Styrkumsóknir 2023 - Menningarmál

Málsnúmer 2210038

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 92. fundur - 01.12.2022

Umsóknir um menningarstyrki fyrir árið 2023 lagðar fram til kynningar og umfjöllunar.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd tók umsóknir um menningarstyrki til einstakra verkefna til umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd úthlutar styrkjum í þessum styrkflokki á fundi sínum í janúar 2023 og verður niðurstaða úthlutunar birt í kjölfarið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 771. fundur - 06.12.2022

Til kynningar fyrir bæjarstjórn er yfirferð markaðs- og menningarnefndar á umsóknum um styrki til menningarmála, einstakra verkefna á árinu 2023.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar nefndinni fyrir umsagnirnar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samræmi við framlagðar umsagnir og umræður á fundinum og leggja fyrir fyrsta fund bæjarráðs í janúar 2023.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 94. fundur - 05.01.2023

Farið yfir umsóknir um styrki til menningarmála fyrir árið 2023. Tólf umsóknir bárust.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd gerir tillögu um úthlutun styrkja til menningarmála fyrir árið 2023 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.