Vel heppnuð Sjómannadagshelgi

Hljómsveitin Pollapönk vakti mikla lukku á meðal allra
Hljómsveitin Pollapönk vakti mikla lukku á meðal allra
Samkvæmt venju var mikið um dýrðir í Ólafsfirði um Sjómannadagshelgina. Sjómannafélag Ólafsfjarðar hafði veg og vanda að dagskrá hátíðarinnar sem heppaðist í alla staði mjög vel. 
Veðrið lék við gesti og gangandi og allir í hátíðarskapi. Helgin endaði svo á glæsilegum kvöldverði og dansleik í íþróttahúsinu þar sem um 330 manns skemmtu sér konunglega. Hér koma nokkrar myndir frá því um helgina.


Þyrla Landhelgisgæslunnar mætti á svæðið. Sýnd var björgun úr sjó.


Björn Þór Ólafsson var mættur á sínum kajak.


Atriði frá Sirkus Íslands vakti mikla lukku.


Gestir voru virkjaðir til þátttöku í atriði Sirkus Íslands. 


Hátíðargestir í brekkunni við sviðið.


Pollapönkarar veittur glaðir eiginhandaáritanir og ljósmyndatökur.


Lalli töframaður slóg í gegn með sýningu sinni.


Ungir sem aldnir tóku dans við undirleik Pollapönks.