Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008 - 2028.

Málsnúmer 0811043

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 28.04.2010

Lögð er fram tillaga að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 - 2028, með áorðnum breytingum,og að svæðið á Kleifum verði skilgreint sem landbúnaðarsvæði með hverfisvernd. 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu og felur tæknideild að fá heimild skipulagsstofnunar að tillagan verði auglýst, skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 19.08.2010

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur auglýst tillögu að nýju Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 ásamt umhverfisskýrslu samkv. 18. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997.  Tillagan sem nær til alls sveitarfélagsins er sett fram í aðalskipulagsgreinargerð, umhverfisskýrslu, þéttbýlisuppdrætti í mælikvarða 1:10.000 og sveitarfélagsuppdrætti í mælikvarða 1:100.000.

Frestur til að senda inn athugasemdir var miðvikudagurinn 4. ágúst 2010.

Lagðar eru fram til kynningar þær athugasemdir sem bárust og er aðalskipulagshönnuði skipulagsins falið að fara yfir innkomnar athugasemdir og boðað verður til vinnufundar með hönnuði og skipulagsnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 96. fundur - 01.09.2010

Halldór Jóhannsson frá Teikn á lofti mætti á fundinn og var farið yfir þær athugasemdir sem inn komu að tillögu að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.  Halldóri var falið að gera endanlega tillögu að svörum við athugasemdum í samræmi við þær umræður og ákvarðanir sem komu fram á fundinum og koma með á næsta fund.
 

Elín vék af fundi þegar umræður voru um Héðinsfjörð. 

 

Nefndin ákvað að fara ferð á Siglunes, föstudaginn 3. september.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 99. fundur - 28.09.2010

Halldór Jóhannsson hönnuður aðalskipulagsins mætti á fundinn.  Farið var yfir innkomnar athugsemdir og tillögu að svörum að tillögu aðalskipulags Fjallabyggðar 2008 - 2028.
Nefndin afgreiddi tillögurnar sem bíða afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
Eftirfarandi athugsemdir bárust og eru svör nefndarinnar á eftir hverri athugsemd fyrir sig.
 

Efni:  Tillaga að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.

Athugsemd  varðandi:

Dreifbýli Siglufirði reitur nr. Þ1 þjónustumiðstöð og verslun.

Þar sem stendur, sjá feitletraðan texta:

"Siglufjörður

Gert er ráð fyrir fyllingu við Snorragötu sem verði skilgreind sem hafnarsvæði/þjónustusvæði.  Sú stækkun svæðisins gefur verslunar- og þjónustugreinunum möguleika á að tengjast betur höfninni og þeirri starfsemi.  Svæði gæti verið mjög áhugavert fyrir hótel eða gistihús ásamt greiðasölu.

Til að koma til móts við þá breytingu sem Héðinsfjarðargöng hafa í för með sér varðandi aðkomu í Siglufjörð er gert ráð fyrir bensínstöð, verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir útivistarsvæði í Hólsdal.  Einnig er gert ráð fyrir að þessi reitur geti þjónustað skíðasvæðið í Skarðsdal og frístundabyggðina á Saurbæjarás."

Ég geri athugasemd við það að þetta svæði verði skipulagt fyrir bensínstöð, verslun eða þjónustumiðstöð, þar sem þetta er mikið náttúru og útivistarsvæði, og passar engan vegin fyrir slíka þjónustu.  Sjónmengun gæti einnig orðið mikil, ef þarna kæmu stór og litrík auglýsingar- og ljósaskilti sem sjást langar leiðir, og yrði væntanlega með því fyrsta sem fólk kæmi auga á þegar það kemur akandi niður ásinn frá Héðinsfjarðargöngunum.

Einnig finnst mér nálægðin við kirkjugarðinn ekki passa við þetta skipulag.

Fjarlægðin við þéttbýlið og aðra þjónustu er ekki það mikil, að nauðsynlegt sé að útbúa reit fyrir þjónustumiðstöð og verslun á þessum stað.

Virðingarfyllst

Halldóra Salbjörg Björgvinsdóttir

Svar:

Aðalskipulagstillagan miðar að aukinni útivist í Hóls- og Skarðsdal og því er talið að auka þurfi þjónustu þar í samræmi við þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á svæðinu þ.m.t tjaldsvæði, knattspyrnusvæði, golfvöllur, hestamannasvæði, flugvöllur, skógræktarsvæði og skíðasvæði. Jafnframt gerir tillagan ráð fyrir aukinni frístundabyggð á svæðinu.

