Bæjarráð Fjallabyggðar

625. fundur 22. október 2019 kl. 16:30 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 1909066Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar, dags. 18.10.2019 um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélags sem haldinn var í Reykjavík 2. október sl. en deildarstjóri sótti fundinn fh. sveitarfélagsins.

Bæjarráð þakkar deildarstjóra félagsmáladeildar greinargóða yfirferð.

2.Sjókvíaeldi

Málsnúmer 1704014Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að bréfi bæjarráðs til Hafrannsóknarstofnunnar, dags. 18.10.2019 þar sem óskað er eftir því að fá tímasetningar á áhættumati og burðarþoli fyrir Eyjafjörð.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið á Héðinn Valdimarsson sviðstjóra Hafrannsóknarstofnunar.

3.Afskriftir viðskiptakrafna - 2019

Málsnúmer 1910061Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að afskriftum viðskiptakrafna.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar vegna afskrifta viðskiptakrafna að fjárhæð kr. 1.356.250.

4.Trúnaðarmál - þing- og sveitarsjóðsgjöld

Málsnúmer 1910004Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

5.Framlenging verksamnings um ræstingu á Leikskálum

Málsnúmer 1909072Vakta málsnúmer

Lagt fram undirritað samkomulag um framlengingu verksamnings milli Fjallabyggðar og Minnýjar ehf. skv. 10 gr. verksamnings um ræstingu í Leikskálum.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1906007Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

7.Ársskýrsla loftgæða til ársins 2017

Málsnúmer 1910058Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Ragnhildar G. Finnbjörnsdóttur fh. Umhverfisstofnunar, dags. 21.10.2019 þar sem fram kemur að Umhverfisstofnun hefur gefið út Ársskýrslu loftgæða með gögnum um loftgæði í landinu til ársins 2017 í samræmi við 5. aðgerð (undir 1. markmiði) Aðgerðaráætlunar í loftgæðum 2018-2029. Í skýrslunni er farið yfir mengunarmælingar frá mælistöðvum loftgæða á Íslandi og mælingar settar í samhengi við íslenskar reglugerðir um loftgæði. Að auki hefur Umhverfisstofnun gefið út fylgiskjal ársskýrslunnar, Loftgæði á Íslandi - Umhverfisvísar, vöktun og uppsprettur, en þar er farið almennt í loftgæði á Íslandi, loftmengandi efni sem umhverfisvísa, uppsprettur loftmengunar á Íslandi auk vöktunar. Skjölin eru aðgengileg á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is, eða með því að smella hér: https://ust.is/loft/loftgaedi/skyrslur-og-leidbeiningar/

8.Áskorun til sveitarfélaga vegna heimilissorps

Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Bertu Daníelsdóttur framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans, dags. 14.10.2019 þar sem fram kemur að Blái herinn, Plokk á Íslandi og Íslenski sjávarklasinn hafa tekið höndum saman um að hvetja sveitarfélög og landsmenn alla til þess að loka betur ruslatunnum svo koma megi í veg fyrir að rusl úr heimilistunnum berist út á götur og haf. Skorað er á sveitarfélög að taka þessi mál föstum tökum og bjóða bæjarbúum upp á einfaldar lausnir til að loka sorptunnum s.s. teygjufestingar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna kostnaðar við kaup á einföldum lausnum til að loka sorptunnum.

9.Flugklasinn - skýrsla 2019

Málsnúmer 1904026Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um starf Flugklasans Air 66N fyrir tímabilið 01.04.2019 til 11.10.2019.

10.Ágóðahlutagreiðsla 2019

Málsnúmer 1910022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Önnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra EBÍ dags. 08.10.2019 þar sem fram kemur að á hlutabréfafundi fulltrúaráðs EBÍ þann 20.09.2019 hafi verið samþykkt að áfram yrði greiddur hagnaður af starfsemi félagsins til aðildarsveitafélaga í formi ágóðahlutar. Hlutdeild Fjallabyggðar í sameignarsjóði EBÍ er 2,467% og greiðsla ársins þann 16. október var því í hlutfalli af 50 mkr. kr. 1.233.500.-

11.Uppskeruhátíð ferðaþjónustu á Norðurlandi

Málsnúmer 1910062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Rögnvaldar Más Helgasonar fh. Markaðsstofu Norðurlands, dags. 17.10.2019 þar sem fram kemur að uppskeruhátíð ferðaþjónustu á Norðurlandi muni fara fram 24. október næstkomandi í Hörgársveit, Hjalteyri, Hauganesi, Hrísey og Árskógströnd.

