Vel heppnaður þjóðhátíðardagur

Elsa Hrönn Auðunsdóttir nýstúdent
Elsa Hrönn Auðunsdóttir nýstúdent

Þjóðhátíðardeginum 17. júní var fagnað í Fjallabyggð í góðu veðri sl. föstudag. Það leit ekki vel út með verður fyrst um morgunin en þá ringdi töluvert. En það stytti upp rétt mátulega áður en dagskrá hófst við Siglufjarðarkirkju kl. 11:00. Sú breyting var gerð á margra ára hefð að í stað þess að leggja blómsveig að leiði Sr. Bjarna Þorsteinssonar við prestsbústaðinn var blómsveigur nú lagður við minnismerki Sr. Bjarna við Siglufjarðarkirkju. Að þessu sinni var það nýstúdent Elsa Hrönn Auðunsdóttir sem lagði blómsveig að minnisvarðanum. Kirkjukór Siglufjarðar söng við þessa athöfn ásamt því að Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri flutti ávarp.

Kl. 13:00 sýndu yngstu iðkendur KF listir sínar á Ólafsfjaðarvelli og svo tók við hátíðardagskrá við Menningarhúsið Tjarnarborg. Hátíðarræðu flutti Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Edda Henný Símonardóttir var Fjallkona.

Síðan tóku við fjölbreytt tónlistaratriði. Barnakórinn Glin Gló söng nokkur lög og sýndu svo hringdans. Tvö söngatriði voru svo frá Tónskóla Fjallabyggðar en þau Ronja Helgadóttir og Víkingur Ölfjörð Daníelsson sungu sitt hvort lagið. Loks héldu þeir Stúlli og Danni uppi fjörinu. Annars voru það leiktækin sem áttu hug og hjörtu barnanna. Margir biðu svo eftir vatnsrennibrautinni sem er gerð úr skíðastökkpallinum og nýtur hún alltaf jafn mikilla vinsælda.
Það var menningar- og fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði sem hélt utan um framkvæmd dagskrár í Ólafsfirði.
Dagskránni þennan þjóðhátíðardag lauk svo með tónleikum Karlakórs Fjallabyggðar í Siglufjarðarkirkju. Tónleikarnir voru vel sóttir og heppuðust mjög vel.

Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.