Æfing slökkviliðs Fjallabyggðar í Strákagöngum.

Málsnúmer 2309165

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29.09.2023

Samantekt slökkviliðsstjóra um æfingu slökkviliðs í Strákagöngum lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð tekur undir áhyggjur slökkviliðsstjóra um aðbúnað og aðstæður sem tengjast viðbúnaði vegna jarðganga á Tröllaskaga. Bæjarráð hvetur Vegagerðina til þess að mæta kröfum slökkviliðsstjóra í samvinnu við hann og sveitarfélagið eins og 10. gr. reglugerðar um brunavarnir í samgöngumannvirkjum nr. 614/2004 kveður á um.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 842. fundur - 06.09.2024

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi úrskurður Innviðaráðuneytisins frá 12. júní 2024 um brunavarnir í jarðgöngum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð fagnar úrskurði Innviðaráðuneytisins um brunavarnir í jarðgöngum. Hér er um mjög mikilvægt öryggismál að ræða fyrir vegfarendur í jarðgöngum á utanverðum Tröllaskaga. Bæjarráð skorar á þingmenn Norðausturkjördæmis að tryggja Vegagerðinni fjármagn vegna brunavarna við næstu fjárlög.