Staðsetning reitsins er valin með tilliti til áður tilgreindra þátta sem og út frá gatnamótum nýrrar veglínu um Héðinsfjarðargöng og væntanlegum jarðgöngum yfir í Fljót. Þjónustureiturinn er því talinn mikilvægur uppbyggingu á svæðinu. Jafnframt má rökstyðja að þjónustumiðstöðin dragi úr óæskilegri umferð inn í þéttbýlið og bæti því búsetuskilyrði á Siglufirði.

Við deiliskipulagningu svæðisins verður tekið tillit til þess umhverfis og landslags sem umlykur svæðið s.s. kirkjugarðsins og lífríkisins á Leirunum.

 

Veiðifélag Ólafsfjarðar gerir athugasemdir við nýtt aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028.

Ólafsfjarðarvatn er á náttúruminjaskrá sem mjög sérstakt náttúrufyrirbrigði.  Því þarf að fara mjög varlega í allar framkvæmdir sem áhrif geta haft á Ólafsfjarðarvatn.

Vegna allra þessara framkvæmda viljum við benda á að í 33. gr. laga nr. 61 frá 2006 um lax- og silungsveiði eru ákvæði um framkvæmdir við ár og vötn, þar segir;  " Sérhver framkvæmd í eða við veiðivatn, allt að 100 metrum frá bakka, sem áhrif getur haft á fiskigengd þess, afkomu fiskstofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti, er háð leyfi Fiskistofu.  .....Með umsókn framkvæmdaraðila eða landeiganda til Fiskistofu um leyfi til að framkvæmda við ár og vötn skulu fylgja álít viðkomandi veiðifélags þegar það á við og umsögn sérfræðings á sviði veiðimála um hugsanleg áhrif framkvæmdar á lífríki veiðivatns.  Leyfi skal aflað áður en ráðist er í framkvæmd.?

http://www.fiskistofa.is/laxogsilungs/umhverfismallaxfiska/

Ekki er samkvæmt lögum nægilegt fyrir framkvæmdaraðila að fá umsögn Veiðifélags Ólafsfjarðar, einnig þarf umsögn sérfræðings á sviði veiðimála að liggja fyrir auk fleiri gagna samanber umsóknareyðublað vegna framkvæmda við ár og vötn hjá Fiskistofu.

http://www.fiskistofa.is/media/laxa_silungssvid/framkvaemdirarVotn.pdf

 

Gerðar eru athugasemdir við eftirfarandi.

1)      Landfylling sunnan við Mararbyggð og út í vatn.

Áhrif af landfyllingu út í vatnið getur haft áhrif á lífríki þess.  Þar fyrir utan er hægt að benda á aðra staði sem gætu komið í staðinn.

2)      Landfylling vestan við ós.

Sjá athugasemd við lið 1.

3)      Mótorkross svæði

Bent skal á 33. Gr. laga nr. 61 frá 2006 um lax- og silungsveiði.

4)      Reið- og göngustíga meðfram vatninu.

Stígar meðfram vatninu kalla á miklar framkvæmdir s.s. brýr yfir ár og landfyllingu út í vatnið.  Þar fyrir utan þarf að gera miklar framkvæmdir þvert yfir fjörðinn framan við vatnið þar sem mikið mýrlendi er og hefði það einnig áhrif á votlendi.  Allar þessar framkvæmdir falla undir 33. gr. laga nr. 61 frá 2006 um lax- og silungsveiði.

F.h. Veiðifélags Ólafsfjarðar

Kristinn Kr. Ragnarsson

Formaður

 

Svar:

  1. og 2.

 Landfyllingar út í Ólafsfjarðarvatn sem sýndar eru í tillögu að aðalskipulagi falla undir 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum 106/2000*.  Samráð var haft m.a. við Umhverfisstofnun við vinnslu tillögunnar þar sem m.a. kemur fram:"Ólafsfjarðarvatn er á náttúruminjaskrá sem mjög sérstætt náttúrufyrirbrigði og því þyrfti að fara yfir helstu mótvægisaðgerðir svo ljóst væri að einstakir eiginleikar og mikið og fjölbreytt lífríki þess biði ekki hnekki ef kæmi til áætlaðra framkvæmda.

*Í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum 106/2000 kemur fram að fyrirhugaðar framkvæmdir skulu metnar í hverju tilviki með tilliti til eðlis, umfangs og staðsetningu hvort háðar séu mati á umhverfisáhrifum. Ef svo er mun fara fram ítarlegt umhverfismat hvorrar framkvæmdar.

Skipulagsnefnd hefur í ljósi athugasemda og að nánar athuguðu máli ákveðið að fella út af tillögu að aðalskipulagi landfyllingu sunnar Mararbyggðar.

Skipulagsnefnd telur að landfylling vestan óss sé mikilvæg í framtíðar uppbyggingu sveitarfélagsins og skuli því haldið á skipulagi en ítrekar að fyllstu umhverfissjónarmiða verði gætt og samráð haft við þar til fallna sérfræðinga samanber lög þar um, þ.m.t. til umhverfisvöktunar, áður en til hugsanlegra framkvæmda kemur. 

