Bæjarráð Fjallabyggðar

815. fundur 20. desember 2023 kl. 08:15 - 09:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Tómas Atli Einarsson varamaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Umsókn um stuðning vegna MICE

Málsnúmer 2211071Vakta málsnúmer

Ólöf Ýrr Atladóttir mætti til fundarins og fór yfir framvindu verkefnis sem snýr að eflingu ráðstefnuhalds og funda á Siglufirði.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar Ólöfu Ýrr fyrir yfirferðina og komuna á fundinn.

2.Umsókn um samstarf og stuðning vegna undirbúnings á verkefni um nærandi ferðaþjónustu í Fjallabyggð

Málsnúmer 2211072Vakta málsnúmer

Ólöf Ýrr Atladóttir mætti til fundarins og fór yfir verkefnið "Nærandi ferðaþjónusta í Fjallabyggð."
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar Ólöfu Ýrr fyrir yfirferðina og komuna á fundinn.

3.Rekstraryfirlit málaflokka 2023

Málsnúmer 2305068Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit málaflokka fyrir tímabilið janúar til nóvember 2023 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Innkaupastefna Listaverkasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 2309060Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd vísar drögum að söfnunarreglum Listaverkasafns Fjallabyggðar til umfjöllunar í bæjarráði.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð gerir ekki efnislegar athugasemdir við drögin en leggur til að fresta gildistöku reglnanna þar til endurskoðun samþykkta um stjórn Fjallabyggðar og rekstrarúttekt er lokið.

5.Samstarfssamningur við björgunarsveitina Stráka 2024-2026

Málsnúmer 2312004Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samstarfssamningi við Björgunarsveitina Stráka sem gildir frá 2024-2026.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að skrifa undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

6.Samstarfssamningur við björgunarsveitina Tind 2024-2026

Málsnúmer 2312005Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samstarfssamningi við Björgunarsveitina Tind sem gildir frá 2024-2026.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að skrifa undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

7.Erindi vegna Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands

Málsnúmer 2311010Vakta málsnúmer

Vetraríþróttamiðstöð Íslands var stofnuð á Akureyri með staðfestingu samstarfs milli menntamálaráðuneytisins, Akureyrarbæjar, Íþrótta- og ólympíusambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar þann 18. mars 1995 sbr. reglugerð útgefinni af menntamálaráðherra þann sama dag.
Vetraríþróttamiðstöð Íslands, VMÍ, er þjónustustofnun sem hefur að megin verkefni að efla vetraríþróttir, íþróttafræðslu og útivist og stuðla þannig að heilbrigðu lífi og heilsurækt meðal almennings, svo sem skólafólks, fatlaðra og keppnis- og afreksfólks í íþróttum með hefðbundnar vetraríþróttir, íþróttafræðslu og útivist að leiðarljósi.
Staða verkefnisins í dag er sú að stjórnvöld hafa að mestu leyti dregið sig út úr verkefninu og er það í dag fjármagnað af Akureyrarbær. Ráðherra mennta og barnamála veitt VMÍ styrk til að endurskilgreina og þróa starfsemina áfram og hefur SSNE verið falin verkefnastjórn í því verkefni. Tekin hafa verið viðtöl við fjölmarga hagsmunaaðila bæði tengt vetraríþróttagreinum sem og forstöðumenn þeirra innviða sem tengjast verkefninu.
Stjórn VMÍ horfir í dag til þess að útvíkka starfsemi VMÍ og horfa meðal annars til fleiri vetraríþróttagreina sem og breiðara samstarfs. Þá er horft til þess að VMÍ taki til afreksíþrótta, íþróttaiðkunnar barna og unglinga, vetraríþrótta fyrir almenning og vetraríþrótta fyrir ferðamenn, bæði innlendra sem og erlendra.
Í tengslum við áframhaldandi þróun og aukið samstarf er leitað til sveitarfélaga á Norðurlandi um afstöðu þeirra til þess að koma að verkefninu.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og er áhugasamt um verkefnið. Óskar ráðið eftir að fá að vera upplýst um framvindu þess.

8.Framlög til stjórnmálasamtaka 2023

Málsnúmer 2312040Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar yfir greiðslur og skiptingu framlags til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2023. Lagt er til að úthlutað verði í samræmi við ákvæði 5. gr. laga nr. 162/2006 eftir kjörfylgi í kosningum 2022 og rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2023.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að framlagi vegna 2023, kr. 441.118 verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5. gr. laga nr. 162/2006 eftir kjörfylgi í kosningum 2022.

