Bæjarráð Fjallabyggðar

864. fundur 27. febrúar 2025 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Samstarfssamningur Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Gnýfara 2025-2029

Málsnúmer 2502013Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgja drög að samstarfssamningi til fjögurra ára við hestamannafélagið Gnýfara. Samstarfssamningurinn byggir á fyrri samningi sem var til eins árs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun.

2.Samstarfssamningur Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Glæsis 2025-2029

Málsnúmer 2502015Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgja drög að samstarfssamningi til fjögurra ára við hestamannafélagið Glæsi. Samstarfssamningurinn byggir á fyrri samningi sem var til eins árs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun.

3.Snjókross keppni í Ólafsfirði 2025

Málsnúmer 2501024Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Vélsleðafélagi Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir leyfi til að halda snjókross keppni helgina 7. - 9. mars n.k. innanbæjar í Ólafsfirði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti en beinir því til Vélsleðafélagsins að sérstaklega verði hugað að gróðri á umræddu svæði og að Vélsleðafélagið skili svæðinu, eins og kostur er, í sama ástandi og það var áður en kom til snjóflutninga og sérstaklega lögð áhersla á að aðskotahlutir verði fjarlægðir þegar færi gefst.

4.Samstarfssamningur um Landsmót UMFÍ 50 2025 í Fjallabyggð

Málsnúmer 2502019Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgir til kynningar undirritaður samningur milli Fjallabyggðar, UÍF og UMFÍ vegna Landsmóts 50 sem haldið verður í Fjallabyggð 27.-29. júní 2025.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

5.Erindi frá Fuglavinafélagi Siglufjarðar

Málsnúmer 2502027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá nýstofnuðu félagi, Fuglavinafélagi Siglufjarðar, sem stofnað var í júlí 2024. Fram kemur að tilgangur félagsins sé að stunda fuglaskoðun og bæta aðstöðu til hennar í þágu íbúa Fjallabyggðar og ferðamanna auk þess að efna til samvinnu við skóla í Fjallabyggð. Félagið óskar eftir viðræðum við bæjaryfirvöld síðar á árinu með það að markmiði að Fuglavinafélagið sjái um umönnun varplandanna í Siglufirði.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð óskar stofnfélögum til hamingju með stofnun félagsins og þakkar kynningu á því.

6.Verkfallsboðun LSS og ályktun félagsfundar

Málsnúmer 2501043Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að kjarasamningur við Landssamband slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna hafi verið felldur með 52,65% atkvæða.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

7.Viðbragðsáætlun Fjallabyggðahafna 2025

Málsnúmer 2502034Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla um bráðamengun i Fjallabyggðahöfnum árið 2024 og viðbragðsáætlanir fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

8.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Lögð fram vinnuskjöl af stöðufundum með tæknideild.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

9.Drög að frumvarpi um breytingar á jöfnunarsjóði.

Málsnúmer 2502036Vakta málsnúmer

Með vísan til kynningarfundar innviðaráðuneytisins með framkvæmdastjórnum sveitarfélaga um drög að frumvarpi
um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem haldinn var þann 19. febrúar sl., þar sem u.þ.b. helmingur fulltrúa sveitarfélaga
óskaði eftir fresti til að veita umsögn um frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, hefur ráðuneytið ákveðið að
framlengja samráðsfrestinn til kl. 12:00, miðvikud. 5. mars n.k.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjóra falið að skila inn umsögn Fjallabyggðar vegna frumvarpsins.

Fundi slitið - kl. 09:00.