Beiðni um umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1206057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 262. fundur - 26.06.2012

Þórir Kr. Þórisson sækir um rekstrarleyfi fyrir 580 slf. kt. 540612-1290 á grundvelli 11. gr.  laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald að Hávegi 5 og Hlíðarvegi 1 á Siglufirði.

Sótt er um rekstrarleyfi gististaða skv. II flokki 5.gr. laganna, en nánar tiltekið er um gistingu í íbúðum án veitinga.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn.