Bæjarráð Fjallabyggðar

312. fundur 25. september 2013 kl. 08:00 - 10:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1309045Vakta málsnúmer

Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 19. september 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Indíönu G. Eybergsdóttir, kt. 020960-4349, um útgáfu rekstrarleyfis vegna reksturs gististaðar að Suðurgötu 24a, Siglufirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.

2.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1307007Vakta málsnúmer

Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 2. júlí 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Sigurbjörns Pálssonar, kt. 310742-2609, um útgáfu rekstrarleyfis vegna reksturs gististaðar að Lindargötu 9b, Siglufirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.

3.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1306077Vakta málsnúmer

Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 28. júní 2013, er þess farið á leit við Fjallabyggð, að það veiti skriflega umsögn um umsókn Elísabetar Árnadóttur, kt. 020367-3269 um útgáfu rekstrarleyfis, vegna reksturs gististaðar að Hólavegi 8, Siglufirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.

4.Minnisblað vegna skipulags útivistarsvæða í Hóls- og Skarðsdal

Málsnúmer 1202066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar undirritað samkomulag/samningur, af hálfu Fjallabyggðar við Hestamannafélagið Glæsir um bætur vegna innköllunar á 10,8 hektara svæðis sem Glæsir hafi samkvæmt samningi dagsettum 25. maí 2009.

5.Opnun tilboða í snjómokstur og hálkuvarnir 2013-2015

Málsnúmer 1308055Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna opunar tilboða í snjómokstur í Fjallabyggð 2013-2015 2. september s.l.. Bjóðendur voru eftirtaldir:
Bás ehf
Sölvi Sölvason
Árni Helgason ehf
Smári ehf
Magnús Þorgeirsson og
Einar Ámundason

Lagt er til að samið verði við eftirfarandi verktaka:
Bás ehf mokstur á Siglufirði.
Árni Helgason ehf mokstur á Ólafsfirði, stórar vinnuvélar.
Magnús Þorgeirsson mokstur á Ólafsfirði, traktorsgrafa.
Smári ehf mokstur á Ólafsfirði, Smávél, vörubifreið v. snjóflutnings og jarðýta.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga samkvæmt tillögu.

6.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1303056Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að tilfærslu innan fjárhagsáætlunar 2013, sem hefur ekki áhrif á heildarniðurstöðu reksturs.


a. Innri leiga, hærri tekjur eignasjóðs að upphæð 16,84 millj. á móti hærri kostnaði á málaflokka aðalsjóðs um sömu upphæð.

b. Tilfærsla á fjárhagslið sérfr.þjónustu innan leikskóla á launaliði.  
Þar sem hluti af áætlaðri sérfræðiþjónustu er skipulagður með beinni ráðningu starfsmanns er lögð til lækkun á fjárhagsáætlun fyrir sérfr. þjónustu um 1,81 millj.  
Launaliðir hækki samtals um sömu tölu.
Laun 1,46 millj., tr.gjald  0,125 millj. og lt.gjöld  0,225 millj.


Bæjarráð samþykkir tillöguna.

7.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 1309044Vakta málsnúmer

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn 2. október n.k. og samþykkir bæjarráð að bæjarstjóri sæki fundinn f.h. Fjallabyggðar.

8.Fundagerðir stjórnar Hornbrekku 2013

Málsnúmer 1301027Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 11. september 2013.

 

9.Fundagerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 1301025Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. september 2013.

10.Fundargerð aðalfundar húsfélags Aðalgötu 46-58 Ólafsfirði

Málsnúmer 1309041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð húsfélagsins að Aðalgötu 46- 58 Ólafsfirði, sem haldinn var 7. september 2013.

11.Fundargerðir Leyningsáss ses - 2013

Málsnúmer 1309024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Leyningsáss frá 13. september 2013.

Fundi slitið - kl. 10:00.