Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið frá janúar til og með júlí. Staða hafnarsjóðs er í samræmi við áætlun ársins. Helstu framkvæmdum er að ljúka.
Má hér nefna;
1. Unnið hefur verið við sandfangara í Ólafsfirði og eru þær framkvæmdir á lokasprettinum.
2. Malbikunarframkvæmdir á Siglufirði er lokið og hafa þær stórbætt aðstöðu á hafnarsvæðinu.
3. Búið er að flytja flotbryggju á Siglufjörð en eftir er að setja hana niður og verður það gert innan tíðar.
4. Búið er að lagfæra akstur um hafnarsvæðið - einstefna að hluta.
5. Framkvæmdum við timburbryggju lauk fljótlega eftir áramót og tókst hún vel.
6. Verið er að kanna stálþil við hafnarbryggju en ljóst er að sú bryggja kallar á mikið viðhald á næstu árum.
Búið er að greiða vegna framkvæmda kr. 12.257.000.- en áætlun gerir ráð fyrir að heildarframkvæmdakostnaður verði um 21.3 m.kr.
Launakostnaður er um 94% af kostnaðaráætlun á þessu tímabili.
Formaður hafnarstjórnar fagnar góðri stöðu hafnarsjóðs.
Formaður bæjarráðs, Ólafur H. Marteinsson gerði grein fyrir fundargerð.