Útnefning Bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending styrkja til menningarmála 2021

Jón Þorsteinsson.
Myndina tók Albert Gunnlaugsson
Jón Þorsteinsson.
Myndina tók Albert Gunnlaugsson

Í gær, fimmtudaginn 18. mars var Jón Þorsteinsson útnefndur bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2021. Er það í 12 sinn sem bæjarlistamaður er útnefndur í Fjallabyggð.

Athöfnin fór fram í menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og voru á sama tíma afhendir formlega styrkir til menningarmála, reksturs safna og setra og styrkir til hátíðarhalda fyrir árið 2021.

Vel var mætt á athöfnina. Ólafur Stefánsson formaður markaðs- og menningarnefndar setti hátíðina og Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi flutti ávarp, afhenti styrkina og  bæjarlistamanni viðurkenninguna.

Í ár voru úthlutaðir styrkir til menningarmála að upphæð kr. 9.232.000.- og skiptast þeir þannig: Í flokki einstakra menningartengdra verkefna kr. 2.700.000.-   Styrkir til reksturs safna og setra kr. 2.950.000.-  og styrkir til hátíðahalda kr. 3.050.000.-

Við athöfnina voru flutt glæsileg tónlistaratriði.  Fram komu dúettinn Edda Björk Jónsdóttir sópran og Elías Þorvaldsson píanóleikari, bæjarlistamaður ársins 2020. Futtu þau tvö lög. Þá kom tónlistarhópurinn Gadus Morhua Ensemble fram og flutti sex lög. Hópinn skipa þau Eyjólfur Eyjólfsson, sem mörgum ykkar er kunnugur, Björk Níelsdóttir og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir. Eyjólfur er einnig fyrrum nemandi Jóns Þorsteinssonar. 

Að lokinni athöfn bauð Fjallabyggð gestum upp á léttar veitingar.

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar ársins 2021 - Jón Þorsteinsson
Annáll Lindu Leu Bogadóttur, markaðs- og menningarfulltrúa
Listi yfir veitta styrki ársin 
Kynning á verkefnum sem hlutu styrki í ár 

Styrkhafar 2021

        
Edda Björk Jónsdóttir  og Elías Þorvaldsson Gadus Morhua Ensemble