Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243

Málsnúmer 1908003F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 616. fundur - 20.08.2019

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13. ágúst 2019 Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar.

    Helgi Jóhannsson lagði fram eftirfarandi bókun:
    Hér kristallast það metnaðarleysi sem núverandi meirihluti sýnir í verki í þessu máli. Í stað þess að leggja fram verulegt fjármagn til að klára þetta svæði þá er því litla fé sem lagt var fram við gerð fjárhagsáætlunar 2019 skorið niður. Ljóst er að engar framkvæmdir fara fram á svæðinu í ár, annað árið í röð. Það kemur kannski ekki á óvart þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut þegar kemur að því að veita fjármagni í að fegra opin svæði í sveitarfélaginu, en maður reiknaði með að Betri Fjallabyggð kæmi kannski með ferska vinda í þessum efnum. Þeir vindar blása ekki enn, í þessu máli alla vega.
    Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13. ágúst 2019 Nefndin felur tæknideild að grenndarkynna málið fyrir íbúum. Bókun fundar Bæjarráð telur framkvæmd grenndarkynningar í skilningi skipulags- og byggingarlaga ekki eiga við í þessu tilviki og samþykkir að vísa málinu aftur til skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13. ágúst 2019 Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið.
    Nefndin heimilar Markaðstofu Ólafsfjarðar afnot af lóðinni til þriggja ára.
    Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13. ágúst 2019 Nefndin óskar eftir að fá fulltrúa Viking Heliskiing til næsta fundar ásamt fulltrúum frá skógrækt Siglufjarðar og hestamannafélaginu Glæsir. Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13. ágúst 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13. ágúst 2019 Nefndin frestar ákvörðunartöku um nýjan urðunarstað til næsta fundar. Ákveðið hefur verið að fara í vettvangsferð til skoðunar á nýjum urðunarstað. Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13. ágúst 2019 Nefndin samþykkir umsókn til þess að gróðursetja á lóð Menntaskólans. Nefndin frestar ákvörðun um framtíðarsvæði til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 616. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.