  1. Þar sem ekki er um mannvirkjagerð að ræða á skilgreindu móto-cross svæði, og farartæki sem þar verða leyfð lítil, eru umhverfisáhrif og mengunarhætta af þeirri starfsemi á lífríki Ólafsfjarðarvatns taldar hverfandi litlar.

Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir sérstöku átaki í að auka möguleika til útivistar í sveitarfélaginu m.a. með markvissri gerð göngu- og reiðstíga. Skipulagsnefnd hefur fjallað um athugasemd við gerð göngu- og reiðstíga umhverfis Ólafsfjarðarvatn og hefur samþykkt að fella út af tillögu að aðalskipulagi tillögu að reiðstíg. Nefndin telur hins vegar að göngustígur eða slóði umhverfis vatnið sé mikilvægur og skuli því standa. Eðli og nákvæm lega göngustíga krefst nánari útfærslu og hönnunar og verður samráð haft við Veiðifélag Ólafsfjarðar og landeigendur áður en til framkvæmda kemur.

 

Efni: Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028.

Fram kemur í greinagerð með aðalskipulagstillögunum að mikið sé af góðum reiðleiðum í Fjallabyggð.   Nefndar eru sérstaklega reiðleiðir á milli Siglufjarðar og Ólafsvíkur um Hólsdal og Skeggjabrekkudal.  Einnig reiðleið inn Nesdal og út í Siglunes, umhverfis Ólafsfjarðarvatn og suður á Lágheiði og þaðan í Fljót og til Dalvíkur.  Fram kemur einnig í greinagerðinni að gert sé ráð fyrir átaki í merkingum og lagfæringu reiðleiða á tímabilinu.  En ekki er gert ráð fyrir reiðleið í Héðinsfjörð.

Landssamband hestamannafélaga (LH) gerir eftirfarandi athugasemdir við aðalskipulagstillögur Fjallbyggðar.

LH fagnar því að átaks sé að vænta í merkingum og lagfæringum reiðleiða í sveitarfélaginu, en mótmælir því eindregið að ekki skuli ráðgerðar reiðleiðir í Héðinsfjörð.

LH bendir á að samkvæmt tillögum að aðalskipulagi Fjallabyggðar "sveitarfélagsuppdráttur" eru þær reiðleiðir / reiðstígar sem þar eru sýndar, og eru nefndar hér að ofan, eru einnig sýndar sem gönguleiðir / útivistarstígar.  Engin rök eru fyrir því að gönguleiðir / útivistastígar í  Héðinsfjörð skuli ekki jafnframt vera reiðleiðir / reiðstígar.

Á greinagerð aðalskipulagsins er að skilja að fyrirhuguð sé stækkun golfvallar í Hólsdal sem myndi þíða minnkun á því svæði sem hestamenn á Siglufirði hafa haft afnot af.  Því er nauðsynlegt að vinna við hönnun golfvallar í Hólsdal sé einnig gert ráð fyrir reiðstígum í Hólsdal.    Dæmi eru t.d. Korpúlfsstaðavöllur í Reykjavík, en reiðstígur á milli hesthúsahverfa í Mosfellsbæ og Fáks í Reykjavík liggur m.a. um Korpúlfsstaðavöll.

LH bendir á mikilvægi hestatengdrar ferðaþjónustu og hestamennsku sem atvinnugreinar, en þessar tegundir hestamennsku eru að skila þjóðarbúinu um 25 - 30 ma.kr. á ársgrundvelli.

Virðingarfyllst

Halldór H. Halldórsson

Form. Samgöngunefndar LH.

 

Svar:

  1. Landeigendur í Héðinsfirði hafna alfarið reiðleiðum í firðinum og því var ekki talið mögulegt að gera ráð fyrir reiðleiðum í andstöðu við þá. Til stendur að vinna deiliskipulag af Héðinsfirði. Skipulagsnefnd beinir þeim tilmælum til Landssambands Hestamanna að það taki upp viðræður við landeigendur í Héðinsfirði og leiti sameiginlegrar lausnar.
  2. Í skipulaginu er gert ráð fyrir göngu- og reiðleið fram Hólsdal í gegnum landsvæði þar sem gert er ráð fyrir golfvelli. Við gerð deiliskipulags og hönnunar golfvallarins verður haft samráð við hestamannafélögin í sveitarfélaginu og aðra hagsmunaaðila þannig að reiðleið í gegnum dalinn sé tryggð.

Sveitarstjórn Fjallabyggðar þakkar ábendingu um mikilvægi hestatengdrar ferðaþjónustu og hestamennsku fyrir þjóðarbúið.