9.Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi

Málsnúmer 2312025Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi vegna lengri opnunartíma fyrir Höllinna veitingahús ehf , í tilefni af dansleik að kvöldi 26.des nk.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

10.Sundlaugamenning á skrá UNESCO

Málsnúmer 2312026Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu þar sem nú stendur yfir vinna við tilnefningu sundlaugamenningar á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Um er að ræða fyrstu sjálfstæðu tilnefningu Íslands á skrána en áður hefur Ísland, ásamt Norðurlöndunum, staðið að tilnefningu á handverki við smíði súðbyrðinga á skrána. Skrár UNESCO á sviði menningararfs hafa reynst mjög áhrifamiklar og felst í slíkri skrásetningu ákveðinn heiður og viðurkenning á viðkomandi hefð og sérstöðu hennar fyrir land og þjóð. Því er um að ræða stórt og mikilvægt skref að Ísland standi nú að tilnefningu á sundlaugamenningu.
Verkefnið hefur hlotið verðskuldaða athygli og jákvæð viðbrögð í samfélaginu. Sundlaugamenning á Íslandi er sannarlega útbreidd hefð sem mikill meirihluti landsmanna stundar. Nýjar kannanir sýna að 79% fullorðinna landsmanna fer í sund og þar af fer um 40% reglulega í sund. Þá er ótalin sundiðkun barna og ungmenna. Vegna þessarar miklu útbreiðslu hafa margir nú þegar lagt tilnefningunni lið og lýst stuðningi við hana.
Flest sveitarfélög landsins reka almenningssundlaugar. Að auki reka þau grunnskóla þar sem sundkennsla barna fer fram. Sveitarfélög gegna því veigamiklu hlutverki í sundlaugamenningu landsmanna.
Tilnefning á skrá UNESCO verður ekki að veruleika nema með samþykki og stuðningi þeirra sem þekkja og stunda viðkomandi hefð. Eins og að framan greinir gegna sveitarfélögin mikilvægu hlutverki í sundlaugamenningu á Íslandi. Þess vegna leitum við til ykkar eftir samtali og stuðningi við tilnefninguna.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að svara erindinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

11.Kvennaathvarf - Umsókn um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2312045Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfs á Norðurlandi.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita styrk um umbeðna fjárhæð kr. 174.892,- til verkefnisins. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að styrkbeiðnir sem þessar berist áður en fjárhagsáætlun er samþykkt.

12.Þormóðsgata 34 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2312035Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 12. desember 2023 sækja Guðbrandur Kristinn Jónasson og Guðný Halldórsdóttir eftir endurnýjun lóðarleigusamnings við Þormóðsgötu 34 á Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags. 19.12.2023.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir samningsdrögin og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.

13.Breyting á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk.

Málsnúmer 2312044Vakta málsnúmer

Á 224. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar var samþykkt að hækka álagningarhlutfall útsvars árið 2023 í kjölfar samkomulags milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og þriggja ráðuneyta um sérstaka viðbótarfjármögnun á þjónustu við fatlað fólk. Gert var ráð fyrir að útsvarsálagning sveitarfélaga myndi hækka um 0,22% árið 2023 gegn samsvarandi lækkun tekjuskattsálagningar ríkisins.
Komi til sams konar breyting á álagningarhlutfalli útsvars fyrir árið 2024 er bæjarráði falin heimild skv. 5. mgr. 31. gr. og 32. gr. samþykktar um stjórn Fjallabyggðar til að fullnaðarafgreiða málið fyrir 31.12.2023.

Á 237. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar - málsnr. 2311033 var bæjarráði Fjallabyggðar falin heimild skv. 5. mgr. 31. gr. og 32. gr. samþykktar um stjórn Fjallabyggðar til að fullnaðarafgreiða málið fyrir 31.12.2023 ef til kæmi sams konar breyting á álagningarhlutfalli útsvars fyrir árið 2024.

Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir bæjarráð Fjallabyggðar, á grundvelli heimildar til fullnaðarafgreiðslu að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,93%.
Samþykkt
Tillagan samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

14.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2023

Málsnúmer 2301068Vakta málsnúmer

Fundargerðir 56., 57. og 58. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerð 39. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.