Útsvarslið Fjallabyggðar

Fjallabyggð tekur nú að nýju þátt í sjónvarpsþættinum Útsvar á RÚV eftir árs fjarveru. Á dögunum var kallað eftir tilnefningum frá bæjarbúum um hugsanlega þátttakendur. Nokkrar tilnefningar bárust og voru þær teknar fyrir af markaðs- og menningarnefnd á fundi þann 27. ágúst sl.

Samþykkt var að liðið yrði þannig skipað:
Halldór Þormar Halldórsson, umsjónarmaður sérverkefna hjá Sýslumanni Norðurlands eystra.
Guðrún Unnsteinsdóttir kennari við Grunnskóla Fjallabyggðar og
Ólafur Unnar Sigurðsson starfsmaður hjá Samkaup úrval Siglufirði.

Liðið mun hefja undirbúning á allra næstu dögum en ekki liggur fyrir hvenær liðið mun hefja keppni eða hverjir mótherjarnir verða.

Útsvarslið Fjallabyggðar
Halldór Þormar, Guðrún og Ólafur Unnar.