 

Efni: Athugasemdir hestamannafélagsins Gnýfara við tillögu að Aðalskipulagi Fjallabyggðar fyrir tímabilið 2008-2028

Á félagsfundi hestamannafélagsins Gnýfara þriðjudaginn 20.07.2010 var stjórn félagsins falið að gera eftirtaldar athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.

a)

Á bls. 83 í greinagerðinni er eftirfarandi fullyrðing "Keppnissvæði hestammanna mun vera á Siglufirði."  Fundarmenn telja það ekki vera í verkahring sveitafélagsins að ákvarða einhliða hvar keppnissvæði hestamann skuli vera.  Fyrir framkvæmdir jarðganga var hér í Ólafsfirði löglegur keppnisvöllur og til stendur að endurheimta löglegan völl að framkvæmdum loknum.

b)

á bls. 83 í greinagerðinni kemur fram að "Svæði fyrir mótorkross og snjósleða verði í Ólafsfirði."  Fundarmenn árétta fyrri umsagnir sínar, að hestamennska annarsvegar og vélhjóla/snjósleðaiðkun hins vegar, eiga enga samleið.  Sérstaklega þar sem gert er ráð fyrir nýrri hesthúsabyggð austan núverandi skeiðvallar og þar með verður fjarlægð þess svæðis ennþá minni við fyrirhugaða mótorkrossbraut.

c)

Á bls. 87 í greininni "Hestamennska og reiðleiðir" vantar stikaða reiðleið um Kvíabekkjardal, yfir Ólafsfjarðarskarð og Fljót.  Einnig er okkur ekki kunnugt um að landaeigendur hafi bannað að fara um gamla reiðleið um Syðri-Árdal og Fossabrekkur yfir í Héðinsfjörð eða með Arnfinnsfjalli út í Fossadal.  Teljum við að bæta þurfi þessum leiðum við.

Fundarmenn voru sammála um að gera alvarlega athugasemd við það sem fram kemur í greinagerðinni að "ekki er gert ráð fyrir reiðleið um Héðinsfjörð".  Fundarmenn efast ekki um rétt sveitafélagsins til að banna eitt og annað þar með reiðleiðir um ákveðin svæði.  Við teljum hins vegar að með þessu sé sveitafélagið að skapa slæmt fordæmi fyrir aðra landaeigendur til að banna aðgang að landi sínu með stuðningi sveitafélagsins.  Í okkar huga er það mikilvægt hagsmunamál fyrir hestamennsku og ferðaþjónustu á svæðinu að sveitafélagið, landaeigendur í Héðinsfirði og fulltrúar hestamannafélaganna í Fjallabyggð komist að samkomulagi um að stika eina reiðleið í gegnum Héðinsfjörð sem tengd verði leiðinni um Botna og Fossabrekkur.

Fyrir fundinum lágu fyrir kort sem okkur voru send frá tæknideild Fjallabyggðar.  Á kortunum yfir dreifbýli eru í skýringu reiðleiðir svartar, en gönguleiðir rauðar, en samkvæmt því eru engar gönguleiðir í Héðinsfirði, heldur eingöngu reiðleiðir.  Fundarmönnum finnst athugavert að ekki sé sami litur á öllum kortunum fyrir reiðleiðir annars vegar og göngustíga hins vegar.  Er hér algert misræmi milli korta og greinargerðar.

Virðingafyllst,

Ásgrímur Pálmason

Formaður

 

Svar:

  1. Með tilsjón af ofanflóðahættu eru takmörk á nýtingu núverandi og skilgreinds svæðis í Ólafsfirði. Skv. aðalskipulagstillögunni er áfram gert ráð fyrir svæði fyrir hestamenn í Ólafsfirði en ljóst er að meira rými er til frekari stækkunar á Siglufirði. Aðalskipulagstillagan setur ekki takmarkanir á uppbyggingu hestamannasvæðis í Ólafsfirði innan þeirra takmarkana sem landrými og ofanflóðahætta setur.
  2. Í fyrri umræðum um staðsetningu hesthúsa í Ólafsfirði hefur komið skýrt fram að takmarkanir á landrými í firðinum krefjast náins sambýlis og samstarfs ólíkra aðila. Með markvissum hljóðvörnum og skýrum umgengisreglum sem settar verða í deiliskipulagi sem nú er í vinnslu verður leitast við að hagur beggja félaga sem og annarra bæjarbúa verði virtur.
  3. Sveitarstjórn Fjallabyggðar þakkar ábendingu um þær reiðleiðir sem vantar og verður leiðum um Kvíabekkjardal og með Arnfinnsfjalli út í Fossdal bætt inn á dreifbýlisuppdrátt. Ekki er talið unt að sýna reiðleið niður í Héðinsfjörð þar sem landeigendur í Héðinsfirði hafna alfarið reiðleiðum í firðinum.

