Bæjarráð Fjallabyggðar

616. fundur 20. ágúst 2019 kl. 16:30 - 18:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Erindi frá framkvæmdastjóra AFE

Málsnúmer 1908010Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu Sigmundur Einar Ófeigsson framkvæmdastjóri AFE og Katrín Sigurjónsdóttir formaður stjórnar og fóru yfir starfsemi félagsins og hugsanlega sameiningu AFE, Eyþings og AÞ og reifuðu helstu verkefni sem eru í gangi hjá félaginu.

2.Endurskoðun og endurnýjun á samstarfssamningi

Málsnúmer 1809083Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur milli Fjallabyggðar og Skógræktarfélags Siglufjarðar um uppbyggingu útivistarsvæða í umsjón skógræktarfélagsins fyrir árin 2019 og 2020.

3.Flóð og úrkoma

Málsnúmer 1908024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit Veðurstofu Íslands yfir úrkomu og hita á Siglufirði og í Ólafsfirði fyrir tímabilið 10. - 14. ágúst 2019 og 26. - 30. ágúst 2015.

Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar frá 17.11.2017 vegna vatnsveðurs dagana 12. - 14. október 2017 auk minnisblaðs frá Verkfræðistofunni VSÓ, dags. 19.10.2017 sem hannar fráveitukerfi Fjallabyggðar. Í minnisblaði VSÓ er farið yfir sögu fráveitukerfis á Siglufirði, greiningu vegna ástands sem skapaðist dagana 12.-14. október 2017 og mögulegar fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að draga úr vandamálum við næstu flóð, auk viðbragsáætlunar og búnaðar þegar næst koma upp krefjandi aðstæður vegna úrkomu.

Bæjarstjóri mun leggja fram tillögu varðandi úrbætur á holræsakerfi Fjallabyggðar á næsta fundi bæjaráðs.
Fylgiskjöl:

4.Framkvæmdir 2019

Málsnúmer 1907004Vakta málsnúmer

Lagt fram ársfjórðungsyfirlit yfir stöðu framkvæmda í ágúst 2019 samkvæmt beiðni eftirlitsnefndar sveitarfélaga.

Framkvæmdir eru innan heimildar fjárhagsáætlunar 2019.

5.Erindi frá Golfklúbbi Siglufjarðar

Málsnúmer 1903006Vakta málsnúmer

Á 604. fundi bæjarráðs þann 14.05.2019 óskaði ráðið eftir umsögn bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála vegna erindis Jóhanns Más Sigurbjörnssonar fh. Golfkklúbbs Siglufjarðar (GKS), dags. 28.05.2019.

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags, 16.08.2019 ásamt fylgigögnum vegna erindis Golfklúbbs Siglufjarðar frá 28.05.2019.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi gögn og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að senda svarbréf til forsvarsmanns GKS.

6.Trúnaðarmál - Innheimta

Málsnúmer 1806061Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

7.Styrkir til uppbyggingar hleðslustöðva fyrir rafbíla

Málsnúmer 1908027Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing Orkusjóðs um styrki til uppbyggingar hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla ásamt minnisblaði skipulags- og tæknifulltrúa, dags. 19.08.2019 vegna umsóknar um styrk fyrir hraðhleðslustöð í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og tæknifulltrúa að vinna málið áfram.

8.Óásættanleg meðferð og stjórnsýsla á opinberu fé

Málsnúmer 1807054Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jóns Björnssonar fh. Verkvals ehf, dags. 16.08.2019 þar sem óskað er eftir svari við því hvenær hreinsun á holræsakerfi sveitarfélgsins verður boðin út.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

9.Alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle

Málsnúmer 1908025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Dagfinns Sveinbjörnssonar fh. Arctic Circle, dags. 08.08.2019 vegna alþjóðaþings Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle sem haldinn verður í sjöunda sinn í Hörpu, Reykjavík, dagana 10.-13. október nk.

10.Sóknaráætlun : Vinnustofa

Málsnúmer 1908026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynninga erindi Helgu Maríu Pétursdóttur fh. Eyþings, dags. 15.08.2019 þar sem boðað er til vinnustofu vegna Sóknaráætlunar með fulltrúaráði Eyþings, Eyþingi, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyjinga (AÞ) og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) á Húsavík 2. september nk. kl. 13-16.

11.Húsnæðismál á landsbyggðinni

Málsnúmer 1809048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Einars Þorvaldar Eyjólfssonar fh. Íbúðarlánasjóðs, dags. 09.08.2019 þar sem fram kemur að Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun, að beiðni félagsmálaráðherra, boða fulltrúa sveitarfélaga til fundar á Hótel KEA fimmtudaginn 29. ágúst nk. kl. 14 þar sem farið verður yfir stöðu húsnæðisáætlana, kynntur möguleiki á húsnæðisgrunni Íbúðarlánasjóðs og notkun rafrænnar byggingagáttar Mannvirkjastofnunar.

Bæjarráð samþykkir að deildarstjóri félagsþjónustu sæki fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.

12.Mararbyggð 41 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1908031Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ármanns Viðars Sigurðssonar, dags. 19.08.2019 þar sem óskað er eftir leyfi til þess að hefja undurbúningsframkvæmdir á lóðinni við Mararbyggð 41 ásamt umsókn um byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi umsókn og aðaluppdráttum.

