Bæjarráð Fjallabyggðar

735. fundur 24. mars 2022 kl. 16:00 - 16:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Dagskrártillaga :
Formaður hvað sér hljóðs og óskaði eftir því að nýjum lið yrði bætt á dagskrá, um er að ræða mál 2203024, Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks.

Samþykkt samhljóða að bæta umræddum lið á dagskrá og að hann yrði númer 8, númerum annarra liða breytist til samræmis.

1.17. júní 2022

Málsnúmer 2203002Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun markaðs- og menningarnefndar frá 85. fundi nefndarinnar hvar nefndin leggur til að auglýst verði eftir aðila/aðilum til að hafa umsjón með skipulagningu og framkvæmd hátíðarhalda á 17. júní. Einnig er lögð fram greinargerð með drögum að dagskrá hátíðarinnar og drögum að auglýsingu. Á fundi sínum vísaði nefndin drögum að auglýsingu til bæjarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að auglýsingu og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að auglýsa eftir áhugasömum aðila/aðilum til að hafa umsjón með skipulagningu og framkvæmd hátíðarhalda á 17. júní.

2.Starfsemi fræðslustofnana í Fjallabyggð m.t.t. Fræðslustefnu Fjallabyggðar

Málsnúmer 2104020Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og deildarstjóra tæknideildar dags. 15. mars 2022 er varðar greiningu á möguleikum til að flytja 5. bekk grunnskólans yfir í starfstöð skólans í Ólafsfirði. Einnig lögð fram bókun fræðslu- og frístundanefndar frá 109. fundi nefndarinnar hvar hún að beiðni bæjarráðs veitir umsögn um málið eins og það þá lá fyrir. Umsögn nefndarinnar var á þá leið að besta leiðin til framtíðar væri að byggja við núverandi húsnæði grunnskólans í Ólafsfirði.

Í framlögðu vinnuskjali kemur fram að höfundar hafi velt upp þremur möguleikum sem hafa að markmiði að auka húsrými starfstöðvarinnar þannig að flytja megi 5. bekk þangað. Þrjár hugmyndir voru reifaðar, í fyrsta lagi að byggja við núverandi skólahús, í öðru lagi að reisa frístandandi kennslustofu við skólann með tengibyggingu og í þriðja lagi að nýta hluta húsnæðis Menntaskólans á Tröllaskaga (MTR). Ekki er gerð ákveðin tillaga í vinnuskjalinu heldur er leitast við að draga fram upplýsingar og helstu kosti hverrar leiðar fyrir sig. Í vinnuskjalinu er einnig leitast við að grófáætla kostnað vegna hverrar hugmyndar, áætlað er að viðbygging við skólann kosti á bilinu 100 til 140 millj.kr, laus kennslustofa kosti nálægt 50 millj.kr og aðlögun á húsnæði MTR innan við 10 millj.kr.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar framlagt vinnuskjal og felur bæjarstjóra að hafa forgöngu um forhönnun viðbyggingar við starfsstöð grunnskólans í Ólafsfirði, áætla kostnað og leggja fyrir bæjarráð svo fljótt sem verða má.

3.Samstarfssamningur Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Gnýfara 2022

Málsnúmer 2203052Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Gnýfara fyrir árið 2022. Styrkfjárhæð er kr. 640.000.-
Erindi samþykkt
Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn.

4.Samstarfssamningur Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Glæsis 2022

Málsnúmer 2203053Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og hestamannafélagsins Glæsis fyrir árið 2022. Styrkfjárhæð er kr. 640.000.-
Erindi samþykkt
Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn.

5.Nýsköpun í grænmetisræktun.

Málsnúmer 2203042Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Aroni Óttarssyni fyrir hönd íslenskra frumkvöðla fyrirtækisins Surova dags. 16. mars 2022 varðandi nýsköpun í grænmetisræktun.
Lagt fram til kynningar

6.Samkomulag um strenglagnir í Ólafsfirði RARIK

Málsnúmer 2203044Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Rögnvaldi Guðmundssyni fyrir hönd Rarik ohf., dags. 17.03.2022 varðandi samkomulag um strenglagnir í Ólafsfirði.