Við gerð aðalskipulagstillögunnar var leitað samráðs við landeigendur í Héðinsfirði sem lögðust alfarið gegn reiðleiðum í gegnum fjörðinn. Sveitarstjórn hvetur hestamenn til að hafa frumkvæði að samkomulagi við landeigendur um reiðleiðir og umferð hestamanna í firðinum samhliða vinnu við gerð deiliskipulags sem stendur til að vinnist á næstunni.

 

Efni: Athugasemd félags fjárbænda í Ólafsfirði við tillögu að Aðalskipulagi Fjallabyggðar, 2008-2028

Félagið gerir þær athugasemdir við tillögur að nýju aðalskipulagi fyrir Fjallabyggð, að ekki sé gert ráð fyrir fjárrétt í Ólafsfirði.  Rætt hefur verið um að byggja eigi fjárrétt vestan við brú á Fjarðará gegnt Kálfsárkoti í stað þeirrar sem urðuð var með efni úr göngum , vestan Óss.

Einnig viljum við benda á að ekki er gert ráð fyrir nýrri rétt á Siglufirði þrátt fyrir að þar hafi verið veitt leyfi fyrir sauðfjárhald þar að nýju.

Fh. Félags fjárbænda í Ólafsfirði

Guðmundur Ó. Garðarsson

Ingi V. Gunnlaugsson

Baldur L. Jónsson

 

Svar: þar sem staðsetning fjárretta er ekki aðalskipulagsskyld eru réttir ekki sýndar á uppdráttum. Sveitarfélagið kvetur til samráðs um staðsetningu innan félags fjárbænda.

Skipulagsnefnd hefur fjallað um fjárréttir við vinnslu aðalskipulagstillögunnar og komist að þeirri niðurstöðu að færanleg fjárrétt muni leysa þörf fjárbænda svo kostnaður og landspjöll séu í lágmarki.

 

Efni: Athugsemd landeigenda í Garði við Aðalskipulagi Fjallabyggðar, 2008-2028.

Ég undirritaður, forsvarsmaður landeigenda í Garði II í Ólafsfirði geri athugasemd við það að í aðdraganda að vinnu að nýju aðalskipulagi Fjallabyggðar var ekki haft samráð við landeigendur.  Í tillögum að Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 er gert ráð fyrir að lagðir verði göngu og reiðstígar meðfram Ólafsfjarðarvatni.

Ég undirritaður mótmæli þeim vinnubrögðum að gert sé ráð fyrir framkvæmdum í landareign Garðs II að mér forspurðum.

Fh. Landeigenda Garði II

Kristinn Kr. Ragnarsson

 

Svar:

Sveitarstjórn Fjallabyggðar hefur ákveðið að fella út af aðalskipulagi tillögu að reiðstíg meðfram Ólafsfjarðarvatni en telur mikilvægt að umferð gangandi sé tryggð leið með vatninu  í samræmi við almannarétt og ákvæði vatnalaga þar sem kemur fram að gangandi skuli tryggt aðgengi meðfram ám og vötnum.

Samráð mun verða haft við landeigendur og aðra hagsmunaaðila við hönnun og gerð göngustíga.

 

Athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Ég undirrituð geri athugasemdir við eftirfarandi atriði:

Á blaðsíðu 20 er einkennilegt orðalag: gróðurfar einkennist af snjóþunga og fjölbreyttum og sjaldgæfum tegundum.

Í kaflanum Vötn, ár og sjór á sömu blaðsíðu er talað um Héðinsfjarðarvatn og Ólafsfjarðarvatn, þarna ætti einnig að vera fjallað um Leirurnar, sem eru flæðisandar við innanverðan Siglufjörð.  Leirurnar koma upp úr sjó á útfalli en fara á kaf á aðfalli svo þar verður 1-1.5 m dýpi.  Slíkar leirur eru víða um land, þó fremur fáar norðanlands, en benda má á leirur við innanverðan Eyjafjörð.

Á leirum er vanalega mikið og fjölbreytilegt lífríki.  Sérstaklega er þar auðugt smáverulíf hverskonar, t.d. krabbadýr, sandormar og annað sem ekki er sýnilegt mannlegu auga.   Þangað sækja fæðu sína fjöldin allur af fuglum yfir sumartímann og á snjóþungum vorum.  Þá eru stað- og farfuglar mest áberandi en einnig eru oft sjáanlegir svokallaðir fargestir, fuglar sem eiga hér viðdvöl á leið til annarra landa.   Er þarna einstakt fuglalíf bæði er varðar fjölbreytni og fjölda.