Bæjarráð samþykkir undirbúningsframkvæmdir á lóðinni við Mararbyggð 41 ásamt byggingarleyfi.

13.Fundagerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

Málsnúmer 1908023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 237. fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar frá 14. ágúst sl.

14.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243

Málsnúmer 1908003FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13. ágúst 2019 Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar.

    Helgi Jóhannsson lagði fram eftirfarandi bókun:
    Hér kristallast það metnaðarleysi sem núverandi meirihluti sýnir í verki í þessu máli. Í stað þess að leggja fram verulegt fjármagn til að klára þetta svæði þá er því litla fé sem lagt var fram við gerð fjárhagsáætlunar 2019 skorið niður. Ljóst er að engar framkvæmdir fara fram á svæðinu í ár, annað árið í röð. Það kemur kannski ekki á óvart þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut þegar kemur að því að veita fjármagni í að fegra opin svæði í sveitarfélaginu, en maður reiknaði með að Betri Fjallabyggð kæmi kannski með ferska vinda í þessum efnum. Þeir vindar blása ekki enn, í þessu máli alla vega.
    Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13. ágúst 2019 Nefndin felur tæknideild að grenndarkynna málið fyrir íbúum. Bókun fundar Bæjarráð telur framkvæmd grenndarkynningar í skilningi skipulags- og byggingarlaga ekki eiga við í þessu tilviki og samþykkir að vísa málinu aftur til skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13. ágúst 2019 Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið.
    Nefndin heimilar Markaðstofu Ólafsfjarðar afnot af lóðinni til þriggja ára.
    Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13. ágúst 2019 Nefndin óskar eftir að fá fulltrúa Viking Heliskiing til næsta fundar ásamt fulltrúum frá skógrækt Siglufjarðar og hestamannafélaginu Glæsir. Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13. ágúst 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13. ágúst 2019 Nefndin frestar ákvörðunartöku um nýjan urðunarstað til næsta fundar. Ákveðið hefur verið að fara í vettvangsferð til skoðunar á nýjum urðunarstað. Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13. ágúst 2019 Nefndin samþykkir umsókn til þess að gróðursetja á lóð Menntaskólans. Nefndin frestar ákvörðun um framtíðarsvæði til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

15.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 73

Málsnúmer 1908004FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 12. ágúst 2019 Umbótaáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2018, sem gerð var í kjölfar ytra mats, var lögð fram til kynningar. Umbótaáætlun var skilað til Mennta- og menningarmálaráðuneytis í júní sl. Áfram verður unnið að umbótum samkvæmt umbótaáætlun og mun ráðuneytið kalla eftir stöðu umbóta í maí 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 12. ágúst 2019 Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar fór yfir skólabyrjun á þessu skólaári en fyrsti dagur eftir sumarfrí var 6. ágúst. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 12. ágúst 2019 Umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar 2018, sem gerð var í kjölfar ytra mats, var lögð fram til kynningar. Umbótaáætlun var skilað til Mennta- og menningarmálaráðuneytis í júní sl. Unnið hefur verið að umbótum í kjölfar ytra mats síðan árið 2016 og er nú öllum umbótaþáttum í áætluninni lokið. Ekki verður um frekari eftirfylgni að ræða frá ráðuneytinu. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 12. ágúst 2019 Aðstoðarskólastjóri sagði starfi sínu lausu í sumar. Breyting var gerð á stjórnun grunnskólans og verða tveir deildarstjórar ráðnir í stað aðstoðarskólastjóra. Þeir munu hafa aðsetur í sitt hvorri starfsstöðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 12. ágúst 2019 Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar fór yfir skólabyrjun á þessu skólaári en skólasetning verður með hefðbundnum hætti 23. ágúst nk. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 12. ágúst 2019 Í janúar sl. hófst vinna við endurgerð sýnar og stefnu grunnskólans í samstarfi við Tröppu ehf. Skýrsla um stöðu verkefnis var lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 12. ágúst 2019 Samningur við Suðurleiðir ehf. um skóla- og frístundaakstur 2019-2022 var lagður fram til kynningar. Samið er til þriggja ára og tekur nýr samningur gildi 20. ágúst nk. Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

16.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 106

Málsnúmer 1908005FVakta málsnúmer

  • 16.1 1902009 Aflatölur 2019
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 106. fundur - 12. ágúst 2019 Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 1. ágúst 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.
    2019 Siglufjörður 11136 tonn í 1072 löndunum. 2019 Ólafsfjörður 246 tonn í 281 löndunum. 2018 Siglufjörður 9309 tonn í 1050 löndunum. 2018 Ólafsfjörður 292 tonn í 329 löndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 106. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 106. fundur - 12. ágúst 2019 Hafnarstjóri fór yfir rekstur Fjallabyggðarhafna. Rekstur er í góðu jafnvægi og stefnir í að fjárhagsáætlun 2019 standist. Bókun fundar Afgreiðsla 106. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 106. fundur - 12. ágúst 2019 Yfirhafnarverði falið að skila inn upplýsingum til Umhverfisstofnunar en frestur er til 31.12.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 106. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 106. fundur - 12. ágúst 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 106. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 106. fundur - 12. ágúst 2019 Lagt fram til kynningar erindi frá Siglingaráði Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 106. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 106. fundur - 12. ágúst 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 106. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:15.