Allar nánari upplýsingar um hátíðina má finna inn á heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands: https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/frettir-af-innra-starfi/frettir/category/1/uppskeruhatid-ferdathjonustu-a-nordurlandi-skraning-1

12.Fyrirspurn frá trolla.is varðandi menningarstefnu

Málsnúmer 1910042Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Gunnars Smára Helgasonar fh. Hljóðsmárans ehf., dags 14.10.2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum um eftirfarandi:
1. Stendur til að skipa vinnuhóp um gerð nýrrar menningarstefnu og hvenær á hann þá að skila sínu verki?
2. Í gögnum á vefsíðu FB fyrir umsækjendur um menningarstyrk 2020 er vísað í menningarstefnu FB frá 2009, sem er mjög metnaðarfull stefna. Hver er áætluð heildarupphæð til menningarstyrkja 2020?

Svar bæjarráðs :
1. Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar mun taka til umræðu endurskoðun á menningarstefnu Fjallabyggðar.
2. Heildarupphæð menningarstyrkja fyrir árið 2020 verður ákveðinn við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.


13.Málþing ungmenna á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer

Í kjölfar þess að stjórn Eyþings ákvað að leggja til fjármagn að upphæð 2,5 mkr. til að hald málþing ungmenna á Norðurlandi eystra á árinu 2019. Var óskað eftir samstarfi um verkefnið við sveitarfélög á svæðinu sem og að tengjast félagsmiðstöðvum og ungmennaráðum sveitarfélaganna með það að markmiði að stofna stýrihóp og samráðsvettvang ungmenna um fyrirhugað málþing. Fulltrúar frá Langanesbyggð, Fjallabyggð og Akureyri hafa verið skipaðir í stýrihóp sem vinnur að undirbúningi verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir að skipa deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í stýrihópinn fh. Fjallabyggðar.

14.Ráðstefna á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar: Nordregio Forum 2019

Málsnúmer 1910057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Hönnu Dóru Másdóttur fh. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 15.10.2019 þar sem fram kemur að árlega heldur Norræna fræðastofnunin í skipulags- og byggðamálum, Nordregio, sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar áhugaverðar ráðstefnur í formennskulandi hvers árs. Nordregio stundar rannsóknir á sviði skipulags- og byggðamála auk þess að þróa og miðla þekkingu um byggða- og skipulagsmál til viðeigandi stofnana innan þessara málaflokka á Norðurlöndum.
Seigla, færni og sjálfbær ferðaþjónusta eru lykilorð ráðstefnunnar í ár sem haldin verður í Hörpu dagana 27.- 28. nóvember nk.

15.Boð á norræna ráðstefnu: The Working Conditions of Tomorrow - nýjar áskoranir á vinnumarkaði og vinnuumhverfi

Málsnúmer 1910059Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Þórunnar Sveinsdóttur fh. Vinnueftirlitsins, dags. 16.10.2019 þar sem fram kemur að norræna ráðstefnan „The Working Conditions of Tomorrow“ - nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfinu verður haldin á Grand Hótel 7. nóvember nk. frá kl. 8:30-14:50
Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um breytingar á vinnumarkaði sem geta haft áhrif á vinnuumhverfi framtíðarinnar og starfsaðstæður, hvernig hægt er að skapa góða vinnustaði sem stuðla að heilsu, öryggi og réttindum starfsfólks og skipulagt samstarf þvert á landamæri og innanlands til þess að uppræta félagsleg undirboð og brotastarfsemi.

16.Aðalfundur Eyþings 15.-16. nóvember á Dalvík

Málsnúmer 1910064Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Helgu Maríu Pétursdóttur framkvæmdastjóra Eyþings, dags. 17.10.2019 þar sem fram kemur að aðalfundur Eyþings verður haldinn á Dalvík 15. - 16. nóvember nk.

Fulltrúar Fjallabyggðar eru Gunnar I. Birgisson, Helga Helgadóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir og Jón V. Baldursson.

17.Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa

Málsnúmer 1910066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Þórdísar B. Sigþórsdóttur fh. Umhverfisstofnunar, dags. 18.10.2019 þar sem fram kemur að 22. ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna Náttúrustofnu verður haldinn 14. nóvember nk. Upplýsingar um staðsetningu og skráningareyðublað verða send út þegar nær dregur.

18.Frá nefndasviði Alþingis - 116. mál til umsagnar

Málsnúmer 1910035Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar tillaga Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 11.10.2019 til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál.

19.Frá nefndasviði Alþingis - 148. mál til umsagnar

Málsnúmer 1910054Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar tillaga Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15.10.2019 um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.

20.Til umsagnar 123. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1910065Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frumvarp Velferðarnefndar Alþingis, dags. 18.10.2019 til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál.

21.Fundagerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

Málsnúmer 1908023Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 238. og 239. funda stjórnar AFE.

Fundargerðirnar eru aðgengilegar á heimasíðu AFE https://www.afe.is/is/um-afe/fundargerdir

22.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir
76. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 11. október sl.
108. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 14. október sl.
17. fundar stjórnar Hornbrekku frá 17. október sl.
22. fundir ungmennaráðs Fjallabyggðar frá 17 október sl.
77. fundur fræðslu- og frístundanefndar frá 18. október sl.

Fundi slitið - kl. 17:30.