Áhugi fólks á fuglalífinu hefur aukist mjög og vilji manna til að hlífa Leirunum við frekari uppfyllingu og eyðileggingu leiddi svo af sér samþykkt þess efnis á hátíðarfundi bæjarstjórnar Siglufjarðar 20. maí 1998.  Í tengslum við þá friðun er nauðsynlegt að líta á Langeyrina og mýrarnar þar suður af sem eina heild.  Með öðrum orðum, menn umgangist Leirurnar, Langeyri, mýrarnar og gömlu túnin neðan Steinaflata sem eina votlendisheild og sem einstaklega auðugt lífríki.

Á blaðsíðu 22 þar sem fjallað er um gróðurfar þyrfti að minnast á votlendi í Siglufirði en þar eru mýrar þar sem vaxa ýmsar tegundir auk þess sem mýraranar eru mikilvægar fyrir ýmsar fuglategundir, endur og vaðfugla.

Á bls. 29 þar sem fjallað er um verndarsvæði fugla eru 65 tegundir taldar verpa þar og dvelja mislengi.  Réttara væri að segja að nálægt 35 tegundir verpi þar og að auki dvelja þar 30 tegundir mislengi sem flækingar eða fargestir.

Í kaflanaum Menning og ferðamál er fjallað um Síldarminjasafnið og þar er alvarleg villa.  Þar þarf að setja punkt eftir orðið landsins (stroka út og í Evrópu allri).

Þar sem fjallað er um Þjóðlagasetrið ætti að stroka út þar sem fyrirhugað er að verði.

Það mætti fara betur yfir stafsetningu og orðalag tillögunnar.

Siglufirði 4. ágúst 2010

Guðný Róbertsdóttir

 

Svar:

Skipulagsnefnd Fjallabyggðar þakkar ábendinguna og mun endurbæta efni greinargerðar skv. gefnum upplýsingum.

Héðinsfjarðarvatn og Ólafsfjarðarvatn eru stærstu vötnin í sveitarfélaginu. Bæði þessi vötn eru sérstök og með verndargildi vegna náttúrufegurðar, vistsamsetningar og landslagsheilda. Leirur eru inn af Siglufirði sem skapa vistkerfi fyrir fjölbreytt smáverulíf ásamt Langeyri og aðliggjandi mýrum.

Héðinsfjarðarvatn liggur nyrst í dalbotninum og skilur Víkursandur vatnið frá sjónum. Vatnið er 2,3 km að lengd og um 800 metra breitt. Mikið er af bleikju í Héðinsfjarðarvatni og virðist hún skiptast upp í nokkur afbrigði. Þrjú afbrigði eru í vatninu, hugsanlega fjögur. Vatnið er að mörgu leiti sérstætt á landsvísu og talið geta staðið undir talsverðri veiðisókn.

Lífríki Ólafsfjarðarvatns er mjög fjölskrúðugt og einstakt hvað varðar vistsamsetningu. Það er lagskipt með fersku og söltu vatni og sums staðar eru hlý vatnslög, það er á náttúruminjaskrá vegna þessara eiginleika. Vatnið er um 2,5 ferkílómetrar að stærð; um 3 km á lengd og um 1 km á breidd þar sem það er breiðast. Allbreitt rif skilur vatnið frá sjónum og rennur ós úr því til sjávar. Ólafsfjarðarkaupstaður stendur að hluta til á þessu rifi. Í vatninu er mikið af bleikju og benda rannsóknir til þess að þar séu bleikjur með þrennskonar lífsferla. Að jafnaði er mikil bleikjuveiði í vatninu og vatnasviði þess. Vegna eiginleika vatnsins veiðast margar aðrar fiskitegundir, sjávar- og vatnategundir, jafnt sumar sem vetur. Helstu ár sveitafélagsins eru Fjarðará í Siglufirði, Fjarðará í Ólafsfirði og Héðinsfjarðará. (Bjarni_Jónsson, 2001)

 

Leirurnar innst í Siglufirði eru flæðisandar sem koma upp úr sjó á útfalli og fara á kaf á aðfalli, um 1-1,5 m dýpi. Þar er mikið og fjölbreytt lífríki, sér í lagi smáverulíf hverskonar s.s. krabbadýr og sandormar. Yfir sumartímann og á snjóþungum vorum sækir fjöldi fugla fæðu sína í leirurnar og er því mikið og fjölbreytt fuglalíf þar að finna. Mest eru áberandi stað- og farfuglar en einnig sjást þar fargestir á leið sinni til annarra landa.

 

Athugasemdir við sjóvarnir og efnistöku á Siglunesi.

 

Efni:  Athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.

Undirrituð hefur eftirfarandi athugasemdir varðandi byggingu sjóvarnargarða á Siglunesi við Siglufjörð.

