður tekið til afgreiðslu á seinni fundi bæjarstjórnar í mars.

3.Upplýsingaskjáir

Málsnúmer 1402064Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um fyrirhuguð kaup á upplýsingaskjám fyrir báða bæjarkjarna Fjallabyggðar. Áætlaður kostnaður er um 1.1 m.kr.

Um er að ræða kaup á 42" Nec skjá með netspilara, gólfstandi og tiny - tölvum.

Búnaði þessum verður komið upp í Tjarnarborg og í bókasafni bæjarfélagsins á Siglufirði.

Skjáfletinum er hægt að skipta upp á ýmsa vegu, til að setja fram upplýsingar til bæjarbúa og gesta.

Lagt fram til kynningar.

4.Bókasafn Fjallabyggðar, Ólafsfirði - endurbætur

Málsnúmer 1401133Vakta málsnúmer

Farið var yfir endurbætur á fyrirhuguðu bókasafni og þjónustumiðstöð að Ólafsvegi 4 Ólafsfirði.
Fram komnar hugmyndir ræddar og er ætlunin að leggja fram tillögu á næsta fundi bæjarráðs er varðar framkvæmdina.

Lagt fram til kynningar.

5.Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar - ósk um aukafjárveitingu

Málsnúmer 1402068Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk um aukafjárveitingu til kaupa á búnaði fyrir héraðsskjalasafnið. Áætlaður kostnaður er um þrjúhundruð þúsund krónur.

Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsáætlun 2014 - viðhald gatna og gangstétta

Málsnúmer 1402065Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um viðhald gatna og gangstétta sem ráðast þarf í á næstu árum.

Ætlunin er að leggja fram viðaukatillögu er þetta mál varðar á næsta fundi bæjarráðs í ljósi útkomu bæjarfélagsins á síðasta ári.

7.Skipulagsskrá fyrir dvalar- og hjúkrunarheimilið Hornbrekku - drög

Málsnúmer 1310036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

8.Til umsagnar - Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli

Málsnúmer 1402061Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Flugvöllur Siglufirði

Málsnúmer 1402062Vakta málsnúmer

Tölvupóstur frá Hjördísi Þórhallsdóttur flugvallarstjóra á Akureyrarflugvelli, lagður fram til kynningar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort og með hvaða hætti bæjarfélagið geti tekið við umræddum eignum sem eru flugvöllur, flughlað og byggingar.

10.Þjónustusamningur, Bókasafn Fjallabyggðar - Menntaskólinn á Tröllaskaga

Málsnúmer 1402058Vakta málsnúmer

Lagður fram undirritaður þjónustusamningur Bókasafns Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga.

11.Bóka og Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar á Siglufirði

Málsnúmer 1402067Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar, áform um að skoða aðbúnað og húsnæði fyrir Hérðaðskjalasafn Fjallabyggðar á miðhæð í ráðhúsi á Siglufirði.

 

Fundi slitið - kl. 19:00.