Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26. september 2012
Málsnúmer 1209012F
Vakta málsnúmer
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26. september 2012
Á 80. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar var tilkynnt um nefndarbreytingu. Aðalmaður og formaður skipulags- og umhverfisnefndar verður í stað Kristins Gylfasonar B-lista, Helga Jónsdóttir B-lista og varamaður fyrir Helgu Jónsdóttur verður Ingvar Erlingsson B-lista.
Nefndin þakkar Kristni Gylfasyni vel unnin störf.
Bókun fundar
Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 82. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26. september 2012
Lagður fram undirskriftarlisti íbúa við Suðurgötu á Siglufirði sem mótmæla harðlega þeirri breytingu sem samþykkt var á 124. fundi skipulags- og umhverfisnefndar um að banna ætti lögn bifreiða á austurkanti götunnar frá Suðurgötu 77 til norðurs að gatnamótum við Laugarveg, en leyfa hana á vesturkanti á sama kafla. Bent er á að mikill bílastæðavandi er frá Suðurgötu 42 til Suðurgötu 59. Við áðurnefnda breytingu fækkar stæðunum enn frekar auk þess sem bílaumferðin sé hrakin upp að gangstéttarbrúninni.
Nefndin bókar að tvær forsendur voru fyrir breytingu á lögn bifreiða við Suðurgötu. Talin er vera minni slysahætta ef ekki er lagt við gangstétt auk þess sem snjómokstur verður auðveldari fyrir vikið. Nefndin vill láta reyna á þetta fyrirkomulag til vors.
Hilmar Elefsen bókar að hann vilji láta fella þessa breytingu úr gildi.
Bókun fundar
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson og Ingvar Erlingsson.<BR>Í tengslum við afgreiðslu 144. fundar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkir bæjarstjórn með 9 atkvæðum að fella úr gildi breytingu sem samþykkt var á 124. fundar skipulags- og umhverfisnefndar um bann við lögn bifreiða á austurkanti götunnar frá Suðurgötu 77 Siglufirði, til norðurs að gatnamótum við Laugarveg.</DIV></DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26. september 2012
Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögn um drög að heildstæðu frumvarpi til náttúruverndarlaga. Drögin byggja á hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands. Óskar ráðuneytið eftir því að umsögn berist í síðasta lagi 25. september.
Engar athugasemdir voru gerðar við drögin.
Bókun fundar
Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 82. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26. september 2012
Lagðar fram byggingarnefndarteikningar fyrir stækkun grunnskólans við Norðurgötu á Siglufirði.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
<DIV>Til máls tók Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 82. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26. september 2012
Lagður fram nýr lóðarleigusamningur fyrir Hverfisgötu 15 á Siglufirði .
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 82. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26. september 2012
Eigendur Kirkjuvegar 16 sækja um breytingar á húseigninni samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Að auki er lagður fram nýr lóðarleigusamningur fyrir húseignina.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 82. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26. september 2012
Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir áætlaða hótelbyggingu að Snorragötu 3.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 82. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26. september 2012
Lögð fram greinargerð frá Vegagerðinni um umferðaröryggi á Siglufirði og í Ólafsfirði.
Nefndin samþykkir gerð biðstöðva og miðeyja við gangbrautir samkvæmt framlagðri greinargerð sem unnin er í tengslum við umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar, en þeirri vinnu er ekki lokið.
Bókun fundar
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 82. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26. september 2012
Eigandi húseignarinnar að Suðurgötu 58 sækir um að byggja sólskála á suður- og vesturhlið hússins samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Erindi samþykkt með fyrirvara um að endanlegar teikningar berist sem og skráningartafla.
Bókun fundar
Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 82. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26. september 2012
Á 141. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var framkvæmdaleyfi fyrir væntanlegri Hálsalyftu á skíðasvæðinu í Skarðsdal samþykkt með fyrirvara um að nánari teikningar og hönnun af undirstöðum myndi berast.
Lagðar eru fram til kynningar teikningar af undirstöðum væntanlegrar lyftu.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 82. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26. september 2012
Guðmundur Garðarsson fyrir hönd Knolls ehf. sækir um leyfi til útlitsbreytinga á efri hæð húsnæðis Knolls ehf. að Múlavegi 7 samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 82. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26. september 2012
Sigurður Hlöðversson sækir um fyrir hönd húseiganda að Hvanneyrarbraut 59 leyfi til byggingu svala og staðsetningu hurðar vegna flóttaleiðar úr risi.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 82. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26. september 2012
Gunnar St. Ólafsson fyrir hönd Selvíkur ehf. sækir um leyfi til að hefja framkvæmdir við fyllingu undir væntanlegt hótel í samræmi við hönnun Siglingastofnunar. Einnig er sótt um leyfi til námuvinnslu í námu við Selgil.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 82. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26. september 2012
Umhverfissstofnun sendir inn bréf er varðar notkun vélknúinna ökutækja við leitir. Umhverfisstofnun hvetur þá sem skipuleggja leitir að upplýsa viðkomandi aðila um þær reglur sem gilda um notkun vélknúinna ökutækja í náttúru Íslands til þess að komast megi hjá spjöllum.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 82. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26. september 2012
Lögð fram til kynningar sala á jörðinni Bakka í Ólafsfirði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 82. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.