Framlög til stjórnmálasamtaka 2023

Málsnúmer 2312040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 815. fundur - 20.12.2023

Lögð fram tillaga deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar yfir greiðslur og skiptingu framlags til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2023. Lagt er til að úthlutað verði í samræmi við ákvæði 5. gr. laga nr. 162/2006 eftir kjörfylgi í kosningum 2022 og rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2023.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að framlagi vegna 2023, kr. 441.118 verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5. gr. laga nr. 162/2006 eftir kjörfylgi í kosningum 2022.