Breytingar á nefndarskipan

Málsnúmer 1209028

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 80. fundur - 12.09.2012

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum eftirfarandi breytingu á nefndarskipan :
Inga Eiríksdóttir verður varamaður T- lista í menningarnefnd í stað Bergþórs Morthens.
Helga Jónsdóttir, B - lista, verður aðalmaður í skipulags- og umhverfisnefnd í stað Kristins Gylfasonar.
Ingvar Erlingsson, B-lista, verður varamaður í skipulags- og umhverfisnefnd í stað Helgu Jónsdóttur.
Halldóra S. Björgvinsdóttir S-lista, verður aðalmaður í fræðslunefnd í stað Jakobs A. Kárasonar.

Jakob Ö. Kárason S-lista, verður varamaður í fræðslunefnd í stað Hilmars Þ. Elefsen.

 

Bæjarstjórn Fjallabyggðar þakkar nefndarmönnum vel unnin störf fyrir sveitarfélagið og óskar þeim velfarnaðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 26.09.2012

Á 80. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar var tilkynnt um nefndarbreytingu. Aðalmaður og formaður skipulags- og umhverfisnefndar verður í stað Kristins Gylfasonar B-lista, Helga Jónsdóttir B-lista og varamaður fyrir Helgu Jónsdóttur verður Ingvar Erlingsson B-lista.

 

Nefndin þakkar Kristni Gylfasyni vel unnin störf.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 10.10.2012

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum eftirfarandi breytingar á nefndarskipan:
Katrín Freysdóttir verður aðalmaður í fræðslunefnd í stað Rósu Jónsdóttur og
Rósa Jónsdóttir verður varamaður í fræðslunefnd í stað Katrínar Freysdóttur.

Ólafur H. Kárason verður varamaður í félagsmálanefnd í stað Ólínu Þóreyjar Guðjónsdóttir.

Helga Helgadóttir verður aðamaður í bæjarráði í stað Bjarkeyjar Gunnarsdóttur og Ingvar Erlingsson varamaður í stað Helgu Helgadóttur.