Lögð fram, í meginatriðum, tvö samhljóma samkomulög vegna lagningar jarðstrengja milli Fjallabyggðar og Rarik ohf. varðandi Hólkot sumarbústaðarland, landnúmer 199710 og 150889 í Fjallabyggð.
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Boð um þátttöku í EU Mission on Adaptation to Climate Change.

Málsnúmer 2203046Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Eyþóri Björnssyni, framkvæmdastjóra SSNE (Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra) dags, 17.03.2022 að ósk Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins varðandi boð um þátttöku í "EU Mission on Adaptation to Climate Change".
Lagt fram til kynningar

8.Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks

Málsnúmer 2203024Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir vinnuskjöl deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er varðar getu skólakerfis til að taka á móti úkraínskum börnum á flótta og vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar er varðar atriði er snúa að félagsmáladeild. Einnig lagði bæjarstjóri fram erindi sem borist hefur frá Fjölmenningarsetri en fyrir liggur að nú þegar hafa einstaklingar í Fjallabyggð boðið fram húsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu í kjölfar auglýsingar þar um.
Bæjarráð Fjallabyggðar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu sem kallað hefur bæði mikla þjáningu og eyðileggingu yfir saklaust fólk.

Bæjarráð samþykkir að Fjallabyggð taki þátt í móttöku flóttafólks frá Úkraínu og felur bæjarstjóra að láta ráðuneytið vita um vilja sveitarfélagsins hvað það varðar og að hafa að öðru leyti umsjón með viðræðum við ráðuneytið um hugsanlega móttöku flóttamanna. Það er mat bæjarráðs Fjallabyggðar að það sé skylda allra sem það geta að taka þátt í því að létta byrðar sem hafa verið lagðar á íbúa Úkraínu vegna tilhæfulausra innrásar í landið. Íbúar Fjallabyggðar skorast ekki undan þeirri ábyrgð að hlúa að þeim íbúum Úkraínu sem nú þurfa að flýja heimili sín og það líf sem það fólk áður þekkti.

Bæjarráð hvetur alla sem það geta að leggja til húsnæði vegna verkefnisins að skrá það inn á www.island.is, en móttaka mögulegra flóttamanna til sveitarfélagsins verður skipulögð í nánu samstarfi ríkis og viðkomandi sveitarfélaga.

9.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2022

Málsnúmer 2201036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 36. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra dags. 9. mars 2022.
Lagt fram til kynningar

10.Upplýsingapóstur frá innviðaráðuneyti til kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 2203047Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar upplýsingapóstur frá Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur starfsmanns Innviðaráðuneytis.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að áframsenda póstinn til aðal- og vara bæjarfulltrúa.

11.Ársreikningur Félags um Þjóðlagasetur 2021

Málsnúmer 2203049Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Félags um Þjóðlagasetur vegna 2021.
Lagt fram til kynningar

12.Húsnæðisáætlun 2022

Málsnúmer 2202027Vakta málsnúmer

Á 730. fundi bæjarráðs þann 17. febrúar sl. voru lögð fram drög að húsnæðisáætlun Fjallabyggðar 2022, afgreiðslu húsnæðisáætlunar var frestað. Á 136. fundi félagsmálanefndar var áætlunin lögð fyrir til kynningar.

Lögð eru fram drög að nýju að húsnæðisáætlun 2022, í áætluninni er að finna lykilþætti sem liggja til grundvallar á mati fyrir húsnæðisþörf í sveitarfélaginu.
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að áætlun fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu og samþykktar bæjarstjórnar.

13.Styrkir til orkuskipta

Málsnúmer 2203050Vakta málsnúmer

Lögð fram útprentuð frétt af vef stjórnarráðsins um styrki til orkuskipta og auglýsing Orkusjóðs um sama efni, umsóknarfrestur er til 7. maí 2022.

Fram kemur að styrkirnir eru liður í aðgerðum sem umhverfis-, orku og loftslagsráðherra í loftlagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu hans og stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu.
Vísað til umsagnar
Deildarstjóra tæknideildar falið að skoða hvort einhver verkefni hjá Fjallabyggð falli að þessari styrkjaúthlutun og leggja fyrir bæjarráð.

14.Suðurgata 4, breytingar á 2. hæð

Málsnúmer 2201046Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar verkfundargerð nr. 1.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:45.