Umsókn um lóð - Lækjargata 5 Siglufirði

Málsnúmer 2301036

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 294. fundur - 01.02.2023

Lagt fram erindi dagsett 14.01.2023 þar sem Hálfdán Sveinsson f.h. Herhússfélagsins, sækir um lóð nr. 5 við Lækjargötu.
Vísað til nefndar
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti en bendir á að umsækjandi þarf að sjá um hönnun deiliskipulags af fyrirhuguðum framkvæmdum á lóðinni. Sveitarfélagið áskilur sér afnot af lóðinni í núverandi mynd þar til byggingarleyfi hefur verið útgefið. Vísað til samþykkis bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 780. fundur - 28.02.2023

Lögð er fram umsókn Hálfdáns Sveinssonar f.h. Herhússfélagsins um lóðina Lækjargötu 5. Einnig lögð fram bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 1.febrúar sl. vegna málsins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Herhúsfélaginu fyrir umsóknina. Bæjarráð tekur jákvætt í erindi félagsins en jafnframt bendir á að hin svokallaða „Blöndalslóð“ er ekki í dag skipulögð sem lóð. Í dag er á svæðinu hoppubelgur fyrir börn sem þyrfti að finna aðra staðsetningu. Bæjarráð felur tæknideild að leggja fram tillögu að aðgerðaáætlun og kostnaðarmati við:
a.
Breytingu Blöndalslóðar í lóð til úthlutunar
b.
Færslu hoppubelgs á annan stað í miðbænum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 785. fundur - 04.04.2023

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna kostnaðarmats við færslu á ærslabelg af lóðinni Lækjargötu 5.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og tillögurnar. Bæjarráð leggur áherslu á að lóðarhafamál verða leyst áður en næstu skref verða ákveðin. Afgreiðslu frestað.