Bæjarráð Fjallabyggðar

261. fundur 19. júní 2012 kl. 16:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Beiðni leikskólastjóra um að auka starfshlutfall umsjónarmanns sérkennslu úr 30% í 50% haust 2012.

Málsnúmer 1205077Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn skólastjóra leikskóla Fjallabyggðar frá 31. maí s.l. um að auka þurfi stöðugildi umsjónarmanns með sérkennslu við leikskóla Fjallabyggðar úr 30% starfshlutfalli í 50%.
Fræðslunefnd tók málið til skoðunar á 75. fundi sínum sem haldinn var 4.6.2012 og samþykkir framkomna beiðni en vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu. Nefndin leggur til að breytingin taki gildi frá og með 6. ágúst næstkomandi.

Áætlaður kostnaður á ársgrundvelli er um 966 þúsund krónur eða hækkun til áramóta um 408 þúsund krónur.

Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar.

2.Lokun á Aðalgötu Siglufirði yfir sumarið

Málsnúmer 1202099Vakta málsnúmer

79. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa tillögu atvinnu- og ferðamálanefndar um lokun á Aðalgötu á Siglufirði til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir helgarlokun frá kl. 16.00 á föstudegi fram á mánudagsmorgun og að tilraun þessi verði í sumar eða til mánudagsins 13. ágúst.

3.Uppsögn á norrænu samstarfi

Málsnúmer 1206012Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá sveitarfélaginu Horten í Noregi, en þar kemur fram að ákveðið hefur verið að draga sveitarfélagið úr vinabæjarsamstarfi sveitarfélaga á Norðurlöndum.

 

4.Vatnsvandamál Suðurgötu 58 og 60 (Höfn) á Siglufirði

Málsnúmer 1201102Vakta málsnúmer

Lögð fram álitsgerð um mögulega orsök vatnsaga við Suðurgötu 58 og 60 á Siglufirði.

Álitsgerðin eða skýrslan var unnin af Verkfræðistofu Siglufjarðar og er það ósk starfsmanna Ofanflóðasjóðs að málið verði rætt í bæjarráði áður en ráðist verði í framkvæmdir og lagfæringar.
Hlutur bæjarfélagsins er 10% á sömu kjörum og aðrar framkvæmdir við snjóflóðavarnir.

Bæjarráð samþykkir framkvæmdina og þátttöku í verkefninu.

5.Viðhald og rekstur á knattspyrnuvöllum sumarið 2012

Málsnúmer 1206040Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna viðhalds og reksturs á knattspyrnuvöllum.

Í bréfinu koma fram þrjár ábendingar og óskir um fjármagn.

1. Aukið viðhaldsfé vegna viðgerða á sjálfsskiptingu í vallarsláttuvél. Óskað er eftir kr. 500.000.-

2. Uppsetning á girðingum og auglýsingaskiltum á knattspyrnuvöllum bæjarfélagsins. Óskað er eftir kr. 500.000.-

3. Endurskoðun á rekstrarsamningi vegna hækkunar launa frá 1. júní 2011, sjá 13. grein samningsins. Hækkunin á samningi nemur kr. 400.000 tæpum.


Bæjarráð samþykkir 1. lið þ.e. aukið viðhaldsfé um kr. 500 þúsund og á móti lækki viðhaldsfé og tryggingarliðir skíðasvæða.


Bæjarráð vísar 2. lið til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.


Þar sem ekki var gert ráð fyrir lið 3 á fjárhagsáætlun samþykkir bæjarráð að hækka greiðslur samkvæmt 13. grein samningsins við gerð næstu fjárhagsáætlunar, enda hefði hækkunin ekki komið til útgreiðslu á þessu ári vegna ofgreiðslu á fyrra ári.

6.Vinnuskóli Fjallabyggðar sumarið 2012

Málsnúmer 1206041Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna mikillar aðsóknar nemenda, þá helst nemenda í elsta árgangi vinnuskólans. Miðað við fjölda, þá er ljóst að fjármagn sem áætlað var dugar ekki fyrir þær vikur sem ætlunin var að láta vinna í sumar. Ljóst er að frekara fjármagn er ekki til staðar og leggur íþrótta- og tómstundafulltrúi því til neðanritað:

"Til að að bregðast við miklum fjölda nemenda í vinnuskóla og þar með að fara ekki fram úr áætlun ársins er lagt til að:

·         Fækka um eina vinnuviku hjá 8. og 9. bekk (árgangur 1997 og 1998).

·        Ákvörðun um fækkun vinnustunda hjá 10. bekk er frestað, þar sem alltaf hefur orðið fækkun í fjölda þegar líður á sumarið.

Nokkrir flokksstjórar hafa lýst áhuga á að hætta aðeins fyrr en samningar gerðu ráð fyrir.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerir ráð fyrir að standast fjárhagsáætlun ársins.

Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur.

