Drög að frumvarpi um breytingar á jöfnunarsjóði.

Málsnúmer 2502036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 864. fundur - 27.02.2025

Með vísan til kynningarfundar innviðaráðuneytisins með framkvæmdastjórnum sveitarfélaga um drög að frumvarpi
um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem haldinn var þann 19. febrúar sl., þar sem u.þ.b. helmingur fulltrúa sveitarfélaga
óskaði eftir fresti til að veita umsögn um frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, hefur ráðuneytið ákveðið að
framlengja samráðsfrestinn til kl. 12:00, miðvikud. 5. mars n.k.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjóra falið að skila inn umsögn Fjallabyggðar vegna frumvarpsins.