Grunnskóli 2. áfangi opnun tilboða

Málsnúmer 1206018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 261. fundur - 19.06.2012

Lagðar fram upplýsingar um tilboð og kostnaðaráætlun fyrir 2. og 3. áfanga við Grunnskóla Fjallabyggðar. 

Í 2. áfanga eru tilboð kr. 35.521.811, en áætlun hljóðar upp á kr. 36.342.015.

Í 3. áfanga eru tilboð kr. 6.186.209, en áætlun hljóðar upp á kr. 6.147.234. 

Með innréttingum er gert ráð fyrir að 2. og 3. áfangi verði um 60 m.kr. 

Bæjarráð felur bæjarstjóra, fyrir næsta fund í bæjarráði, að setja upp heildarkostnað við verkið í samræmi við áætlanir bæjarstjórnar er varðar byggingarframkvæmdir við Grunnskóla Fjallabyggðar.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 262. fundur - 26.06.2012

Lagt fram minnisblað um samanburð á áætluðum heildarkostnaði við verkefnið og rauntölur.

Fram kemur að verkið fer 40 milljónir fram úr upphaflegri áætlun, sem er aðallega tilkomin vegna mikilla endurbóta á eldra húsnæði.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 265. fundur - 09.08.2012

Lagðar fram til kynningar fundargerðir verkfunda frá 16. júlí og 26. júlí 2012, vegna 2.-3. áfanga grunnskólans í Ólafsfirði.