Teikn á lofti ehf. vann greinargerð og umhverfisskýrslu fyrir hönd Fjallabyggðar og Siglingastofnunar, framkvæmdaaðila sjóvarnagarða á Siglunesi og eru neðangreindar tilvísanir í þá greinargerð.

Á bls. 3 kemur fram að tilgangur framkvæmdarinnar sé að varna tjóni á fiskverkunarhúsi og frístundarhúsi sem standa á vestaverðu Siglunesi.

Á bls. 4 kemur fram að landbrot sé mikið á Siglunesi sem sé öldubrjótur frá náttúrunnar hendi og skýli Siglufjarðahöfn fyrir úthafsöldu.  Landbrotið á Siglunesi valdi breytingum á sjólagi sem hafi í för með sér verri hafnarskilyrði á Siglufirði.

Væri því ekki nær að hefja framkvæmdir við þá sjóvarnargarða en að verja fiskverkunarhús sem að engin fiskverkun hefur átt sér stað í til fjölda ára og frístundarhús?

Þess má geta að fyrrnefnt fiskverkunarhús stendur á landi sem ætlað er til sameiginlegra nota fyrri bryggju og tilheyrir sameign allra (sjá í meðfylgjandi skjali um skipti á landi Sigluness lið C. 6 bls. 6)¹

Framkvæmdir við byggingu umrædds fiskverkunarhúss reyndu landeigendur að stöðva 1978 ( sjá meðfylgjandi bréf til Byggingarfulltrúa Siglufjarðar, Hauks Helgasonar frá Þórði Sigurðssyni)²

Á bls.7 er fjallað um fornminjar, að á Siglunesi sé fjöldi rústahóla sem hverfa muni í sjó innan fárra ára eða áratuga verði ekkert að gert.  Væri ekki nær að verja þær?

Á bls. 12 um áætlun um efnitöku að leitað hefi verið af líklegum stöðum til að vinna grjót í grjótvarnir í nágrenni við áætlaða framkvæmd.  Samt sem áður segir líka að engar klappir séu þekktar sem gefi möguleika á að sprengja og vinna nothæft stórgrýti í sjóvörn.  Besti kosturinn sé talinn að "finna nothæft grjót" í framhlaupi úr Nesnúpnum sem sé upp undir Siglunesvita.

 Leitið og þér munið finna stendur ritað, en ég spyr:  Hvar á að finna þetta grjót?  Hvernig á sú framkvæmd að fara fram?

Á að reyna að finna nothæft efni sem er á bilinu 1.200-1.600m³ í námusvæði sem að mestu leiti er möl en ekki grjót?

___________________

¹Skipti á landi Sigluness

²Bréf til Byggingarfulltrúa Siglufjarðar, Hauks Helgasonar frá Þórði Sigurðssyni

 

 

Á bls. 11 í framkvæmdalýsingu kemur fram að flytja eigi vinnuvélar á staðinn á sjó með pramma frá Siglufirði.  Þær eigi svo að keyra eftir vegslóðanum sem fyrir er á Siglunesi á meðan frost sé í jörðu.  Vegslóða sem að varla þolir að keyrt sé eftir honum á gamalli dráttarvél sem er ca. 500 kg.  Hvenær er nægjanlegt frost í jörðu svo að vegaslóðinn þoli þungar vinnuvélar?  Hver á að meta það?  Þessi vegaslóði liggur í mýrlendi og þolir ekki þau farartæki sem að sumir hafa ætlað honum en þá flattist hann bara út, þrátt fyrir að það hafi ekki verið neinir þunga flutningar.

Ég tel reyndar að auðveldara sé að flytja grjót úr námu á Siglufirði sem merkt er E1 á korti í þessa framkvæmd, ef að verður.  Nota mætti líka grjót úr Héðinsfjarðargöngum.  Hlýtur að vera einfaldari framkvæmd en að fara að "finna nothæft grjót" sem ekki er til á Siglunesi og hefði í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar á viðkvæmri náttúrunni þar. Hlýtur að vera hægt að flytja grjót með pramma frá Siglufirði ef að það er hægt að flytja vinnuvélar þangað.

Að teknu tilliti til framangreinds óska ég eftir að þessi framkvæmd verði endurskoðuð og grjótnáma á Siglunesi verði felld úr aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 svo og afnot af vegi sem ekki þolir þungar vélar og er í sameign allra landeigenda.

Að lokum vil ég svo ávíta Fjallabyggð og Siglingamálastofnun fyrir að hafa ekki haft nein samráð við landeigendur Sigluness 4, 5 og 6 varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir³.

Þessir landeigendur eiga tæplega 50% af landareign Siglunes.

