Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

94. fundur 05. janúar 2023 kl. 17:00 - 18:10 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, D lista
  • Ægir Bergsson formaður, A lista
  • Birgitta Þorsteinsdóttir varamaður, D lista
  • Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Styrkumsóknir 2023 - Menningarmál

Málsnúmer 2210038Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir um styrki til menningarmála fyrir árið 2023. Tólf umsóknir bárust.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd gerir tillögu um úthlutun styrkja til menningarmála fyrir árið 2023 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Afhending menningarstyrkja og útnefning bæjarlistamanns 2023

Málsnúmer 2212023Vakta málsnúmer

Undanfarin ár hefur markaðs- og menningarnefnd staðið fyrir úthlutun menningarstyrkja og útnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar við hátíðlega athöfn í Tjarnarborg.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd afhendir menningarstyrki og útnefnir bæjarlistamann 2023 16. febrúar nk. kl. 18:00 í Tjarnarborg.
Markaðs- og menningarfulltrúa falið að setja saman dagskrá og auglýsa athöfnina þegar nær dregur.

3.Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningarmála

Málsnúmer 1908063Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd endurskoðar reglur um úthlutun styrkja til menningarmála m.t.t. hugsanlegra breytinga fyrir árið 2024.
Afgreiðslu frestað
Markaðs- og menningarnefnd rýndi reglurnar og frestar afgreiðslu þeirra til næsta fundar.

4.Fundardagatal nefnda 2023

Málsnúmer 2212052Vakta málsnúmer

Fundadagatal ársins 2023 lagt fram. Gert er ráð fyrir fundum í markaðs- og menningarnefnd fyrsta fimmtudag í mánuði nema í júlí.
Lagt fram til kynningar
Fundadagatal nefnda og ráða Fjallabyggðar lagt fram til kynningar. Markaðs- og menningarnefnd fundar að jafnaði fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 17:00.

Fundi slitið - kl. 18:10.