Bæjarráð Fjallabyggðar

780. fundur 28. febrúar 2023 kl. 08:15 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Ástandsmat á Hlíðarvegi 45

Málsnúmer 2211098Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð frá VSÓ í ástandsskoðun á Skálarhlíð.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði VSÓ í ástandsmat á ytra og innra byrði fasteignarinnar.

2.Verðtilboð í ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar Leikhóla Ólafsfirði

Málsnúmer 2301061Vakta málsnúmer

Fjallabyggð auglýsti útboð í ræstingu fyrir Leikskóla Fjallabyggðar Leikhóla þann 17. janúar 2023.
Samþykkt
Eftirfarandi tilboð bárust:
Rúnar Friðriksson og Karl Ragnar Freysteinsson kr. 11.623.603,-
Keyrum ehf. kr. 10.294.612,-

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Keyrum ehf.

3.Trilludagar 2023

Málsnúmer 2301035Vakta málsnúmer

Trilludagar hafa verið haldnir í Fjallabyggð fimm sinnum frá árinu 2016 en engin hátíð var haldin árin 2020 og 2021 vegna heimsfaraldurs.
Umfang hátíðarinnar hefur farið vaxandi í öllu umfangi og ekkert sem gefur til kynna annað en að hátíðin eigi eftir að stækka á komandi árum enda hátíðin vinsæl og öðruvísi en flestar bæjarhátíðir. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúi leggja til að útvistuð verði umsjón með skipulagningu og framkvæmd Trilludaga, fjölskylduhátíðar í Fjallabyggð árið 2023.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjóra og menningarfulltrúa fyrir minnisblaðið. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að leitað verði leiða til þess að útvista hátíðinni til áhugasamra aðila.

4.Afnot Skotfélags Ólafsfjarðar af svæði í kjallararými Ægisgötu 13

Málsnúmer 1902049Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Skotfélagi Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir undirrituðu leyfi til afnota á kjallararými Ægisgötu 13.
Fyrir liggur samþykki leigutaka fyrir afnotum skotfélagsins á húsnæðinu. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti afnot af svæði í kjallara Ægisgötu 13. Bæjarráð brýnir fyrir skotfélaginu að leyfis- og öryggismál séu alfarið á þeirra ábyrgð sem notenda. Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.

5.Umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Fjallabyggð

Málsnúmer 2302058Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Evanger sf. um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur á Siglufirði og Ólafsfirði ásamt samstarfsyfirlýsingu.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við samstarfsyfirlýsinguna og felur bæjarstjóra að undirrita hana fyrir hönd sveitarfélagsins. Bæjarráð ítrekar að sveitarfélagið er ekki að taka sér á hendur neinar skyldur né ábyrgð á rekstri eða öryggismálum Hopp.

6.Umsókn um lóð - Lækjargata 5 Siglufirði

Málsnúmer 2301036Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn Hálfdáns Sveinssonar f.h. Herhússfélagsins um lóðina Lækjargötu 5. Einnig lögð fram bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 1.febrúar sl. vegna málsins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Herhúsfélaginu fyrir umsóknina. Bæjarráð tekur jákvætt í erindi félagsins en jafnframt bendir á að hin svokallaða „Blöndalslóð“ er ekki í dag skipulögð sem lóð. Í dag er á svæðinu hoppubelgur fyrir börn sem þyrfti að finna aðra staðsetningu. Bæjarráð felur tæknideild að leggja fram tillögu að aðgerðaáætlun og kostnaðarmati við:
a.
Breytingu Blöndalslóðar í lóð til úthlutunar
b.
Færslu hoppubelgs á annan stað í miðbænum.

7.Þátttaka í þjóðfundi heima í héraði um framtíð skólaþjónustu

Málsnúmer 2302064Vakta málsnúmer

Mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað til þjóðfundar 6. mars nk. um framtíðarskipan heildstæðrar skólaþjónustu og hefur kynnt áform sín um að leggja fram frumvarp til laga þar um næsta haust.
Tilgangur þjóðfundarins er að ræða niðurstöður samráðsins til þessa, varpa ljósi á álitamál og leita lausna í sameiningu um bestu framtíðarskipan heildstæðrar skólaþjónustu í þágu nemenda. Fundurinn verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu en einnig verður hægt að fylgjast með erindum í streymi og taka þátt í rafrænni hópvinnu í kjölfarið.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hvetur nefndarfólk í fræðslu- og frístundanefnd að skrá sig til þátttöku í ráðstefnunni eigi það þess kost. Þá hvetur bæjarráð einnig kjörna fulltrúa til þess að skrá sig.

8.Bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Málsnúmer 2302073Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli allra sveitarfélaga á landinu á eftirfarandi bókun sem gerð var á stjórnarfundi samtakanna þann 17. febrúar síðastliðinn.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Stafræn vegferð - styrkur

Málsnúmer 2302074Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf frá verkefnastjóra Markaðsstofu Norðurlands þar sem athygli er vakin á evrópuverkefninu TOURBIT sem hefur það hlutverk að hraða ferðaþjónustufyrirtækjum í gegnum stafrænar umbreytingar. Sjö íslenskum fyrirtækjum býðst að fá styrk að andvirði 9 þúsund evra hvert, sem hluti af þessu verkefni. Verkefnið er unnið með stuðningi Ferðamálastofu og landshlutasamtaka sveitarfélaga í samstarfi við áfangastaða- og markaðsstofur. Frestur til að skila inn umsókn er til 5. apríl.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa verkefnið á heimsíðu sveitarfélagsins þannig að áhugasöm fyrirtæki í Fjallabyggð eigi þess kost að sækja um þátttöku.

10.Askja

Málsnúmer 2302075Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf Almannavarnardeildar RLS vegna stöðu mála við Öskju.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerð 135. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.