Vetraríþróttamiðstöð Íslands var stofnuð á Akureyri með staðfestingu samstarfs milli menntamálaráðuneytisins, Akureyrarbæjar, Íþrótta- og ólympíusambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar þann 18. mars 1995 sbr. reglugerð útgefinni af menntamálaráðherra þann sama dag.
Vetraríþróttamiðstöð Íslands, VMÍ, er þjónustustofnun sem hefur að megin verkefni að efla vetraríþróttir, íþróttafræðslu og útivist og stuðla þannig að heilbrigðu lífi og heilsurækt meðal almennings, svo sem skólafólks, fatlaðra og keppnis- og afreksfólks í íþróttum með hefðbundnar vetraríþróttir, íþróttafræðslu og útivist að leiðarljósi.
Staða verkefnisins í dag er sú að stjórnvöld hafa að mestu leyti dregið sig út úr verkefninu og er það í dag fjármagnað af Akureyrarbær. Ráðherra mennta og barnamála veitt VMÍ styrk til að endurskilgreina og þróa starfsemina áfram og hefur SSNE verið falin verkefnastjórn í því verkefni. Tekin hafa verið viðtöl við fjölmarga hagsmunaaðila bæði tengt vetraríþróttagreinum sem og forstöðumenn þeirra innviða sem tengjast verkefninu.
Stjórn VMÍ horfir í dag til þess að útvíkka starfsemi VMÍ og horfa meðal annars til fleiri vetraríþróttagreina sem og breiðara samstarfs. Þá er horft til þess að VMÍ taki til afreksíþrótta, íþróttaiðkunnar barna og unglinga, vetraríþrótta fyrir almenning og vetraríþrótta fyrir ferðamenn, bæði innlendra sem og erlendra.
Í tengslum við áframhaldandi þróun og aukið samstarf er leitað til sveitarfélaga á Norðurlandi um afstöðu þeirra til þess að koma að verkefninu.
Lagt fram til kynningar