Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

87. fundur 10. júní 2020 kl. 16:30 - 19:10 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Tómas Atli Einarsson varamaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
S. Guðrún Hauksdóttir boðaði forföll, Tómas A. Einarsson sat fundinn í hennar stað.
Diljá Helgadóttir boðaði forföll, Þorgeir Bjarnason sat fundinn í hennar stað.
Hólmar H. Óðinsson varaformaður stýrði fundi.

1.Vinnuskóli 2020

Málsnúmer 2004071Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður vinnuskólans. Hann fór yfir starfið í sumar. Haldin voru námskeið fyrir flokkstjóra vinnuskólans og sláttulið dagana 3-5. júní sl. Dagskráin var fjölbreytt. Erindi voru um vinnuvernd, réttindi og skyldur á vinnumarkaði og einelti og samskipti. Þá fór fram leiðtogafræðsla og skyndihjálp. Námskeið í vinnuvernd í boði Vinnueftirlitsins fór fram í gegnum fjarfundaforritið TEAMS. Fulltrúi Einingar Iðju kom með fyrirlestur um réttindi og skyldur á vinnumarkaði en önnur námskeið og fyrirlestrar voru haldnir af heimafólki þeim Margréti Guðmundsdóttur, Sigurlaugu Rögnu Guðnadóttur, Margréti Jónsdóttir Njarðvík og Hörpu Jónsdóttur. Fræðslu- og frístundanefnd lýsir ánægju sinni með það fyrirkomulag að halda námskeiðin í heimabyggð og er öllum þeim sem að komu færðar þakkir fyrir.
Þá hefur verið sett saman áætlun um viðbrögð við einelti fyrir Vinnuskóla Fjallabyggðar sem lögð var fram til kynningar.

2.Umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar - byggð á ytra mati

Málsnúmer 1805009Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um framkvæmd þeirra umbóta sem áætlaðar voru í umbótaáætlun sveitarfélagsins og leikskólans á skólaárinu 2019-2020.
Umbótaáætlun leikskólans, byggð á ytra mati lögð fram til kynningar. Tekist hefur að ljúka vinnu við alla þætti umbótaáætlunarinnar utan eins, en hann er í vinnslu. Umbótaáætlun var send Mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir tilskilinn frest sem var 8. júní sl.

3.Staða leikskólans eftir lög um eitt leyfisbréf kennara

Málsnúmer 2006011Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans.
Farið yfir stöðu leikskólans m.t.t. fagmenntunar starfsmanna. Skólastjórnendur Leikskóla Fjallabyggðar afhentu nefndinni bréf þar sem áhyggjur af stöðu leikskólans eru viðraðar. Ekki er unnt að manna allar deildir með fagmenntuðum deildarstjórum á komandi skólaári vegna þess að við leikskólann starfa of fáir leikskólakennarar. Eftir að ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla tóku gildi um síðustu áramót gildir leyfisbréf kennara til kennslu á öllum skólastigum. Áhyggjur af tilfærslu kennara milli skólastiga í kjölfarið eru á rökum reistar og finnur leikskólastigið fyrir því. Rætt um hugsanlegar leiðir til viðspyrnu. Fræðslu- og frístundanefnd felur skólastjórnendum Leikskóla Fjallabyggðar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda - og menningarmála að skila umsögn með hugmyndum um hugsanlegar leiðir til úrbóta til nefndarinnar fyrir 1. september 2020.

4.Grunnskóli Fjallabyggðar, Niðurstaða nemendakönnunar Skólapúls vor 2020

Málsnúmer 2006010Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri og Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara.
Niðurstöður nemendakönnunar Skólapúls vorið 2020 fyrir 6. - 10. bekk og 1. -5. bekk lagðar fram til kynningar.

5.Neon, starfið 2019-2020

Málsnúmer 1908059Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir starfið í félagsmiðstöðinni Neon í vetur.
Starfið í vetur gekk nokkuð vel þrátt fyrir að veður og Covid-19 hafi sett mark sitt á starfið og opnanir hafi fallið niður vegna þess. 20 - 35 unglingar stunduðu starfið að öllu jöfnu en samtals eru 56 unglingar í þessum aldurshópi í Fjallabyggð. Reynt var að hafa starfið fjölbreytt.
Vegna lokunar Neons vegna Covid var ákveðið að hafa opið í maí í staðinn. Síðsta opnun Neons var 25. maí. Þá var í fyrsta sinn í mörg ár ákveðið að bjóða upp á seinniparts opnun fyrir nemendur á miðstigi, 5.-7. bekk. Opnunin var einu sinni í mánuði. Að jafnaði voru um 35 krakkar sem mættu í þessar opnanir en í þessum bekkjum eru 63 nemendur samtals.

6.Umsókn um afnot af sundlaug eða líkamsrækt í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, ferli og eyðublað.

Málsnúmer 2003019Vakta málsnúmer

Til umræðu eru drög að samningi um afnot einstaklinga af sundlaug eða líkamsræktarsal til þjálfunar gegn gjaldi sem frestað var á 83. fundi nefndarinnar 9.3.2020. Meirihluti nefndarinnar samþykkir fyrirliggjandi drög sem fela í sér að einstaklingur sem sinnir þjálfun gegn gjaldi í sundlaug eða líkamsrækt greiðir 10% af þjálfunartekjum fyrir aðstöðu.

Fundi slitið - kl. 19:10.