Vetrarfrí í Skarðsdalnum

 
Skarðsdalurinn opin í dag 16. febrúar frá kl. 13:00-19:00. Veðrið W 2-4m/sek, hiti 3 stig, og léttskýjað, færi er unnið harðfenni.  Í Hólsdal er tilbúinn 2,5 km hringur og er hann opinn frá kl. 13:00. Veður í Hólsdal: SSW 2-3m/sek, hiti 1 stig og léttskýjað, færið er unnið harðfenni.
 
Skíðagöngumiðar eru til sölu á Siglóhóteli, einnig er hægt að leggja inn á reikning 348-26-1254 kt. 640908-0680 og senda kvittun á skard@simnet.is.
Svigskíðamiða er eingöngu hægt að kaup í fjallinu.
 
Ath. afgreiðslukerfi og hlið verður komið í lag miðvikudaginn 17. febrúar.

Þar sem núverandi sóttvarnarreglur eru í gildi til 3. mars verður laugardegi og sunnudegi 20. og 21. febrúar skipt upp í 3 holl, 3 klukkustundir í hverju holli frá kl.  9:00-12:00;  12:00-15:00 og  15:00-18:00.  Talið verður inn í fjallið við golfskála.
Miðaverð er kr. 2.500.- fyrir 3 tíma og verður hægt er að kaupa 1 - 3 daga skíðapassa.
Athugið að Þetta á eingöngu við 18 ára og eldri og geta verið 200 manns í hverju slotti.
 
Skíðafólk er hvatt til að huga að sóttvörnum, muna 2 metra regluna og það er  grímuskylda við söfnunarsvæði. Veitingasala er lokuð en skíðaleiga og snyrtingar opnar.