Bókasafn Fjallabyggðar, Ólafsfirði - endurbætur

Málsnúmer 1401133

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 03.02.2014

Lagðar fram til kynningar tillögur um endurbætur á Bókasafni Fjallabyggðar í Ólafsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 331. fundur - 04.02.2014

Lagðar fram til kynningar hugmyndir um endurbætur á Ólafsvegi 4.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 333. fundur - 25.02.2014

Farið var yfir endurbætur á fyrirhuguðu bókasafni og þjónustumiðstöð að Ólafsvegi 4 Ólafsfirði.
Fram komnar hugmyndir ræddar og er ætlunin að leggja fram tillögu á næsta fundi bæjarráðs er varðar framkvæmdina.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 338. fundur - 29.04.2014

Lagðar fram fundargerðir vegna breytinga á húsnæði bókasafnsins í Ólafsfirði og framtíðar hugmyndir um lagfæringar á bóka- og héraðsskjalasafni á Siglufirði.

Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 166. fundur - 30.04.2014

Fjallabyggð sækir um byggingarleyfi fyrir Ólafsveg 4 samkvæmt meðfylgjandi teikningum en áætlaðar breytingar stuðla að því að hægt verði að nýta húsnæðið undir bókasafn.

 

Búið er að grenndarkynna framkvæmdina nálægum lóðarhöfum og fá samþykki þeirra fyrir breytingunum.

 

Erindi samþykkt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 343. fundur - 10.06.2014

Ráðgert var að opna tilboð í breytingar á Ólafsvegi 4 þann 4. júní s.l., en engin tilboð bárust.

Tveir sóttu útboðsgögn en skiluðu ekki inn tilboðum.

Bæjarráð telur rétt að auglýsa útboðið aftur um miðjan júlí n.k með verktíma frá ágúst fram til áramóta í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun bæjarstjórnar.

Bæjarráð leggur áherslu á að bæjarfélagið haldi uppi þjónustu við íbúa Ólafsfjarðar að Ólafsvegi 4 þar til í framkvæmdir verður ráðist.

Afgreiðslutími verði auglýstur og er lögð áhersla á að deildarstjórar bæjarfélagsins sem og bæjarstjóri hafi þar fasta auglýsta viðveru.

Stefnt er að því að nýtt bókasafn verði þar með opnað 1. janúar 2015.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur - 08.07.2014

Á fundi bæjarráðs þann 24. júní kom fram að verið væri að íhuga með hvaða hætti hægt væri að koma við eðlilegri þjónustu við íbúa Ólafsfjarðar er varðar bókasafn og almenna þjónustu bæjarfélagsins. Umræðan er tilkomin vegna ákvörðunar f.v. bæjarráðs sjá 343. fund frá 10. júní 2014 um að fresta framkvæmdum og þar með opnun á Ólafsvegi 4.

Í bókuninni kemur fram að stefnt er að opnun 1. janúar 2015.
Fram kom einnig að bæjarstjóri hefur rætt við forstöðumann bókasafnsins um hugmyndir að lausn á þessum vanda.

Álit forstöðumanns og deildarstjóra tæknideildar liggur nú fyrir, sjá bréf frá 4. júlí 2014. Þar kemur fram m.a. að núverandi húsnæði að Ólafsvegi 4 henti ágætlega og mun betur en eldra húsnæði bókasafnsins að Aðalgötu 15, Ólafsfirði. Meira rými er á Ólafsvegi 4 en á gamla staðnum og verður þetta bylting fyrir gesti safnsins. Forstöðumaðurinn leggur áherslu á neðantalda þætti í rekstrinum.

1. Aðalútlánadeild, þar sem væru skáldsögur og ævisögur.

2. Barnadeild.

3. Deild fyrir tímarit og fræðibækur.

4. Þjónusta við íbúa er varðar málefni bæjarfélagsins.


Deildarstjóri tæknideildar hefur tekið saman áætlaðan kostnað við lagfæringar og er það mat hans að kostnaðurinn yrði um 1,1 m.kr.

Búið er að fjárfesta í búnaði og hillum fyrir 3000 bókatitla og er áætlaður kostnaður um 2,0 m.kr. Búnaðurinn verður kominn til Fjallabyggðar um næstu mánaðarmót.

Hönnunarkostnaður við breytingar sem og útboðsgögn á húsnæðinu nemur nú um 4,65 m.kr.

Bæjarstjóri lagði fram vinnuskjal er varðar hugmyndir meirihluta bæjarráðs.


Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu að bókasafn og þjónustumiðstöð verði opnuð að Ólafsvegi 4 um miðjan ágúst.
S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá.


Með þessari ákvörðun er ekki verið að hætta við fyrirhugaðar framkvæmdir við Ólafsveg 4 þ.e. stækkun hússins, en þeim framkvæmdum er slegið á frest og verður málið tekið til umræðu og afgreiðslu í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2015.

S. Guðrún Hauksdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarráð samþykkir að útboð vegna framkvæmda við viðbyggingu að Ólafsvegi 4, Ólafsfirði, verði auglýst aftur með rýmri verktíma sem miðast við verklok 31. desember 2014".

Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði S. Guðrúnar Hauksdóttur.

S. Guðrún Hauksdóttir lagði fram eftirfarandi bókun.
”Undirrituð leggur þunga áherslu á að framkvæmdir við breytingar og viðbyggingu við Ólafsveg 4 hefjist sem fyrst í samræmi við samhljóða ákvörðun bæjarstjórnar þann 9. apríl s.l. um framtíðarhúsnæði bókasafnsins í Ólafsfirði og þjónustu og upplýsingamiðstöð fyrir íbúa. Gert hefur verið ráð fyrir fjármagni til framkvæmdanna á þessu ári.
Því tel ég nauðsynlegt að allra leiða verði leitað til að hefja framkvæmdir við varanlega lausn sem fyrst.“

Steinunn María Sveinsdóttir og Kristinn Kristjánsson lögðu fram eftirfarandi bókun.
”Lögð er áhersla á að hér er verið að fresta umfangsmiklum breytingum á umræddu húsnæði og aðkomu þ.e. að Ólafsvegi 4 en í staðinn er verið að opna þjónustu eftir sumarlokun á bókasafninu og tryggja opnun á almennri þjónustu við íbúa Ólafsfjarðar strax í haust. Framtíðarlausn á bókasafni og þjónustumiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði verði tekin til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015“