Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði - heimild til niðurrifs

Málsnúmer 1103013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 205. fundur - 08.03.2011

Bæjarráð samþykkti að auglýsa Kirkjuveg 4, Ólafsfirði til sölu á 188. fundi sínum 26. október s.l.
Ekki hefur tekist að selja eignina og samþykkir bæjarráð því nú að óska tilskilinna leyfa til að rífa húsið.
Jafnframt að leitað verði tilboða í niðurrif og frágang á umræddri lóð og upplýsingum frá tæknideild um förgunarkostnað.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 110. fundur - 31.03.2011

Bæjarráð óskar eftir tilskildum leyfum til niðurrifs á húseign við Kirkjuveg 4, Ólafsfirði.

Fyrir liggur þinglýsingarvottorð frá sýlsumanni og eru engar kvaðir á eigninni. 

Tillaga frá Helga:

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar heimilar ekki að svo stöddu niðurrif á Kirkjuvegi 4 fyrr en húsakönnun í Ólafsfirði hefur farið fram.  Fjallabyggð fékk úthlutað 1 milljón frá Húsfriðunarnefnd til að framkvæma byggða- og húsakönnun í Ólafsfirði.  Því telur nefndin það rétt að bíða með að veita heimild til niðurrifs á Kirkjuvegi 4 og óskar jafnframt eftir því að húsakönnun verði flýtt.

Nefndin samþykkir tillöguna en óskar jafnframt eftir kostnaðaráætlun við niðurrif og frágang á umræddri lóð frá tæknideild.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 114. fundur - 26.05.2011

Umsögn hefur borist frá Fornleifavernd ríkisnins, Sigurði Bergsteinssyni minjaverði Norðurlands eystra varðandi Kirkjuveg 4, Ólafsfirði.  Sigurður leggst gegn því að húsið við Kirkjuveg 4 verði rifið og vonast til að gert verði við það og því fundið verðugt hlutverk.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 216. fundur - 31.05.2011

Umsögn hefur borist frá Fornleifavernd ríkisins, Sigurði Bergsteinssyni minjaverði Norðurlands eystra, varðandi Kirkjuveg 4, Ólafsfirði, þar sem lagst er gegn því að húsið við Kirkjuveg 4 verði rifið og er vonast til þess að gert verði við það og því fundið verðugt hlutverk.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram með þær hugmyndir sem fram komu á fundi bæjarráðs í ljósi umsagnar Fornleifaverndar ríkisins og komi með tillögu til bæjarráðs.