Lagt fram til kynningar dreifibréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem tilkynnt er um að opnað hafi verið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins.
Í erindinu kemur fram að samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum mun að minnsta kosti fjórðungur þess fjármagns sem kemur til úthlutunar renna til bygginga eða kaupa á húsnæði á vegum sveitarfélaga. Er það íbúðarhúsnæði sem sveitarfélög úthluta og ætlað þeim aðilum sem sveitarfélögum ber sérstök lagaskylda til að veita úrlausn í húsnæðismálum. Önnur félög en þau sem eru í eigu sveitarfélags geta fallið innan þessarar forgangsreglu að því gefnu að þau séu með samning við viðkomandi sveitarfélag um að íbúðirnar verði nýttar sem íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélagsins og úthlutað í samræmi við reglur þess. Þá munu verkefni til uppbyggingar húsnæðis fyrir tekju- og eignalágra á vinnumarkaði hafa forgang til 2/3 hluta úthlutaðs fjármagns.
Visað til afgreiðslu starfsmanns