Þór Vigfússon - sýning í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Sunnudaginn 12. maí var opnuð sýning Þórs Vigfússonar í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði og stendur sýningin til 26. maí. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 - 17.00.
Á sýningunni Portrett sýnir Þór Vigfússon ný verk unnin fyrir Kompuna í Alþýðuhúsið á Siglufirði. Á sýningunni veltir Þór fyrir sér skilgreiningum
hins tvívíða forms.
Þór Vigfússon er fæddur í Reykjavík árið 1954. Árið 1974 tók Þór þátt í sinni fyrstu sýningu og spannar sýningarferill hans nú fimm áratugi. Þór
hefur sýnt víða bæði hér heima og erlendis á sínum ferli auk þess að vinna að myndlistarverkum í opinberar byggingar, nú síðast verkið
Flækja fyrir nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, Smiðju. Þór hefur komið að margvíslegu sýningarhaldi á sínum ferli, er einn af stofnendum
Nýlistasafnsins og ARS LONGA samtímalistasafns á Djúpavogi þar sem hann einmitt býr og starfar.
Arnfinna Björnsdóttir opnar sýningu með nýjum verkum í Ráðhússal Siglufjarðar 18. maí kl. 15:00
Arnfinna Björnsdóttir opnar sýningu með nýjum verkum í Ráðhússal Siglufjarðar 18. maí næstkomandi. Sýningin er opin daglega frá kl. 15.00 - 17.00 til og með 21. maí.
Abbý eins og hún er kölluð er fædd á Siglufirði og býr þar enn. Hún hóf ung að teikna og þótti drátthög, en hóf myndlistanám á árunum 1992 - 1994 í kvöldskóla hjá listamanninum Örlygi
Kristfinnssyni. Örlygur hvatti hana til ferkari myndagerða þar sem hann taldi að hún “ væri með þetta”. Síðar tók Abbý námskeið sem buðust hjá dóttur sinni Aðalheiði S. Eysteinsdóttur.
Undanfarin 20 ár hefur hún unnið að list sinni og handverki á vinnustofunni að Aðalgötu 13 á Siglufirði og árlega opnað sýningu þar á afmælisdegi Siglufjarðar 20. maí. En þess má geta að
Abbý vann á bæjarskrifstofu Siglufjarðar í 37. ár.
Arnfinna Björnsdóttir var kjörin bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2017.
Sýningin sem nú er sett upp í Ráðhússal Siglufjarðar 18. maí 2024, samanstendur af þremur myndröðum. Klippimyndir sem unnar eru útfrá minningum Abbýar frá síldarárunum á Siglufirði,
tússteikningar sem eru klettamyndanir í fjöllum fjarðarins og nefnast Tröllin í fjöllunum , og akrilmyndir sem bera yfirskriftina vetur, sumar, vor og haust og hafa Hólshyrnuna í bakgrunni og
fugla í forgrunni.
Abbý hefur haldið fjölda sýninga á norðurlandi og má þar nefna sýningarstaði eins og Verksmiðjuna á Hjalteyri, Kompuna, Ráðhússal Siglufjarðar, Hannes Boy, Kaffi Klara, Tjarnarborg
og vinnustofa Abbýar.