7.Fyrirmæli og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna frá þjóðskrá Íslands vegna forsetakosninga þann 30. júní 2012

Málsnúmer 1206042Vakta málsnúmer

Kjörskrárstofn og leiðbeiningar vegna forsetakosninga lagðar fram.
Á kjörskrá í Fjallabyggð 9. júní s.l. eru 1602, 820 karlar og 782 konur.
Jafnframt lagðar fram eftirfarandi upplýsingar frá yfirkjörstjórn Fjallabyggðar:
Við kjör til forseta Íslands, er fram fer 30. júní 2012, er skipting í kjördeildir í sveitarfélaginu Fjallabyggð sem hér segir:
Í kjördeild I í Ráðhúsi Siglufjarðar, 2. hæð kjósa íbúar Siglufjarðar. Kjörfundur hefst kl. 10:00.
Í kjördeild II að Ægisgötu 13 í Ólafsfirði (húsi Menntaskólans) kjósa íbúar Ólafsfjarðar. Kjörfundur hefst kl. 10:00.
Kjörfundi má slíta átta klukkustundum eftir að hann hefst, hafi hálf klukkustund liðið frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00.
Kjörskrár vegna kjörs forseta Íslands, sem fram fer 30. júní 2012, liggja frammi á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar að Gránugötu 24 og Ólafsvegi 4.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita framlagðar kjörskrár.

8.Dyravarsla á kjörstað í forsetakosningum

Málsnúmer 1205073Vakta málsnúmer

Formenn undirkjörstjórna komu fram með tillögu um dyravörslu á kjörstað.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomnar hugmyndir og felur þeim verkefnið.

9.Náttúruverndarnefndir sveitarfélaga

Málsnúmer 1205049Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar umhverfisfulltrúa Fjallabyggðar sem lagðir voru fram til umræðu á 127. fundi skipulags- og umhverfisnefndar í desember á s.l. ári.

14. maí sendir umhverfisfulltrúi minnispunkta sína á bæjarstjórnir Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar og hefur Dalvíkurbyggð svarað erindinu í bréfi dagsettu 24. maí s.l.

Þar kemur fram að bæjarráð Dalvíkurbyggðar vísar erindinu til umhverfisráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar telur rétt að fresta málinu til næsta fundar.

10.Málefni Leynings ses

Málsnúmer 1205071Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirtalin gögn.

1. Fundarboð stjórnar Leynings frá 7. júní 2012.

2. Fundargerðir frá 19. maí, 25. maí, 29. maí, 30. maí og 5. júní 2012 um golfvallarmál.

3. Fundargerðir frá 25.maí og 28. maí 2012 um skíðasvæðið í Skarðsdal.

4. Minnisblað við Vegagerðina, Birgi Guðmundsson svæðisstjóra.

5. Fundargerð stjórnar Leynings ses frá 7. júní 2012.

6. Frumkönnun á vörnum vegna snjóflóða við neðri enda T-skíðalyftu.

7. Auglýsing um opinn fund um framkvæmdir í Hólsdal sem haldinn var 9. júní 2012. 

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð telur rétt að benda á, að nafni fyrirtækisins hefur verið breytt í Leyningsás ses., sjá næsta dagskrárlið.

11.Málefni Leyningsáss ses.

Málsnúmer 1206038Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirtalin gögn.

1. Samþykktir fyrir Leyningsás ses.

2. Stofnfundargerð Leyningsáss ses.

3. Vottorð úr fyrirtækjaskrá.

4. Fundargerð vetraríþróttanefndar frá 15. júní 2012.
Lagt fram til kynningar.

 

12.Greið leið ehf. - Aðalfundur 2012

Málsnúmer 1206003Vakta málsnúmer

Aðalfundur var haldinn mánudaginn 18. júní sl. að Strandgötu 29 Akureyri.

Lagt fram til kynningar.

13.Launayfirlit - janúar - maí 2012

Málsnúmer 1206037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit yfir mánuðina janúar til og með maí. Niðurstaða er 0,5% yfir áætlun tímabilsins, eða 1,5 m.kr.

14.Snjóflóðavarnir í Siglufirði - staða framkvæmda

Málsnúmer 1106111Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirtalin gögn.

1. Bréf frá Skipulagsstofnun frá 1. júní 2012.

2. Auglýsing um opinn fund í ráðhúsi bæjarfélagsins fimmtudaginn 28. júní kl. 20.00.

Lagt fram til kynningar.

15.Þak grunnskólans í Ólafsfirði

Málsnúmer 1206017Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Verkfræðistofu Siglufjarðar sf. frá 7. júní 2012. 

Byggingarnefnd Grunnskólans hefur ákveðið að fara að tilmælum eftirlitsaðila um að skipta gamla þakinu út, þar sem það er lélegt. 

Lagt fram til kynningar.

 

16.Grunnskóli 2. áfangi opnun tilboða

Málsnúmer 1206018Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um tilboð og kostnaðaráætlun fyrir 2. og 3. áfanga við Grunnskóla Fjallabyggðar. 

Í 2. áfanga eru tilboð kr. 35.521.811, en áætlun hljóðar upp á kr. 36.342.015.

Í 3. áfanga eru tilboð kr. 6.186.209, en áætlun hljóðar upp á kr. 6.147.234. 

Með innréttingum er gert ráð fyrir að 2. og 3. áfangi verði um 60 m.kr. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra, fyrir næsta fund í bæjarráði, að setja upp heildarkostnað við verkið í samræmi við áætlanir bæjarstjórnar er varðar byggingarframkvæmdir við Grunnskóla Fjallabyggðar.

 

Fundi slitið - kl. 19:00.