Virðingarfyllst

Margrét St. Þórðardóttir

 

Meðfylgjandi: Gögn sem vitnað er í eru merkt 1, 2 og 3 í þessu bréfi

_______________

³Afsal fyrir eignarhluta Sigluness 4, 5 og 6

 

 

Athugasemdir eigenda Siglunes 4, 5 og 6 við tillögu að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.

Þann 23. júní sl. voru tillögur að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 birtar á heimasíðu sveitafélagsins og hagsmunaðilum var boðið að koma að athugsemdum.

Í umræddum tillögum er gert ráð fyrir grjótnámu við vitann á Siglunesi og er hún merkt E5 á korti.  Fyrirhugað er að nota efni úr námunni í sjóvarnargarða.  Eftirfarandi athugsemdir landeigenda að Siglunesi 4, 5 og 6 lúta að fyrirhugaðri grjótnámu við vitann.  Athugasemdirnar lúta annars vega að formhlið ákvörðunar um að opna þar grjótnámu og hins vegar að efnishlið málsins.

Hvað varðar formhlið ákvörðunar um að opna grjótnámu til efnistöku í sjóvarnargarða þá virðist hugmyndin að slíku hafa kviknað með skoðunarferð þáverandi tæknifulltrúa Fjallabyggðar með eiganda fiskverkunarhúss sem til stendur að verja, út á Siglunes.  Í kjölfar þeirrar skoðunarferðar ritar tæknifulltrúi bæjarins Siglingastofnun bréf, dags. 31. Mars 2006, þar sem óskað er eftir framlagi til sjóvarna við fiskverkun Stefáns Einarssonar, þ.e. umsókn um framlag á samgönguáætlun 2007-2010.  Þrátt fyrir ítarlega leit hjá Fjallabyggð hafa ekki fundist nein gögn frá þessum tíma um að beiðni starfsmanns sveitarfélagsins til Siglingastofnunar hafi verið rædd formlega hjá nefndum bæjarins eða bæjarstjórn.  Málinu virðist síðan framhaldið eftir bréf frá "landeigendum að Siglunesi" dags. 3. nóvember 2009, barst bæjaryfirvöldum þar sem óskað er eftir að opnuð yrði náma.  Athygli vekur að undir það bréf rita aðeins bræðurnir Hjalti og Stefán Einarssynir ásamt syni Hjalta.  Þeir eru m.a. eigendur að fiskverkunarhúsinu sem verja skal með grjóti úr grjótnámunni.  Rétt er í þessu sambandi að benda á að umrætt fiskverkunarhús stendur í óskiptu landi en að því landi eru einnig undirrituð eigendur.

Athygli vekur að í bréfi annarra landeigenda, þ.e. Önnu Marie og Björns Jónsbarna, sem eru eigendur hins hússins sem verja skal með grjóti úr grjótnámunni, er ekki minnst einu orði á grjótnámu.  Þau óska aðeins eftir að hús þeirra sé varið fyrri ágangi sjávar.  Í kjölfar bréfs Stefáns og Hjalta Einarssona og sonar Hjalta má sjá að í samskiptum bæjaryfirvalda við bæði samgönguráðuneytið og Siglingastofnun er gengið út frá því að við sjóvarnir á Siglunesi verði notað grjót úr fyrirhugaðri grjótnámu og að það sé í fullu samráði við landeigendur.

Í lögum um sjóvarnir nr. 28/1997 er kveðið á um að við gerð áætlana um sjóvarnir skuli Siglingastofnun hafa samvinnu og samráð við hlutaðeigandi sveitarstjórn, landeigendur og aðra aðila sem að málinu komi, sbr. 2. mgr. 3. gr.  Einnig er kveðið á um að landeigendur og sveitarfélög, sem hag hafi af varnargerðum á landi sínu, greiði minnst 1/8 hluta og skiptist kostnaður á milli landeigenda að tiltölu við stærð þess lands og strandlengju sem verja á .  Siglingastofnun skal gera tillögu um skiptingu kostnaðar og leggja fram til afgreiðslu hlutaðeigandi sveitarstjórna.  Verði ekki samkomulag um skiptingu kostnaðar skeri hafnarráð úr.  Ekki er heimilt að hefja framkvæmdir fyrr en þessi skipting liggur fyrri, sbr. 2. mgr. 7. gr.

Í máli þessu hefur ekkert samráð verið haft við landeigendur að Siglunesi 4, 5 og 6 en þeir eru eigendur að stærstum hluta lands á Siglunesi.  Þar af leiðandi er ljóst að skýlaust lagaákvæði þar að lútandi hefur verið brotið.  Þar sem fiskverkunarhús það sem verja skal stendur í óskiptu landi er ljóst að kostnaður af fyrirhugaðri framkvæmd fellur einnig að miklu