Bæjarráð Fjallabyggðar

760. fundur 27. september 2022 kl. 08:15 - 09:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2209047Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

2.Viðskil við húsnæði Lækjargötu 8, félagsmiðstöð

Málsnúmer 2209034Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um skil á húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Neon við Lækjargötu 8, Siglufirði.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að málinu verði lokið samkvæmt tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningardeildar. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að útbúa viðauka og leggja fyrir bæjarráð.

3.Heimæð fyrir heitt vatn á Óskarsbryggju

Málsnúmer 2207044Vakta málsnúmer

Lagður er fram til samþykktar viðauki nr. 19/2022 við fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2022 að fjárhæð kr. 3.500.000.-
Viðaukinn eignfærist á verkefnið og verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 19/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr.,- 3.500.000,- vegna heimæðar fyrir heitt vatn á Óskarsbryggju, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Viðaukanum vísað til samþykktar í bæjarstjórn.

4.Staða framkvæmda - yfirlit 2022

Málsnúmer 2203076Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit deildarstjóra tæknideildar yfir stöðu framkvæmda í Fjallabyggð fyrir árið 2022.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Deildarstjóri tæknideildar kom inn á fundinn og sat undir þessum lið. Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir yfirlitið. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar er falið að útbúa þá viðauka sem þarf til þess að samræmi sé á milli verkstöðu og/eða áætlunar og kostnaðar.

5.Sameining íbúða í Skálarhlíð

Málsnúmer 2209046Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 13.09.2022. Í vinnuskjalinu óskar deildarstjóri heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út sameiningu íbúða í Skálarhlíð. Búið er að hanna sameiningu sex íbúða í þrjár íbúðir að austan verðu á 3. hæð í Skálarhlíð. Gert er ráð fyrir að vinna verkið í áföngum og er óskað eftir heimild til þess að bjóða út sameiningu tveggja íbúða í eina íbúð.
Samþykkt
Deildarstjóra tæknideildar veitt heimild til útboðs. Bæjarráð leggur til að skoðað verði hvort hægt sé að bjóða út verkið í heild sinni.

6.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 2209045Vakta málsnúmer

Lagt er fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 22.09.2022.
Lagt fram til kynningar

7.Tillaga að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022.

Málsnúmer 2209037Vakta málsnúmer

Tillaga kjörnefndar að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026 lögð fram til kynningar. Tillagan verður lögð fram á landsþingi á Akureyri 28.-30. september 2022.
Lagt fram til kynningar

8.Sameiginleg áskorun Félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara til stjórnvalda

Málsnúmer 2209038Vakta málsnúmer

Húseigendafélagið, Landssamband eldri borgara og Félag atvinnurekenda skora á ríki og sveitarfélög að grípa til aðgerða til að hindra að gífurlegar verðhækkanir á fasteignamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja. Áskorunin er lögð farm til kynningar.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar fyrir framkomnar ábendingar og vísar þeim til gerðar fjárhagsáætlunar.

9.Umsóknir um stofnframlög ríkisins 2022

Málsnúmer 2202059Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar dreifibréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem tilkynnt er um að opnað hafi verið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins.

Í erindinu kemur fram að samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum mun að minnsta kosti fjórðungur þess fjármagns sem kemur til úthlutunar renna til bygginga eða kaupa á húsnæði á vegum sveitarfélaga. Er það íbúðarhúsnæði sem sveitarfélög úthluta og ætlað þeim aðilum sem sveitarfélögum ber sérstök lagaskylda til að veita úrlausn í húsnæðismálum. Önnur félög en þau sem eru í eigu sveitarfélags geta fallið innan þessarar forgangsreglu að því gefnu að þau séu með samning við viðkomandi sveitarfélag um að íbúðirnar verði nýttar sem íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélagsins og úthlutað í samræmi við reglur þess. Þá munu verkefni til uppbyggingar húsnæðis fyrir tekju- og eignalágra á vinnumarkaði hafa forgang til 2/3 hluta úthlutaðs fjármagns.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarstjóra falið að senda verktökum í Fjallabyggð upplýsingar um stofnframlög ríkisins 2022 ásamt því að kynna verkefnið á heimasíðu sveitarfélagsins.

10.Samtaka um hringrásarhagkerfi

Málsnúmer 2203010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar dreifibréf frá Samtökum íslenskra sveitarfélaga um ráðstefnuna "Samtaka um hringrásarhagkerfi - réttur farvegur til framtíðar" sem fram fer föstudaginn 7. október.
Lagt fram til kynningar

11.Fundargerð aðalfundar 2022, skýrsla stjórnar og ársreikningar 2021 Veiðifélags Ólafsfjarðar

Málsnúmer 2207001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar og ársreikningur 2021.
Lagt fram til kynningar

12.Aðalfundur Flokkunar - fundargerð 2022

Málsnúmer 2209041Vakta málsnúmer

Fundargerð aðalfundar Flokkun Eyjafjarðar ehf., sem haldinn var þann 20. september 2022 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:40.