Húsnæðismál Leikskála

Málsnúmer 1404070

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 06.05.2014

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir, leikskólastjóri og Kristín H Karlsdóttir, aðstoðarleikskólastóri .
Fylgdu þær úr hlaði greinargerð sinni um húsnæðismál Leikskála á Siglufirði. Í greinargerðinni kemur fram að húsnæði Leikskála rúmar ekki lengur starfsemina og leggja þær áherslu á að gripið verði til aðgerða sem fyrst. Benda þær á að umsóknum um leikskólapláss hefur fjölgað mjög umfram væntingar og skýrist þessi fjölgun af jákvæðri íbúaþróun í bæjarfélaginu. Telja leikskólastjórar raunhæfasta kostinn að að setja upp lausa kennslustofu á lóð leiksólans til að bregðast við vandanum.

Fræðslu- og frístundanefnd tekur undir sjónarmið leikskólastjóranna og beinir þeim tilmælum til bæjaryfirvalda að þegar í stað verði leitað efir lausri kennslustofu til leigu til skemmri tíma, meðan ákvörðun er tekin um framhaldið.
Jafnframt telur nefndin nauðsynlegt að ráðast í greiningarvinnu á framtíðarlausn húsnæðismála Leikskála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur - 08.07.2014

Deildarsstjórar fjölskyldu- og tæknideildar og bæjarstjóri hafa komið fram með tillögu um kaup á lausri leikskólastofu fyrir Leikskála. Deildarstjóri tæknideildar var falið að skoðað þær einingar sem koma til greina.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar frá 3. júlí 2014.

Þar kemur fram að áætlaður heildarkostnaður með flutningi og uppsetningu er 8,5 m.kr.

Bæjarráð samþykkir að ráðast í framkvæmdina og að húsnæðið verði tilbúið í byrjun september til notkunar.


Miðað er við að fjármögnun verði innan heimilda í framkvæmdaáætlun ársins og er vísað í tillögu að viðauka 5 sem verður til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.