Fundagerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

Málsnúmer 1908023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 616. fundur - 20.08.2019

Lögð fram til kynningar 237. fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar frá 14. ágúst sl.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22.10.2019

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 238. og 239. funda stjórnar AFE.

Fundargerðirnar eru aðgengilegar á heimasíðu AFE https://www.afe.is/is/um-afe/fundargerdir

Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15.01.2020

Lögð fram til kynningar 241. fundar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar frá 13.12.2019
Í fyrsta fundarlið, raforkuflutningar ályktar stjórn AFE eftirfarandi:

„Stjórn AFE lítur atburði síðustu sólarhringa grafalvarlegum augum og harmar að opinberir innviðir samfélagsins hafi brugðist í því veðuráhlaupi sem nú gekk yfir. Þessi staða ætti ekki að koma á óvart, í yfir áratug hefur verið bent á nauðsyn þess að styrkja flutningskerfi raforku. Öryggi íbúa, hvar svo sem þeir búa, þarf að vera forgangsmál þjóðarinnar. Ótryggt raforkukerfi og innviðir skapa aðstæður sem eru algjörlega óásættanlegar í nútíma samfélagi."

Bæjarráð samþykkir að taka undir ályktun stjórnar AFE um raforkuflutninga.