Bæjarráð Fjallabyggðar

262. fundur 26. júní 2012 kl. 16:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Erindi Norlandia ehf.

Málsnúmer 1206061Vakta málsnúmer

Formaður bauð velkomna á fund bæjarráðs:
Ásgeir Loga Ásgeirsson, fulltrúa Norlandia ehf,
Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóra Heilbr.eftirlits Norðurlands vestra,
Val Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúa Fjallabyggðar
og Steinar Svavarsson, fulltrúa í Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra.

Farið var yfir stöðu Norlandia ehf varðandi lyktarmengun frá fyrirtækinu og þær aðgerðir sem farið hefur verið í og fyrirhugaðar eru, til að minnka lykt.  Fram kom hjá fulltrúa Norlandia að nýr óson hreinsibúnaður verði kominn í notkun á næstu dögum.
Starfsleyfi fyrirtækisins er til umfjöllunar hjá Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra.

2.Beiðni um rannsóknarstyrk - Rannsóknir 2012

Málsnúmer 1206070Vakta málsnúmer

Árið 2011 hófst rannsóknar- og nýsköpunarverkefnið "Eyðibýli á Íslandi" á vegum áhugamannafélags, en að því standa arkitektar, sagnfræðingar, jarðfræðingar og fleiri. Verkefnið er unnið í samráði við Húsafriðunarnefnd, Þjóðminjasafn Íslands, Fornleifavernd ríkisins, háskóla og söfn.

Nú er komið að Norðurlandi eystra og Vesturlandi. Óskað er eftir eitt hundrað þúsund króna styrk í verkefnið.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Beiðni um umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1206057Vakta málsnúmer

Þórir Kr. Þórisson sækir um rekstrarleyfi fyrir 580 slf. kt. 540612-1290 á grundvelli 11. gr.  laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald að Hávegi 5 og Hlíðarvegi 1 á Siglufirði.

Sótt er um rekstrarleyfi gististaða skv. II flokki 5.gr. laganna, en nánar tiltekið er um gistingu í íbúðum án veitinga.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn.

4.Beiðni um umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1206058Vakta málsnúmer

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sækir um rekstrarleyfi fyrir hönd Iðngarða á grundvelli 11. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald  fyrir Gistihús Jóa að Strandgötu 2, Ólafsfirði.

Sótt er um rekstrarleyfi gististaða skv. III flokki 5.gr. laganna, en nánar tiltekið er um gistingu með veitingum, þó ekki áfengisveitingum.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn.
Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

5.Greiðslur til sveitarfélaga vegna forsetakosninga 30. júní 2012

Málsnúmer 1206074Vakta málsnúmer

Með 15. gr. laga nr. 162/2006 var ákveðið að greiða sveitarfélögum kostnað við störf undirkjörstjórna og kjörstjórna, fyrir kjörgögn, áhöld, húsnæði og eins og rakið er í e-lið 123. gr. laga um kosningar til Alþingis. Greitt verður fyrir hvern kjósanda á kjörskrá og fyrir hvern kjörstað.

6.Finnurinn ehf. - Ársreikningur 2011

Málsnúmer 1206063Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur fyrir Finninn ehf árið 2011.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita framkominn reikning.

7.Tjarnarborg - Ársreikningur sf. 2011

Málsnúmer 1206062Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur fyrir Tjarnarborg sf árið 2011.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita framkominn reikning.

8.Rekstraryfirlit 31. maí 2012

Málsnúmer 1206069Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til maí 2012 fyrir A- og B-hluta sveitarfélagsins svo og málaflokkayfirlit.

9.Grunnskóli 2. áfangi opnun tilboða

Málsnúmer 1206018Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um samanburð á áætluðum heildarkostnaði við verkefnið og rauntölur.

Fram kemur að verkið fer 40 milljónir fram úr upphaflegri áætlun, sem er aðallega tilkomin vegna mikilla endurbóta á eldra húsnæði.

 

10.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1203096Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2012 vegna framkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar, samtals að upphæð kr. 47 milljónir.

Um er að ræða búnað, innréttingar og endurbætur eldri byggingar við Tjarnarstíg í Ólafsfirði og hönnun stækkunar byggingar við Norðurgötu á Siglufirði sem fyrirhuguð eru á árinu 2013.

Á móti auknum útgjöldum er gert ráð fyrir að kr. 10 milljónir sé teknar af auknu grunnskólaframlagi á árinu frá Jöfnunarsjóði.
Einnig er gert ráð fyrir að kr. 37 milljónir sé tekið af eigin fé og/eða með lántöku.

Auknum framkvæmdum á árinu 2012 verður mætt með niðurskurði 2013.

Bæjarráð samþykkir viðaukatillöguna.
Egill Rögnvaldsson óskar að bókað sé að hann samþykki tillöguna í trausti þess að það bitni ekki á öðrum þeim verkum sem svo sannarlega þarf að fara í á næstu tveimur árum.

 

11.Breyttar áherslur við fjárlagagerð

Málsnúmer 1206059Vakta málsnúmer

Fjárlaganefnd hyggst breyta áherslum sínum við fjárlagagerðina í takt við þá þætti sem fram koma í bréfi Fjárlaganefndar frá 18. júní 2012.

Lagt fram til kynningar.

 

12.Fundagerðir stjórnar Eyþings 2012

Málsnúmer 1203003Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Eyþings nr. 230 og 231.

 

13.Ráðningar í Menningarhúsið Tjarnarborg

Málsnúmer 1206031Vakta málsnúmer

Á 53. fundi Menningarnefndar, 20. júní s.l. var farið yfir umsóknir vegna starfa í Menningarhúsinu Tjarnarborg.

Um 50% ræstingastarf sóttu:
Aldís Vala Gísladóttir
Elín Elísabet Hreggviðsdóttir og
Guðlaugur Magnús Ingason.

Menningarnefnd lagði til að Elín Elísabet Hreggviðsdóttir yrði ráðin í 50% ræstingarstarf.

Um 50% starf forstöðumanns sóttu:
Hafdís Ósk Kristjánsdóttir
Diljá Helgadóttir
Guðlaugur Magnús Ingason og
Kristinn J. Reimarsson.

Kristinn J. Reimarsson dró umsókn sína til baka.

Menningarnefnd lagði til að Diljá Helgadóttir yrði ráðin í 50% starf forstöðumanns Menningarhússins Tjarnarborgar.
Ásdís Pálmadóttir sat hjá.

Bæjarráð samþykkir tillögu menningarnefndar.

Fundi slitið - kl. 19:00.