Neon, starfið 2019-2020

Málsnúmer 1908059

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 02.09.2019

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir fyrirhugað starf í félagsmiðsstöðinni í vetur. Verið er að auglýsa eftir umsjónarmanni og leiðbeinendum. Starfið í vetur verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Opið verður tvö kvöld í viku. Stefnt er að því að starf félagsmiðstöðvarinnar hefjist í vikunni 16. - 20. september.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 10.06.2020

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir starfið í félagsmiðstöðinni Neon í vetur.
Starfið í vetur gekk nokkuð vel þrátt fyrir að veður og Covid-19 hafi sett mark sitt á starfið og opnanir hafi fallið niður vegna þess. 20 - 35 unglingar stunduðu starfið að öllu jöfnu en samtals eru 56 unglingar í þessum aldurshópi í Fjallabyggð. Reynt var að hafa starfið fjölbreytt.
Vegna lokunar Neons vegna Covid var ákveðið að hafa opið í maí í staðinn. Síðsta opnun Neons var 25. maí. Þá var í fyrsta sinn í mörg ár ákveðið að bjóða upp á seinniparts opnun fyrir nemendur á miðstigi, 5.-7. bekk. Opnunin var einu sinni í mánuði. Að jafnaði voru um 35 krakkar sem mættu í þessar opnanir en í þessum bekkjum eru 63 nemendur samtals.