Vinnuskólinn kominn á fullt skrið

Vinnuskóli Fjallabyggðar er hafinn þetta sumarið og í ár eru um 40 ungmenni á aldrinum 14. - 16 ára skráðir til leiks.
Helstu verkefni Vinnuskólans eru eins og áður að halda bæjarkjörnum og opnum svæðum hreinum, gróðursetja blóm og annað sem fellur til. 

Krakkarnir standa sig að sjálfsögðu með prýði og ríkir gleði og samvinna í hópnum.

Klöppum fyrir þessum kátu krökkum sem standa sig svo sannarlega vel í að fegra umhverfið þannig að íbúar og gestir geti notið sumarsins í Fjallabyggð.