Verkfall hjá tónlistarskólakennurum

Tónlistarskólakennarar hafa undanfarna mánuði átt í kjaraviðræðum við Launanefnd sveitarfélaga án árangurs og er nú svo komið að verkfall er hafið hjá þeim tónlistarkennurum sem tilheyra Félagi Tónlistarskólakennara (FT).
Einn kennari við Tónskóla Fjallabyggðar, Guito, er félagi í Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), en það félag á sömuleiðis í kjaraviðræðum, en hefur ekki boðað til verkfalls.
Annar kennari, Gunnar Smári er í starfsmannafélagi Fjallabyggðar og fer því ekki í verkfall.
Í Tónskóla Fjallabyggðar er staðan því þannig, að skólastarf mun halda áfram að hluta. Það þýðir að nemendur Guito og Gunnars Smára fá kennslu. 
Tónskólastjóri fer ekki í verkfall.
Sendar verða út nánari upplýsingar um stöðuna þegar málin skýrast og er samningar nást.