Bæjarráð Fjallabyggðar

771. fundur 06. desember 2022 kl. 08:15 - 09:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Umsókn um samstarf og stuðning vegna undirbúnings á verkefni um nærandi ferðaþjónustu í Fjallabyggð

Málsnúmer 2211072Vakta málsnúmer

Ólöf Ýrr Atladóttir mætti á fund bæjarráðs í gegnum fjarfundabúnað. Ólöf hélt erindi undir þessum dagskrárlið um verkefni tengt nærandi ferðaþjónustu í Fjallabyggð.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar Ólöfu Ýrr fyrir greinargóða kynningu á verkefninu. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 500.000 á árinu 2023. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leiða verkefnið fyrir hönd sveitarfélagsins.

2.Umsókn um stuðning vegna MICE

Málsnúmer 2211071Vakta málsnúmer

Ólöf Ýrr Atladóttir mætti á fund bæjarráðs í gegnum fjarfundabúnað. Ólöf hélt erindi undir þessum dagskrárlið um verkefni tengt eflingu ráðstefnuhalds og funda á Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar Ólöfu Ýrr, fulltrúa MICE, fyrir greinargóða kynningu á verkefninu. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 250.000 á árinu 2023. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leiða verkefnið fyrir hönd sveitarfélagsins.

3.Fjárhagsáætlun 2023 - Seinni umræða

Málsnúmer 2211114Vakta málsnúmer

Lagðar fram breytingartillögur á frumvarpi um fjárhagsáætlun 2023-2026.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að vísa breytingartillögu vegna fjárhagsáætlunar 2023 til seinni umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar.

4.Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2211118Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga bæjarstjóra að samþykktum um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð vísar tillögunni til umræðu í bæjarstjórn.

5.Grænir styrkir - umhverfisstyrkir Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2210020Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir um græna styrki úr bæjarsjóði fyrir árið 2023.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þær umsóknir sem bárust. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður og athugasemdir fundarins og leggja fyrir fyrsta fund bæjarráðs í janúar 2023.

6.Launayfirlit tímabils - 2022

Málsnúmer 2202017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda frá janúar til nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Staðgreiðsla tímabils - 2022

Málsnúmer 2202018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar til nóvember 2022. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 1.306.909.132,- eða 107,11% af tímabilsáætlun 2022.

Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað um 13 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Styrkveitingar Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2209057Vakta málsnúmer

Yfirlit yfir umsóknir um styrki úr bæjarsjóði Fjallabyggðar vegna 2023 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

9.Styrkumsóknir 2023 - Menningarmál

Málsnúmer 2210038Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir bæjarstjórn er yfirferð markaðs- og menningarnefndar á umsóknum um styrki til menningarmála, einstakra verkefna á árinu 2023.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar nefndinni fyrir umsagnirnar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samræmi við framlagðar umsagnir og umræður á fundinum og leggja fyrir fyrsta fund bæjarráðs í janúar 2023.

10.Styrkumsóknir 2023 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.

Málsnúmer 2210040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsögn markaðs- og menningarnefndar á umsóknum um styrki til reksturs safna og setra.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar nefndinni fyrir umsagnirnar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samræmi við framlagðar umsagnir og umræður á fundinum og leggja fyrir fyrsta fund bæjarráðs í janúar 2023.

11.Styrkumsóknir 2023 - Hátíðarhöld í Fjallabyggð

Málsnúmer 2210041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsögn markaðs- og menningarnefndar á umsóknum um styrki til hátíðarhalda.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar nefndinni fyrir umsagnirnar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samræmi við framlagðar umsagnir og umræður á fundinum og leggja fyrir fyrsta fund bæjarráðs í janúar 2023.

12.Erindi frá Síldarminjasafni Íslands - Beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings

Málsnúmer 2210019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsögn markaðs- og menningarnefndar á endurnýjun rekstrarsamnings við Síldarminjasafn Íslands ses.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar nefndinni fyrir umsögnina og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samræmi við framlagðar umsagnir og umræður á fundinum og leggja fyrir fyrsta fund bæjarráðs í janúar 2023.

13.Almenningssamgöngur á starfssvæði SSNE

Málsnúmer 2212004Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi SSNE til sveitarfélaganna á starfssvæðinu þar sem óskað er eftir upplýsingum og athugasemdum í tengslum við þær leiðir almenningssamgangna sem nú eru keyrðar og hugmyndum um hvernig hægt er að auka notkun þeirra.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Handbók - Aðgerðastjórnir

Málsnúmer 2212003Vakta málsnúmer

Fyrsta útgáfa af handbók um aðgerðastjórnir frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. desember nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2022

Málsnúmer 2201035Vakta málsnúmer

Fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2022

Málsnúmer 2201001Vakta málsnúmer

Fundargerð 142. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.