Beiðni leikskólastjóra um að auka starfshlutfall umsjónarmanns sérkennslu úr 30% í 50% haust 2012.

Málsnúmer 1205077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 261. fundur - 19.06.2012

Lögð fram umsókn skólastjóra leikskóla Fjallabyggðar frá 31. maí s.l. um að auka þurfi stöðugildi umsjónarmanns með sérkennslu við leikskóla Fjallabyggðar úr 30% starfshlutfalli í 50%.
Fræðslunefnd tók málið til skoðunar á 75. fundi sínum sem haldinn var 4.6.2012 og samþykkir framkomna beiðni en vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu. Nefndin leggur til að breytingin taki gildi frá og með 6. ágúst næstkomandi.

Áætlaður kostnaður á ársgrundvelli er um 966 þúsund krónur eða hækkun til áramóta um 408 þúsund krónur.

Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar.